Leikjum lokið í Meistaradeildinni 13. september 2005 00:01 Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið, en óhætt er að segja að það hafi verið Real Madrid frá Spáni sem stal senunni, því liðið steinlá fyrir Frakklandsmeisturum Lyon með þremur mörkum gegn engu og hafa þjálfarar liðsins í gegn um tíðina verið reknir fyrir minna en svona úrslit. Það voru þeir John Carew, Juninho og Sylvain Wiltord sem skoruðu mörk franska liðsins, sem greinilega er til alls líklegt ef marka má þessi úrslit, en ljóst er að spænska liðið er í bullandi vandræðum. Liverpool gerði góða ferð til Spánar og lagði Real Betis 2-1. Þeir Pongolle og García skoruðu mörk enska liðsins, en Arzu minnkaði muninn fyrir heimamenn. Chelsea sigraði Anderlecht frá Belgíu í London, 1-0 en sigur heimamanna var langt frá því að vera sannfærandi og í raun hefðu bæði lið átt að skora fleiri mörk í leiknum. Frank Lampard skoraði sigurmark Chelsea í leiknum á 19. mínútu. AC Milan lenti í miklum vandræðum með Fenerbahce frá Tyrklandi, því eftir að Kaká kom heimamönnum yfir snemma leiks, náðu gestirnir að jafna og sú staða hélst fram á lokamínútur leiksins. Þá bætti Kaká við öðru marki sínu og Andriy Shevchenko innsiglaði 3-1 sigurinn með þriðja marki Milan. Glasgow Rangers báru sigurorð af Porto í hörkuleik í Skotlandi, þar sem heimamenn voru alltaf skrefinu á undan og uppskáru 3-2 sigur. Rosenborg vann góðan 3-1 útisigur á Olympiakos og Inter sigraði Artmedia Bratislava 1-0 á útivelli og PSV Eindhoven lagði Schalke 1-0. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sjá meira
Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið, en óhætt er að segja að það hafi verið Real Madrid frá Spáni sem stal senunni, því liðið steinlá fyrir Frakklandsmeisturum Lyon með þremur mörkum gegn engu og hafa þjálfarar liðsins í gegn um tíðina verið reknir fyrir minna en svona úrslit. Það voru þeir John Carew, Juninho og Sylvain Wiltord sem skoruðu mörk franska liðsins, sem greinilega er til alls líklegt ef marka má þessi úrslit, en ljóst er að spænska liðið er í bullandi vandræðum. Liverpool gerði góða ferð til Spánar og lagði Real Betis 2-1. Þeir Pongolle og García skoruðu mörk enska liðsins, en Arzu minnkaði muninn fyrir heimamenn. Chelsea sigraði Anderlecht frá Belgíu í London, 1-0 en sigur heimamanna var langt frá því að vera sannfærandi og í raun hefðu bæði lið átt að skora fleiri mörk í leiknum. Frank Lampard skoraði sigurmark Chelsea í leiknum á 19. mínútu. AC Milan lenti í miklum vandræðum með Fenerbahce frá Tyrklandi, því eftir að Kaká kom heimamönnum yfir snemma leiks, náðu gestirnir að jafna og sú staða hélst fram á lokamínútur leiksins. Þá bætti Kaká við öðru marki sínu og Andriy Shevchenko innsiglaði 3-1 sigurinn með þriðja marki Milan. Glasgow Rangers báru sigurorð af Porto í hörkuleik í Skotlandi, þar sem heimamenn voru alltaf skrefinu á undan og uppskáru 3-2 sigur. Rosenborg vann góðan 3-1 útisigur á Olympiakos og Inter sigraði Artmedia Bratislava 1-0 á útivelli og PSV Eindhoven lagði Schalke 1-0.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sjá meira