Vill rannsaka mávavandann 21. júlí 2006 07:45 Guðmundur Björnsson og mávarnir Rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg segir að varlega sé farið í veiðunum til að trufla ekki borgarbúa. Fáir vilji sjá máva skotna, þó að mikill vilji sé fyrir því að það sé gert. MYND/Heiða Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg, segir átak til að fækka mávum innan borgarinnar ganga vel. „Við höfum unnið í þessu undanfarin ár, en nú er þetta orðið átak og meiri vinna lögð í þetta,“ segir Guðmundur. „Fólk vill losna við mávana, en ekki sjá eða vita neitt af því þegar þeir eru skotnir.“ Mávarnir eru drepnir í eyjunum í nágrenni borgarinnar og við ströndina, en þeir eru einnig skotnir við Tjörnina. Að sögn Guðmundar hafa verið uppi hugmyndir um að byrla mávunum svefnlyf með því að setja brauðmola með lyfinu á eggin í hreiðrum mávanna. Mávarnir myndu þá borða svefnlyfið og auðveldara yrði að ná til þeirra. Guðmundur segir þetta hafa reynst vel erlendis. Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir meindýravarnir einungis hafa leyfi til að skjóta máva í eyjunum, en ekki við Tjörnina og á öðrum stöðum í borginni. Hún segir ýmsar aðrar hugmyndir vera til staðar til að hafa stjórn á mávunum. „Við höfum rætt það við ýmsa og fáum þau viðbrögð að það sé of dýrt, en enginn spyr hvað kostar að borga þessum skotveiðimönnum,“ segir Sigríður. „Til dæmis væri hægt að fá borgarbúa með góðu til að hætta að gefa brauð við Tjörnina á sumrin. Fólki finnst það gaman, en um leið er verið að festa mávinn í sessi. Gæsirnar og endurnar afla fæðu með öðrum leiðum.“ Sigríður telur einnig að með veiðunum hafi mávurinn jafnvel verið flæmdur inn í borgina. Hægt væri að hafa fóðurhauga við ströndina, lokka mávana þangað með brauðgjöfum og ná þeim þar. „Auk þess hefur margt misfarist í fuglavarpi, ekki bara hjá mávum, heldur til dæmis kríum og lundum. Þetta er órannsakað mál,“ segir Sigríður. „Borgarbúar vilja allir sem einn að við fækkum aðeins í þessari plágu og það er um að gera að við séum öll samtaka í því,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar. „Við erum ekki að reyna að útrýma fuglinum, heldur bara að gefa fólki tækifæri til að njóta borgarinnar án truflunar. Það á að gera þetta þannig að borgarbúar verði ekki fyrir ónæði og öllum reglum er fylgt út í ystu æsar.“ Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg, segir átak til að fækka mávum innan borgarinnar ganga vel. „Við höfum unnið í þessu undanfarin ár, en nú er þetta orðið átak og meiri vinna lögð í þetta,“ segir Guðmundur. „Fólk vill losna við mávana, en ekki sjá eða vita neitt af því þegar þeir eru skotnir.“ Mávarnir eru drepnir í eyjunum í nágrenni borgarinnar og við ströndina, en þeir eru einnig skotnir við Tjörnina. Að sögn Guðmundar hafa verið uppi hugmyndir um að byrla mávunum svefnlyf með því að setja brauðmola með lyfinu á eggin í hreiðrum mávanna. Mávarnir myndu þá borða svefnlyfið og auðveldara yrði að ná til þeirra. Guðmundur segir þetta hafa reynst vel erlendis. Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir meindýravarnir einungis hafa leyfi til að skjóta máva í eyjunum, en ekki við Tjörnina og á öðrum stöðum í borginni. Hún segir ýmsar aðrar hugmyndir vera til staðar til að hafa stjórn á mávunum. „Við höfum rætt það við ýmsa og fáum þau viðbrögð að það sé of dýrt, en enginn spyr hvað kostar að borga þessum skotveiðimönnum,“ segir Sigríður. „Til dæmis væri hægt að fá borgarbúa með góðu til að hætta að gefa brauð við Tjörnina á sumrin. Fólki finnst það gaman, en um leið er verið að festa mávinn í sessi. Gæsirnar og endurnar afla fæðu með öðrum leiðum.“ Sigríður telur einnig að með veiðunum hafi mávurinn jafnvel verið flæmdur inn í borgina. Hægt væri að hafa fóðurhauga við ströndina, lokka mávana þangað með brauðgjöfum og ná þeim þar. „Auk þess hefur margt misfarist í fuglavarpi, ekki bara hjá mávum, heldur til dæmis kríum og lundum. Þetta er órannsakað mál,“ segir Sigríður. „Borgarbúar vilja allir sem einn að við fækkum aðeins í þessari plágu og það er um að gera að við séum öll samtaka í því,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar. „Við erum ekki að reyna að útrýma fuglinum, heldur bara að gefa fólki tækifæri til að njóta borgarinnar án truflunar. Það á að gera þetta þannig að borgarbúar verði ekki fyrir ónæði og öllum reglum er fylgt út í ystu æsar.“
Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira