Flugvöllur í þágu allra landsmanna 29. september 2005 00:01 Reykjavíkurflugvöllur - Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi F-listans Á borgarstjórnarfundi 20. september sl. kom skýrt í ljós að F-listinn er eina aflið í borgarstjórn Reykjavíkur, sem vill tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum lagði undirritaður fram svohljóðandi tillögu: "Borgarstjórn Reykjavíkur leggur áherslu á að tryggja beri áframhald innanlands-, sjúkra- og öryggisflugs á höfuðborgarsvæðinu og að ekki komi til greina að flytja Reykjavíkurflugvöll til Keflavíkur. Tekið er undir óskir óskir fólks hvaðanæva af landinu um að allir landsmenn eigi greiðan aðgang að stærstu sjúkrahúsum þjóðarinnar. Einnig þarf að vera mögulegt að mynda loftbrú til og frá höfuðborgarsvæðinu vegna náttúruhamfara eða mengunarslysa." Tillagan var kolfelld með atkvæðum allra borgarfulltrúa R- og D-lista gegn atkvæði undirritaðs. Sú niðurstaða afhjúpar kúvendingu D-listans í flugvallarmálinu, sem vill án skilyrða vísa flugvellinum úr borgarlandinu, og þar með beina leið til Keflavíkur. Að vísu reynir D-listinn að tala tungum tveim í flugvallarmálinu. Hann segist einn daginn fylgjandi flugvelli á höfuðborgarsvæðinu. Hinn daginn greiðir hann atkvæði gegn tillögu í borgarstjórn um að tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Þegar D-listinn lætur verkin tala fórnar hann þýðingarmiklum hagsmunum íbúa höfuðborgarsvæðisins fyrir fyrir tímabundinn ávinning í atkvæðasmölun. Þar á bæ hefur tækifærismennskan öll völd og hringlandahátturinn í Vatnsmýrarmálinu er apaður eftir R-listanum. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var blekið varla þornað eftir undirritun samkomulags borgaryfirvalda og samgönguráðherra um endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar þegar R-listinn vildi vísa flugvellinum úr borgarlandinu. Samkomulagið frá 1999 festi flugvöllinn í Vatnsmýrinni í sessi til ársins 2024, en skyndilega vildu borgaryfirvöld völlinn á brott fyrir þann tíma. Það nýjasta í málefnum Vatnsmýrarinnar er fyrihuguð hugmyndasamkeppni um skipulag þar án flugvallar, sem er ekki á leiðinni úr borgarlandinu a.m.k. næstu 19 árin. Slík hugmyndasamkeppni fyrir 100 milljónir króna er með öllu ótímabær og nýting þessara fjármuna fráleit.. Þó að hugmyndir um allt að 20.000 manna byggð í Vatnsmýri kunni að líta vel út á teikniborði mættu hugmyndasmiðir R- og D-lista tylla þó ekki væri nema öðrum fæti á jörðina. Erfitt væri að tengja umferð vegna svo mikillar byggðar vestan við Öskjuhlíðna við aðrar umferðaræðar í borgarlandinu. Fullyrða má að slík ofurbyggð í Vatnsmýri myndi leiða af sér mun stærri umferðarhnúta vestan Kringlumýrarbrautar en við höfum áður kynnst. Skynsamlegra væri að haga málum þannig að hófleg uppbygging ætti sér stað í norðurhluta Vatnsmýrarinnar og halda eftir flugvelli í suðurhlutanum. Austur/vestur braut flugvallarins veldur borgarbúum litlum ama og vel má færa til norður/suður brautina þannig að flug leggist af yfir miðborginni. Þó að undirritaður telji það góðan kost að flytja flugvöllinn á Álftanesið er ólíklegt að íbúar þar og samgönguyfirvöld féllust á það. Samgönguráðherra hefur gefið í skyn að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður og fluttur til Keflavíkur ef borgaryfirvöld vísa vellinum úr borgarlandinu. Á meðan svo er þarf að gera áfram ráð fyrir flugvelli í Vatnsmýrinni en í breyttri mynd. Þannig mætti ná sátt milli þarfarinnar fyrir uppbyggingu í Vatnsmýrinni og flugsamgangna milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur - Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi F-listans Á borgarstjórnarfundi 20. september sl. kom skýrt í ljós að F-listinn er eina aflið í borgarstjórn Reykjavíkur, sem vill tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum lagði undirritaður fram svohljóðandi tillögu: "Borgarstjórn Reykjavíkur leggur áherslu á að tryggja beri áframhald innanlands-, sjúkra- og öryggisflugs á höfuðborgarsvæðinu og að ekki komi til greina að flytja Reykjavíkurflugvöll til Keflavíkur. Tekið er undir óskir óskir fólks hvaðanæva af landinu um að allir landsmenn eigi greiðan aðgang að stærstu sjúkrahúsum þjóðarinnar. Einnig þarf að vera mögulegt að mynda loftbrú til og frá höfuðborgarsvæðinu vegna náttúruhamfara eða mengunarslysa." Tillagan var kolfelld með atkvæðum allra borgarfulltrúa R- og D-lista gegn atkvæði undirritaðs. Sú niðurstaða afhjúpar kúvendingu D-listans í flugvallarmálinu, sem vill án skilyrða vísa flugvellinum úr borgarlandinu, og þar með beina leið til Keflavíkur. Að vísu reynir D-listinn að tala tungum tveim í flugvallarmálinu. Hann segist einn daginn fylgjandi flugvelli á höfuðborgarsvæðinu. Hinn daginn greiðir hann atkvæði gegn tillögu í borgarstjórn um að tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Þegar D-listinn lætur verkin tala fórnar hann þýðingarmiklum hagsmunum íbúa höfuðborgarsvæðisins fyrir fyrir tímabundinn ávinning í atkvæðasmölun. Þar á bæ hefur tækifærismennskan öll völd og hringlandahátturinn í Vatnsmýrarmálinu er apaður eftir R-listanum. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var blekið varla þornað eftir undirritun samkomulags borgaryfirvalda og samgönguráðherra um endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar þegar R-listinn vildi vísa flugvellinum úr borgarlandinu. Samkomulagið frá 1999 festi flugvöllinn í Vatnsmýrinni í sessi til ársins 2024, en skyndilega vildu borgaryfirvöld völlinn á brott fyrir þann tíma. Það nýjasta í málefnum Vatnsmýrarinnar er fyrihuguð hugmyndasamkeppni um skipulag þar án flugvallar, sem er ekki á leiðinni úr borgarlandinu a.m.k. næstu 19 árin. Slík hugmyndasamkeppni fyrir 100 milljónir króna er með öllu ótímabær og nýting þessara fjármuna fráleit.. Þó að hugmyndir um allt að 20.000 manna byggð í Vatnsmýri kunni að líta vel út á teikniborði mættu hugmyndasmiðir R- og D-lista tylla þó ekki væri nema öðrum fæti á jörðina. Erfitt væri að tengja umferð vegna svo mikillar byggðar vestan við Öskjuhlíðna við aðrar umferðaræðar í borgarlandinu. Fullyrða má að slík ofurbyggð í Vatnsmýri myndi leiða af sér mun stærri umferðarhnúta vestan Kringlumýrarbrautar en við höfum áður kynnst. Skynsamlegra væri að haga málum þannig að hófleg uppbygging ætti sér stað í norðurhluta Vatnsmýrarinnar og halda eftir flugvelli í suðurhlutanum. Austur/vestur braut flugvallarins veldur borgarbúum litlum ama og vel má færa til norður/suður brautina þannig að flug leggist af yfir miðborginni. Þó að undirritaður telji það góðan kost að flytja flugvöllinn á Álftanesið er ólíklegt að íbúar þar og samgönguyfirvöld féllust á það. Samgönguráðherra hefur gefið í skyn að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður og fluttur til Keflavíkur ef borgaryfirvöld vísa vellinum úr borgarlandinu. Á meðan svo er þarf að gera áfram ráð fyrir flugvelli í Vatnsmýrinni en í breyttri mynd. Þannig mætti ná sátt milli þarfarinnar fyrir uppbyggingu í Vatnsmýrinni og flugsamgangna milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar