Hækkun íbúðaverðs eykur greiðslubyrði 11. júlí 2006 07:30 Guðlaugur Stefánsson Verðhækkun fasteigna hefur leitt til mun meiri hækkunar á greiðslubyrði íbúðalána heldur en vaxtahækkunin. Þetta sýna útreikningar sem Samtök atvinnulífsins hafa gert. Borin eru saman kaup á 85 fermetra, þriggja herbergja íbúð í Grafarholti. Í öðru tilvikinu var íbúðin keypt í maí 2006 og var greiðslubyrði af sextán milljóna króna láni með 4,95 prósenta vöxtum tæpar 77 þúsund krónur á mánuði. Ef íbúðin hefði verið keypt í nóvember 2004 og tekið áttatíu prósenta lán upp á rúmar 11,5 milljónir króna með 4,15 prósenta vöxtum hefði greiðslubyrðin verið tæpar fimmtíu þúsund krónur. Þarna munar því rúmum 27 þúsund krónum, þar af eru ríflega 21 þúsund krónur vegna verðhækkunarinnar og aðeins tæpar sex þúsund krónur vegna vaxtahækkunar. „Fyrir unga fólkið, sem er að kaupa íbúð í fyrsta sinn, skiptir öllu máli að fasteignaverðið hætti að hækka og helst að það lækki,“ segir Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. „Það getur verið skynsamlegt fyrir fólk að fresta því að festa kaup á sinni fyrstu íbúð meðan verðið er svona hátt. Ástæðan fyrir aukinni greiðslubyrði er þetta háa fasteignaverð en ekki svo mjög hækkandi vaxtabyrði. Vaxtabyrðin vegur í rauninni fremur létt eins og útreikningarnir sýna. Ef það væri vaxtabyrðin sem yki greiðslubyrðina þá fengi fólk það að hluta til bætt í vaxtabótum, en það er ekki í raunin í þessu tilviki.“ Guðlaugur telur hugsanlegt að fasteignaverð fari lækkandi og telur það eðlilegt en segir ekki æskilegt að það verði neinar „kollsteypur þarna frekar en annars staðar. Það liggur ljóst fyrir að verðið hefur hækkað töluvert umfram framleiðslukostnað. Það er mikið framboð af nýju húsnæði á markaðnum en upplýsingar benda til að það sé einhver sölutregða að verða og ekki er ólíklegt að það komi til einhverrar lækkunar. Fyrir þá sem ekki eiga húsnæði fyrir skiptir það máli.“ Guðlaugur bendir á að þróunin hafi sýnt að það hafi stundum orðið allt að þrjátíu til fjörutíu prósenta verðhækkun á ári og segir ekki óeðlilegt að það gangi að einhverju leyti til baka. Fasteignaverð hafi hækkað það mikið og langt umfram verðlag ef litið sé mörg ár aftur í tímann. Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Verðhækkun fasteigna hefur leitt til mun meiri hækkunar á greiðslubyrði íbúðalána heldur en vaxtahækkunin. Þetta sýna útreikningar sem Samtök atvinnulífsins hafa gert. Borin eru saman kaup á 85 fermetra, þriggja herbergja íbúð í Grafarholti. Í öðru tilvikinu var íbúðin keypt í maí 2006 og var greiðslubyrði af sextán milljóna króna láni með 4,95 prósenta vöxtum tæpar 77 þúsund krónur á mánuði. Ef íbúðin hefði verið keypt í nóvember 2004 og tekið áttatíu prósenta lán upp á rúmar 11,5 milljónir króna með 4,15 prósenta vöxtum hefði greiðslubyrðin verið tæpar fimmtíu þúsund krónur. Þarna munar því rúmum 27 þúsund krónum, þar af eru ríflega 21 þúsund krónur vegna verðhækkunarinnar og aðeins tæpar sex þúsund krónur vegna vaxtahækkunar. „Fyrir unga fólkið, sem er að kaupa íbúð í fyrsta sinn, skiptir öllu máli að fasteignaverðið hætti að hækka og helst að það lækki,“ segir Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. „Það getur verið skynsamlegt fyrir fólk að fresta því að festa kaup á sinni fyrstu íbúð meðan verðið er svona hátt. Ástæðan fyrir aukinni greiðslubyrði er þetta háa fasteignaverð en ekki svo mjög hækkandi vaxtabyrði. Vaxtabyrðin vegur í rauninni fremur létt eins og útreikningarnir sýna. Ef það væri vaxtabyrðin sem yki greiðslubyrðina þá fengi fólk það að hluta til bætt í vaxtabótum, en það er ekki í raunin í þessu tilviki.“ Guðlaugur telur hugsanlegt að fasteignaverð fari lækkandi og telur það eðlilegt en segir ekki æskilegt að það verði neinar „kollsteypur þarna frekar en annars staðar. Það liggur ljóst fyrir að verðið hefur hækkað töluvert umfram framleiðslukostnað. Það er mikið framboð af nýju húsnæði á markaðnum en upplýsingar benda til að það sé einhver sölutregða að verða og ekki er ólíklegt að það komi til einhverrar lækkunar. Fyrir þá sem ekki eiga húsnæði fyrir skiptir það máli.“ Guðlaugur bendir á að þróunin hafi sýnt að það hafi stundum orðið allt að þrjátíu til fjörutíu prósenta verðhækkun á ári og segir ekki óeðlilegt að það gangi að einhverju leyti til baka. Fasteignaverð hafi hækkað það mikið og langt umfram verðlag ef litið sé mörg ár aftur í tímann.
Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira