Tugir tilkynninga um aukaverkanir 31. ágúst 2005 00:01 Milli 50 og 60 tilkynningar um aukaverkanir lyfja hafa borist til Lyfjastofnunar það sem af er þessu ári, að sögn Magnúsar Jóhannssonar læknis og prófessors við Háskóla Íslands. Það er meira en helmingsaukning miðað við mörg síðustu ár, þar sem fjöldinn var um og undir 20 á ári. Fimm ára átak í þessum efnum er farið að skila sér. "Þessar tilkynningar eru ekki bundnar við ákveðin lyf eða lyfjaflokka," segir Magnús. "Þær spanna allt lyfjasviðið." Magnús segir að tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar notkunar lyfja, svo sem COX - 2 hemla, sem Vioxx heyrði undir séu mjög fáar á árinu. Bráðnauðsynlegt sé að fá slíka vitneskju frá læknum en ekki sé hægt að byggja eingöngu á þeim. Þarna sé um að ræða hjarta- og kransæðasjúkdóma sem séu mjög algengir. Fólk fái þá hvort sem það sé að taka einhver lyf eða ekki. Magnús segir hafið yfir allan vafa að samband hafi verið staðfest milli aukaverkana Vioxx, sem tekið var af markaði fyrir réttu ári, og umræddra sjúkdóma í rannsóknum á stórum hópum fólks sem gerðar hafi verið áður en lyfið var tekið af markaði. Allt öðru máli gegni þegar farið sé að meta einhvern einn einstakling. Jafnvel þótt hann hafi verið í ítarlegri læknisskoðun áður en hann hóf að nota lyfið, þar sem allt hefði verið í lagi. Þess væru fræg dæmi að fólk hefði dottið niður á tröppunum með slíkt heilbrigðisvottorð upp á vasann, því hjarta- og heilasjúkdómar væru lúmskir og þekkingin ekki komin nógu langt. Því miður höfum við ekki tæki til að sýna fram á þetta með vissu. "Ég er alveg viss um að skaðabótadómnum sem féll nýlega í Texas, eftir að maður sem notaði Vioxx lést, verður snúið við í Hæstarétti," segir Magnús. "Það er svo rosalega erfitt að sanna einstaka tilvik, þannig að það sé hafið yfir allan vafa hvort tiltekinn einstaklingur dó af völdum Vioxx eða ekki. Þarna hafa margir áhættuþættir eins og hár blóðþrýstingur, reykingar og blóðfita sín áhrif. Aukaverkanir einhvers lyfs bætast síðan ofan á það sem fyrir er." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Milli 50 og 60 tilkynningar um aukaverkanir lyfja hafa borist til Lyfjastofnunar það sem af er þessu ári, að sögn Magnúsar Jóhannssonar læknis og prófessors við Háskóla Íslands. Það er meira en helmingsaukning miðað við mörg síðustu ár, þar sem fjöldinn var um og undir 20 á ári. Fimm ára átak í þessum efnum er farið að skila sér. "Þessar tilkynningar eru ekki bundnar við ákveðin lyf eða lyfjaflokka," segir Magnús. "Þær spanna allt lyfjasviðið." Magnús segir að tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar notkunar lyfja, svo sem COX - 2 hemla, sem Vioxx heyrði undir séu mjög fáar á árinu. Bráðnauðsynlegt sé að fá slíka vitneskju frá læknum en ekki sé hægt að byggja eingöngu á þeim. Þarna sé um að ræða hjarta- og kransæðasjúkdóma sem séu mjög algengir. Fólk fái þá hvort sem það sé að taka einhver lyf eða ekki. Magnús segir hafið yfir allan vafa að samband hafi verið staðfest milli aukaverkana Vioxx, sem tekið var af markaði fyrir réttu ári, og umræddra sjúkdóma í rannsóknum á stórum hópum fólks sem gerðar hafi verið áður en lyfið var tekið af markaði. Allt öðru máli gegni þegar farið sé að meta einhvern einn einstakling. Jafnvel þótt hann hafi verið í ítarlegri læknisskoðun áður en hann hóf að nota lyfið, þar sem allt hefði verið í lagi. Þess væru fræg dæmi að fólk hefði dottið niður á tröppunum með slíkt heilbrigðisvottorð upp á vasann, því hjarta- og heilasjúkdómar væru lúmskir og þekkingin ekki komin nógu langt. Því miður höfum við ekki tæki til að sýna fram á þetta með vissu. "Ég er alveg viss um að skaðabótadómnum sem féll nýlega í Texas, eftir að maður sem notaði Vioxx lést, verður snúið við í Hæstarétti," segir Magnús. "Það er svo rosalega erfitt að sanna einstaka tilvik, þannig að það sé hafið yfir allan vafa hvort tiltekinn einstaklingur dó af völdum Vioxx eða ekki. Þarna hafa margir áhættuþættir eins og hár blóðþrýstingur, reykingar og blóðfita sín áhrif. Aukaverkanir einhvers lyfs bætast síðan ofan á það sem fyrir er."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira