Mourinho ósáttur við sjálfan sig

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea náði ekki upp í nefið á sér af óánægju með leik liðs síns í sigrinum á Wigan í gær og sagðist axla ábyrgðina sjálfur. "Þetta er víst mér að kenna, ég undirbjó liðið ekki nógu vel. Það er auðvelt að undirbúa leikmenn mína fyrir stórleiki, en í gær mistókst mér það og í stað þess að valta yfir andstæðinga okkar, með fullri virðingu fyrir þeim, lékum við illa og vorum heppnir að vinna," sagði Mourinho.