Sigurjón,Súsanna og Gísli Marteinn 21. september 2005 00:01 Framboð Gísla Marteins Baldurssonar - Heimir Örn Herbertsson lögmaður Í Fréttablaðinu þann 15. september sl. deildu Sigurjón Egilsson og Súsanna Svavarsdóttir með lesendum blaðsins hugleiðingum sínum um Gísla Martein Baldursson, frambjóðanda til 1. sætis á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Af skrifum þeirra verður helst ráðið að þau glími við djúpstæðan vanda gagnvart persónu frambjóðandans, hvort á sinn hátt. Sigurjón lýsir áhyggjum af íslenskum fjölmiðlum og viðbrögðum þeirra við framboði Gísla Marteins. Hann telur frambjóðandann trana sér fram í fjölmiðlum meira en góðu hófi gegnir en segir fjölmiðla verða að spyrja sig hvort rétt sé að gefa honum þá miklu athygli sem þeir gera. Þarna virðist Sigurjón vera að tala við sjálfan sig enda hefur Fréttablaðið verið einkar duglegt við að birta alls kyns frásagnir af frambjóðandanum allt frá því hann tilkynnti um framboð sitt. Mér er nær að halda að Sigurjón lesi ekki blaðið sem hann ritstýrir. Í þessari umfjöllun Fréttablaðsins hafa þau málefni á vettvangi borgarmálanna sem frambjóðandinn hefur lagt áherslu á reyndar ekki endilega verið í forgrunni heldur hefur blaðinu orðið tíðrætt um persónu hans. Enda afgreiðir Sigurjón málefni frambjóðandans, sem hugsanlega gætu jú verið skýring á athyglinni, á þann málefnalega hátt að segja: "... einhvern veginn hefur mér virst sem hann sé ekki alltaf sá sem veit mest og best." Takk fyrir það Sigurjón. Aðalatriðið er þó að framboð Gísla Marteins heyrir til tíðinda og þau sjónarmið sem hann hefur sett fram um málefni Reykjavíkurborgar eiga erindi við fólkið í borginni. Ekkert er sjálfsagðara en að fluttar séu fréttir af þessu. Vandi Súsönnu er persónulegs eðlis. Henni líkar hvorki stíll Gísla Marteins né röddin. Neikvæðnin og niðurrifið er allsráðandi í skrifum hennar og hún hefur ekkert uppbyggilegt þar fram að færa. Mér er með öllu hulið hvaða erindi þessi geðvonska í gagnrýnandanum fyrrverandi á við lesendur Fréttablaðsins. Komandi borgarstjórnarkosningar og prófkjör Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda þess hafa allt til að bera til að verða sögulegir atburðir. Gísli Marteinn hefur með framboði sínu og þeirri umræðu sem hann hefur staðið fyrir blásið ferskum vindi í stjórnmálaumræðuna. Bæði Sigurjón og Súsanna hafa lengi verið viðloðandi fjölmiðla með einum eða öðrum hætti. Því verður ekki trúað að þau hafi ekki merkilegri hluti fram að færa um þessi atriði en ólundarlegt nöldur um aukaatriði og, í tilfelli Súsönnu, hatursfullt skítkast í garð frambjóðandans, sem á ekki erindi við neinn. Í leiðara Sigurjóns er lagt út af hugleiðingu um framboð og eftirspurn. Ég hygg að það sé eftirspurn eftir Gísla Marteini, þeim sjónarmiðum sem hann hefur lýst um málefni Reykjavíkurborgar og þeim áherslum sem hann leggur upp með í stjórnmálaumræðunni. Að fjalla um hagsmunamál Reykvíkinga á jákvæðan, gagnrýnan en uppbyggilegan hátt. Af slíkum stjórnmálamönnum er hins vegar lítið framboð. Öðru máli gegnir um framlag Sigurjóns og Súsönnu. Það er enginn skortur á neikvæðni og nöldri eins og því sem þau láta birta eftir sig en þegar upp er staðið held ég að eftirspurnin eftir þess háttar sjónarmiðum sé lítil. Kannski Fréttablaðið mætti velta því aðeins fyrir sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Framboð Gísla Marteins Baldurssonar - Heimir Örn Herbertsson lögmaður Í Fréttablaðinu þann 15. september sl. deildu Sigurjón Egilsson og Súsanna Svavarsdóttir með lesendum blaðsins hugleiðingum sínum um Gísla Martein Baldursson, frambjóðanda til 1. sætis á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Af skrifum þeirra verður helst ráðið að þau glími við djúpstæðan vanda gagnvart persónu frambjóðandans, hvort á sinn hátt. Sigurjón lýsir áhyggjum af íslenskum fjölmiðlum og viðbrögðum þeirra við framboði Gísla Marteins. Hann telur frambjóðandann trana sér fram í fjölmiðlum meira en góðu hófi gegnir en segir fjölmiðla verða að spyrja sig hvort rétt sé að gefa honum þá miklu athygli sem þeir gera. Þarna virðist Sigurjón vera að tala við sjálfan sig enda hefur Fréttablaðið verið einkar duglegt við að birta alls kyns frásagnir af frambjóðandanum allt frá því hann tilkynnti um framboð sitt. Mér er nær að halda að Sigurjón lesi ekki blaðið sem hann ritstýrir. Í þessari umfjöllun Fréttablaðsins hafa þau málefni á vettvangi borgarmálanna sem frambjóðandinn hefur lagt áherslu á reyndar ekki endilega verið í forgrunni heldur hefur blaðinu orðið tíðrætt um persónu hans. Enda afgreiðir Sigurjón málefni frambjóðandans, sem hugsanlega gætu jú verið skýring á athyglinni, á þann málefnalega hátt að segja: "... einhvern veginn hefur mér virst sem hann sé ekki alltaf sá sem veit mest og best." Takk fyrir það Sigurjón. Aðalatriðið er þó að framboð Gísla Marteins heyrir til tíðinda og þau sjónarmið sem hann hefur sett fram um málefni Reykjavíkurborgar eiga erindi við fólkið í borginni. Ekkert er sjálfsagðara en að fluttar séu fréttir af þessu. Vandi Súsönnu er persónulegs eðlis. Henni líkar hvorki stíll Gísla Marteins né röddin. Neikvæðnin og niðurrifið er allsráðandi í skrifum hennar og hún hefur ekkert uppbyggilegt þar fram að færa. Mér er með öllu hulið hvaða erindi þessi geðvonska í gagnrýnandanum fyrrverandi á við lesendur Fréttablaðsins. Komandi borgarstjórnarkosningar og prófkjör Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda þess hafa allt til að bera til að verða sögulegir atburðir. Gísli Marteinn hefur með framboði sínu og þeirri umræðu sem hann hefur staðið fyrir blásið ferskum vindi í stjórnmálaumræðuna. Bæði Sigurjón og Súsanna hafa lengi verið viðloðandi fjölmiðla með einum eða öðrum hætti. Því verður ekki trúað að þau hafi ekki merkilegri hluti fram að færa um þessi atriði en ólundarlegt nöldur um aukaatriði og, í tilfelli Súsönnu, hatursfullt skítkast í garð frambjóðandans, sem á ekki erindi við neinn. Í leiðara Sigurjóns er lagt út af hugleiðingu um framboð og eftirspurn. Ég hygg að það sé eftirspurn eftir Gísla Marteini, þeim sjónarmiðum sem hann hefur lýst um málefni Reykjavíkurborgar og þeim áherslum sem hann leggur upp með í stjórnmálaumræðunni. Að fjalla um hagsmunamál Reykvíkinga á jákvæðan, gagnrýnan en uppbyggilegan hátt. Af slíkum stjórnmálamönnum er hins vegar lítið framboð. Öðru máli gegnir um framlag Sigurjóns og Súsönnu. Það er enginn skortur á neikvæðni og nöldri eins og því sem þau láta birta eftir sig en þegar upp er staðið held ég að eftirspurnin eftir þess háttar sjónarmiðum sé lítil. Kannski Fréttablaðið mætti velta því aðeins fyrir sér?
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun