Flugvöllur í þágu allra landsmanna 29. september 2005 00:01 Reykjavíkurflugvöllur - Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi F-listans Á borgarstjórnarfundi 20. september sl. kom skýrt í ljós að F-listinn er eina aflið í borgarstjórn Reykjavíkur, sem vill tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum lagði undirritaður fram svohljóðandi tillögu: "Borgarstjórn Reykjavíkur leggur áherslu á að tryggja beri áframhald innanlands-, sjúkra- og öryggisflugs á höfuðborgarsvæðinu og að ekki komi til greina að flytja Reykjavíkurflugvöll til Keflavíkur. Tekið er undir óskir óskir fólks hvaðanæva af landinu um að allir landsmenn eigi greiðan aðgang að stærstu sjúkrahúsum þjóðarinnar. Einnig þarf að vera mögulegt að mynda loftbrú til og frá höfuðborgarsvæðinu vegna náttúruhamfara eða mengunarslysa." Tillagan var kolfelld með atkvæðum allra borgarfulltrúa R- og D-lista gegn atkvæði undirritaðs. Sú niðurstaða afhjúpar kúvendingu D-listans í flugvallarmálinu, sem vill án skilyrða vísa flugvellinum úr borgarlandinu, og þar með beina leið til Keflavíkur. Að vísu reynir D-listinn að tala tungum tveim í flugvallarmálinu. Hann segist einn daginn fylgjandi flugvelli á höfuðborgarsvæðinu. Hinn daginn greiðir hann atkvæði gegn tillögu í borgarstjórn um að tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Þegar D-listinn lætur verkin tala fórnar hann þýðingarmiklum hagsmunum íbúa höfuðborgarsvæðisins fyrir fyrir tímabundinn ávinning í atkvæðasmölun. Þar á bæ hefur tækifærismennskan öll völd og hringlandahátturinn í Vatnsmýrarmálinu er apaður eftir R-listanum. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var blekið varla þornað eftir undirritun samkomulags borgaryfirvalda og samgönguráðherra um endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar þegar R-listinn vildi vísa flugvellinum úr borgarlandinu. Samkomulagið frá 1999 festi flugvöllinn í Vatnsmýrinni í sessi til ársins 2024, en skyndilega vildu borgaryfirvöld völlinn á brott fyrir þann tíma. Það nýjasta í málefnum Vatnsmýrarinnar er fyrihuguð hugmyndasamkeppni um skipulag þar án flugvallar, sem er ekki á leiðinni úr borgarlandinu a.m.k. næstu 19 árin. Slík hugmyndasamkeppni fyrir 100 milljónir króna er með öllu ótímabær og nýting þessara fjármuna fráleit.. Þó að hugmyndir um allt að 20.000 manna byggð í Vatnsmýri kunni að líta vel út á teikniborði mættu hugmyndasmiðir R- og D-lista tylla þó ekki væri nema öðrum fæti á jörðina. Erfitt væri að tengja umferð vegna svo mikillar byggðar vestan við Öskjuhlíðna við aðrar umferðaræðar í borgarlandinu. Fullyrða má að slík ofurbyggð í Vatnsmýri myndi leiða af sér mun stærri umferðarhnúta vestan Kringlumýrarbrautar en við höfum áður kynnst. Skynsamlegra væri að haga málum þannig að hófleg uppbygging ætti sér stað í norðurhluta Vatnsmýrarinnar og halda eftir flugvelli í suðurhlutanum. Austur/vestur braut flugvallarins veldur borgarbúum litlum ama og vel má færa til norður/suður brautina þannig að flug leggist af yfir miðborginni. Þó að undirritaður telji það góðan kost að flytja flugvöllinn á Álftanesið er ólíklegt að íbúar þar og samgönguyfirvöld féllust á það. Samgönguráðherra hefur gefið í skyn að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður og fluttur til Keflavíkur ef borgaryfirvöld vísa vellinum úr borgarlandinu. Á meðan svo er þarf að gera áfram ráð fyrir flugvelli í Vatnsmýrinni en í breyttri mynd. Þannig mætti ná sátt milli þarfarinnar fyrir uppbyggingu í Vatnsmýrinni og flugsamgangna milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur - Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi F-listans Á borgarstjórnarfundi 20. september sl. kom skýrt í ljós að F-listinn er eina aflið í borgarstjórn Reykjavíkur, sem vill tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum lagði undirritaður fram svohljóðandi tillögu: "Borgarstjórn Reykjavíkur leggur áherslu á að tryggja beri áframhald innanlands-, sjúkra- og öryggisflugs á höfuðborgarsvæðinu og að ekki komi til greina að flytja Reykjavíkurflugvöll til Keflavíkur. Tekið er undir óskir óskir fólks hvaðanæva af landinu um að allir landsmenn eigi greiðan aðgang að stærstu sjúkrahúsum þjóðarinnar. Einnig þarf að vera mögulegt að mynda loftbrú til og frá höfuðborgarsvæðinu vegna náttúruhamfara eða mengunarslysa." Tillagan var kolfelld með atkvæðum allra borgarfulltrúa R- og D-lista gegn atkvæði undirritaðs. Sú niðurstaða afhjúpar kúvendingu D-listans í flugvallarmálinu, sem vill án skilyrða vísa flugvellinum úr borgarlandinu, og þar með beina leið til Keflavíkur. Að vísu reynir D-listinn að tala tungum tveim í flugvallarmálinu. Hann segist einn daginn fylgjandi flugvelli á höfuðborgarsvæðinu. Hinn daginn greiðir hann atkvæði gegn tillögu í borgarstjórn um að tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Þegar D-listinn lætur verkin tala fórnar hann þýðingarmiklum hagsmunum íbúa höfuðborgarsvæðisins fyrir fyrir tímabundinn ávinning í atkvæðasmölun. Þar á bæ hefur tækifærismennskan öll völd og hringlandahátturinn í Vatnsmýrarmálinu er apaður eftir R-listanum. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var blekið varla þornað eftir undirritun samkomulags borgaryfirvalda og samgönguráðherra um endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar þegar R-listinn vildi vísa flugvellinum úr borgarlandinu. Samkomulagið frá 1999 festi flugvöllinn í Vatnsmýrinni í sessi til ársins 2024, en skyndilega vildu borgaryfirvöld völlinn á brott fyrir þann tíma. Það nýjasta í málefnum Vatnsmýrarinnar er fyrihuguð hugmyndasamkeppni um skipulag þar án flugvallar, sem er ekki á leiðinni úr borgarlandinu a.m.k. næstu 19 árin. Slík hugmyndasamkeppni fyrir 100 milljónir króna er með öllu ótímabær og nýting þessara fjármuna fráleit.. Þó að hugmyndir um allt að 20.000 manna byggð í Vatnsmýri kunni að líta vel út á teikniborði mættu hugmyndasmiðir R- og D-lista tylla þó ekki væri nema öðrum fæti á jörðina. Erfitt væri að tengja umferð vegna svo mikillar byggðar vestan við Öskjuhlíðna við aðrar umferðaræðar í borgarlandinu. Fullyrða má að slík ofurbyggð í Vatnsmýri myndi leiða af sér mun stærri umferðarhnúta vestan Kringlumýrarbrautar en við höfum áður kynnst. Skynsamlegra væri að haga málum þannig að hófleg uppbygging ætti sér stað í norðurhluta Vatnsmýrarinnar og halda eftir flugvelli í suðurhlutanum. Austur/vestur braut flugvallarins veldur borgarbúum litlum ama og vel má færa til norður/suður brautina þannig að flug leggist af yfir miðborginni. Þó að undirritaður telji það góðan kost að flytja flugvöllinn á Álftanesið er ólíklegt að íbúar þar og samgönguyfirvöld féllust á það. Samgönguráðherra hefur gefið í skyn að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður og fluttur til Keflavíkur ef borgaryfirvöld vísa vellinum úr borgarlandinu. Á meðan svo er þarf að gera áfram ráð fyrir flugvelli í Vatnsmýrinni en í breyttri mynd. Þannig mætti ná sátt milli þarfarinnar fyrir uppbyggingu í Vatnsmýrinni og flugsamgangna milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun