Gengi bréfa í Rosneft undir væntingum 19. júlí 2006 15:22 Míkhaíl Khodorkovskí, fyrrum stofnandi og forstjóri olíurisans Yukos, var dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu vegna skattsvika fyrirtækisins. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í rússneska ríkisolíufyrirtæki Rosneft lækkuðu um 1 sent á hlut þegar viðskipti með 10 prósenta hlut í félaginu hófst í kauphöll Lundúna í Bretlandi í dag. Meginstoð Rosneft er olíuvinnslufyrirtækið Yukansk, sem eitt sinn heyrði undir rússneska olíurisann Yukos. Rússneska ríkið tók það eignarnámi árið 2004 vegna meintra skattasvika stjórnenda og í kjölfarið var Míkhaíl Khodorkovskí, stofnandi og eigandi Yukos, dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu. Er stjórnvöldum gefið að sök að hafa með dóminum einungis verið að stöðva væntanlegan frama hans í stjórnmálum en Khodorkovskí er andstæðingur Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. Yukos, sem er gjaldþrota fyrirtæki en eftir sem áður í eigu Khodorkovskís og fleiri fjárfesta, reyndi að fá dómstól í Bretlandi til að stöðva viðskipti með bréf í fyrirtækinu og líktu þeim við sölu á þýfi. Dómari heimilaði viðskiptin í gær og hefur Yukos áfrýjað málinu. Opnunarverð í bréfum Rosneft var 7,55 dalir á hlut en fóru í fyrstu viðskiptum niður í 7,49 dali á hlut. Þegar á leið stóðu þau í 7,54 dölum eða 1 senti undir útboðsgengi. Að sögn bandaríska og breskra fjölmiðla voru stærstu kaupendurnir jafnt fyrirtæki og fjárfestar sem vilja tryggja sér tengsl við stjórnvöld í Rússlandi og þykir harla ólíklegt að þeir selji þau í bráð. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Gengi hlutabréfa í rússneska ríkisolíufyrirtæki Rosneft lækkuðu um 1 sent á hlut þegar viðskipti með 10 prósenta hlut í félaginu hófst í kauphöll Lundúna í Bretlandi í dag. Meginstoð Rosneft er olíuvinnslufyrirtækið Yukansk, sem eitt sinn heyrði undir rússneska olíurisann Yukos. Rússneska ríkið tók það eignarnámi árið 2004 vegna meintra skattasvika stjórnenda og í kjölfarið var Míkhaíl Khodorkovskí, stofnandi og eigandi Yukos, dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu. Er stjórnvöldum gefið að sök að hafa með dóminum einungis verið að stöðva væntanlegan frama hans í stjórnmálum en Khodorkovskí er andstæðingur Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. Yukos, sem er gjaldþrota fyrirtæki en eftir sem áður í eigu Khodorkovskís og fleiri fjárfesta, reyndi að fá dómstól í Bretlandi til að stöðva viðskipti með bréf í fyrirtækinu og líktu þeim við sölu á þýfi. Dómari heimilaði viðskiptin í gær og hefur Yukos áfrýjað málinu. Opnunarverð í bréfum Rosneft var 7,55 dalir á hlut en fóru í fyrstu viðskiptum niður í 7,49 dali á hlut. Þegar á leið stóðu þau í 7,54 dölum eða 1 senti undir útboðsgengi. Að sögn bandaríska og breskra fjölmiðla voru stærstu kaupendurnir jafnt fyrirtæki og fjárfestar sem vilja tryggja sér tengsl við stjórnvöld í Rússlandi og þykir harla ólíklegt að þeir selji þau í bráð.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira