Viðskipti erlent

Enn hækkar olíuverðið

Olíuvinnslustöð í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Olíuvinnslustöð í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í dag, annan daginn í röð, á helstu mörkuðum. Verðið fór í sögulegt hámark fyrir viku og lækkaði upp frá því allt þar til í gær.

Helsta ástæðan fyrir hækkununum í dag er vaxandi spenna fyrir botni Miðjarðarhafs, sér í lagi vegna átaka Ísraela og Líbana.

Hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 42 sent í verði á markaði í New York í Bandaríkjunum og fór í 73,08 dali á tunnu.

Norðursjávarolía, sem afhent verður í september, hækkaði hins vegar um 55 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 74,27 dali á tunnu.

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir verðhækkanir á eldsneyti geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×