Áttundi sigur New Jersey í röð 31. desember 2005 15:39 Vince Carter skoraði 37 stig gegn Atlanta í nótt en sigurinn var sá áttundi í röð hjá liðinu, sem virðist loksins vera að finna taktinn eftir afar daufa byrjun í vetur NordicPhotos/GettyImages New Jersey Nets vann sinn áttunda leik í röð í nótt þegar liðið sigraði Atlanta Hawks 99-91. Vince Carter skoraði 37 stig fyrir New Jersey, en Al Harrington var atkvæðamestur hjá Atlanta með 26 stig. Alls voru spilaðir níu leikir í deildinni í nótt. Toronto vann mjög óvæntan sigur á Indiana á útivelli 99-97. Charlie Villanueva skoraði 25 stig fyrir Toronto, en Stephen Jackson skoraði 23 fyrir Indiana. Orlando burstaði Minnesota 107-87. Jameer Nelson skoraði 25 stig fyrir Orlando, en Kevin Garnett var með 29 stig og 11 fráköst hjá Minnesota. Miami sigraði Washington 128-113, en Miami hefur ekki tapað fyrir Washington síðan Michael Jordan spilaði með liðinu árið 2003. Gilbert Arenas skoraði 47 stig í leiknum sem er persónulegt met, en Dwayne Wade skoraði 34 stig fyrir Miami. Phoenix sigraði Charlotte 110-100. Eddie House skoraði 26 stig fyrir Phoenix, en Keith Bogans var með 18 hjá Charlotte. Golden State vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas á útivelli. Baron Davis var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig, sem er það mesta sem hann hefur skorað í vetur, en Dirk Nowitzki skoraði 24 stig og hirti 9 fráköst hjá Dallas. Þetta var fyrsti leikur Dallas í vetur þar sem liðið nær að stilla upp sínu sterkasta liði eftir að vera búið að endurheimta alla menn sína úr langvarandi meiðslum. Milwaukee sigraði New York 113-108, þrátt fyrir að vera án TJ Ford sem verður frá í þrjár vikur vegna meiðsla. Mo Williams skoraði 30 stig fyrir Milwaukee eftir að hafa tekið stöðu Ford í byrjunarliðinu, en Stephon Marbury skoraði 23 stig fyrir heillum horfið lið New York. Memphis sigraði Portland 93-90, en leikstjórnandinn Damon Stoudamire meiddist í leiknum og verður frá í nokkurn tíma. Mike Miller var stigahæstur í liði Memphis með 23 stig, en Ruben Patterson skoraði 22 fyrir Portland. Að lokum vann Sacramento góðan sigur á Boston 116-112. Mike Bibby skoraði 33 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Sacramento, en Ricky Davis skoraði sömuleiðis 33 fyrir Boston. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
New Jersey Nets vann sinn áttunda leik í röð í nótt þegar liðið sigraði Atlanta Hawks 99-91. Vince Carter skoraði 37 stig fyrir New Jersey, en Al Harrington var atkvæðamestur hjá Atlanta með 26 stig. Alls voru spilaðir níu leikir í deildinni í nótt. Toronto vann mjög óvæntan sigur á Indiana á útivelli 99-97. Charlie Villanueva skoraði 25 stig fyrir Toronto, en Stephen Jackson skoraði 23 fyrir Indiana. Orlando burstaði Minnesota 107-87. Jameer Nelson skoraði 25 stig fyrir Orlando, en Kevin Garnett var með 29 stig og 11 fráköst hjá Minnesota. Miami sigraði Washington 128-113, en Miami hefur ekki tapað fyrir Washington síðan Michael Jordan spilaði með liðinu árið 2003. Gilbert Arenas skoraði 47 stig í leiknum sem er persónulegt met, en Dwayne Wade skoraði 34 stig fyrir Miami. Phoenix sigraði Charlotte 110-100. Eddie House skoraði 26 stig fyrir Phoenix, en Keith Bogans var með 18 hjá Charlotte. Golden State vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas á útivelli. Baron Davis var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig, sem er það mesta sem hann hefur skorað í vetur, en Dirk Nowitzki skoraði 24 stig og hirti 9 fráköst hjá Dallas. Þetta var fyrsti leikur Dallas í vetur þar sem liðið nær að stilla upp sínu sterkasta liði eftir að vera búið að endurheimta alla menn sína úr langvarandi meiðslum. Milwaukee sigraði New York 113-108, þrátt fyrir að vera án TJ Ford sem verður frá í þrjár vikur vegna meiðsla. Mo Williams skoraði 30 stig fyrir Milwaukee eftir að hafa tekið stöðu Ford í byrjunarliðinu, en Stephon Marbury skoraði 23 stig fyrir heillum horfið lið New York. Memphis sigraði Portland 93-90, en leikstjórnandinn Damon Stoudamire meiddist í leiknum og verður frá í nokkurn tíma. Mike Miller var stigahæstur í liði Memphis með 23 stig, en Ruben Patterson skoraði 22 fyrir Portland. Að lokum vann Sacramento góðan sigur á Boston 116-112. Mike Bibby skoraði 33 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Sacramento, en Ricky Davis skoraði sömuleiðis 33 fyrir Boston.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira