Meðferðarúrræði úr takt við tímann 24. júlí 2006 06:30 Elín Ebba Ásmundsdóttir Meðlimur Hugarafls. Elín Ebba Ásmundsdóttir hefur starfað við geðdeild Landspítalans í tæp 25 ár og gegnir nú stöðu forstöðuiðjuþjálfa við deildina. Elín er ósátt við stefnu spítalans í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og vill sjá breytingar. Elín er nú í námsleyfi og í tengslum við námið vann hún úr notendarannsókn meðal geðsjúkra þar sem kemur í ljós að engin ein leið er sú rétta í átt að bata og engin ein stétt sem ætti að hafa forræðið þegar kemur að meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka. „Ég vil minnka umsvif geðdeildar LSH og færa þjónustuna sem mest í nærumhverfi fólks þar sem unnið er út frá styrkleikum og þátttöku í samfélaginu og því að gera fólk betur í stakk búið að komast aftur út í samfélagið. Það vinnst svo takmarkaður árangur með því að taka fólk út úr samfélaginu til að lækna það eins og gert er á geðdeild LSH.“ Elín lýsir ánægju með tilraunaverkefnið Ný leið fyrir unglinga í vanda sem hleypt var af stokkunum nú um helgina og vill sjá sams konar úrræði fyrir geðsjúka. Elín er enn fremur mjög ósátt við þá stéttaskiptingu sem er við lýði á geðdeild Landspítalans en þar spila læknar og hjúkrunarfræðingar stærsta hlutverkið. „Í nýju stjórnskipulagi var sú leið farin að setja hjúkrunarfræðing og lækni yfir flest svið á LSH og sú breyting gerð að nýskipaðir yfirmenn fengu aukin völd og bera þeir nú alfarið ábyrgð á fjárhag og starfsemi deildanna.“ Elín segist hafa litla trú á því stjórnarfyrirkomulagi sem ríki innan LSH og segir tilkomu hátæknisjúkrahúss engu bæta þar um. „Þrátt fyrir innihaldsfagra starfsmannastefnu spítalans er það staðreynd að starfsfólk hans er mismikils metið og hefur mismikil áhrif.“ Elín hefur háð launabaráttu við LSH og finnur sárlega til þess að sitja ekki við sama borð og aðrir hærra settir í valdapýramída spítalans. „Ég hef ekki sama bakland og yfirlæknar LSH, sem hafa töluvert hærri tekjur en ég og hafa þar af leiðandi efni á að ráða sér lögfræðing ef þeim finnst á sér brotið og fara með málið til Hæstaréttar.“ Elín segir að í seinni tíð sé það orðin lenska að starfsfólk LSH annað hvort yfirgefi spítalann eða fari í mál því lítið rúm sé fyrir skiptar skoðanir og lítið sé hlustað á raddir starfsfólks sem séu á skjön við ríkjandi fyrirkomulag. Elín segir að lokum mikilvægt að fólk láti í ljós skoðanir sínar á starfsemi LSH, ekki síst í ljósi þess að spítalinn sé í eigu allra landsmanna. Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Elín Ebba Ásmundsdóttir hefur starfað við geðdeild Landspítalans í tæp 25 ár og gegnir nú stöðu forstöðuiðjuþjálfa við deildina. Elín er ósátt við stefnu spítalans í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og vill sjá breytingar. Elín er nú í námsleyfi og í tengslum við námið vann hún úr notendarannsókn meðal geðsjúkra þar sem kemur í ljós að engin ein leið er sú rétta í átt að bata og engin ein stétt sem ætti að hafa forræðið þegar kemur að meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka. „Ég vil minnka umsvif geðdeildar LSH og færa þjónustuna sem mest í nærumhverfi fólks þar sem unnið er út frá styrkleikum og þátttöku í samfélaginu og því að gera fólk betur í stakk búið að komast aftur út í samfélagið. Það vinnst svo takmarkaður árangur með því að taka fólk út úr samfélaginu til að lækna það eins og gert er á geðdeild LSH.“ Elín lýsir ánægju með tilraunaverkefnið Ný leið fyrir unglinga í vanda sem hleypt var af stokkunum nú um helgina og vill sjá sams konar úrræði fyrir geðsjúka. Elín er enn fremur mjög ósátt við þá stéttaskiptingu sem er við lýði á geðdeild Landspítalans en þar spila læknar og hjúkrunarfræðingar stærsta hlutverkið. „Í nýju stjórnskipulagi var sú leið farin að setja hjúkrunarfræðing og lækni yfir flest svið á LSH og sú breyting gerð að nýskipaðir yfirmenn fengu aukin völd og bera þeir nú alfarið ábyrgð á fjárhag og starfsemi deildanna.“ Elín segist hafa litla trú á því stjórnarfyrirkomulagi sem ríki innan LSH og segir tilkomu hátæknisjúkrahúss engu bæta þar um. „Þrátt fyrir innihaldsfagra starfsmannastefnu spítalans er það staðreynd að starfsfólk hans er mismikils metið og hefur mismikil áhrif.“ Elín hefur háð launabaráttu við LSH og finnur sárlega til þess að sitja ekki við sama borð og aðrir hærra settir í valdapýramída spítalans. „Ég hef ekki sama bakland og yfirlæknar LSH, sem hafa töluvert hærri tekjur en ég og hafa þar af leiðandi efni á að ráða sér lögfræðing ef þeim finnst á sér brotið og fara með málið til Hæstaréttar.“ Elín segir að í seinni tíð sé það orðin lenska að starfsfólk LSH annað hvort yfirgefi spítalann eða fari í mál því lítið rúm sé fyrir skiptar skoðanir og lítið sé hlustað á raddir starfsfólks sem séu á skjön við ríkjandi fyrirkomulag. Elín segir að lokum mikilvægt að fólk láti í ljós skoðanir sínar á starfsemi LSH, ekki síst í ljósi þess að spítalinn sé í eigu allra landsmanna.
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira