Meðferðarúrræði úr takt við tímann 24. júlí 2006 06:30 Elín Ebba Ásmundsdóttir Meðlimur Hugarafls. Elín Ebba Ásmundsdóttir hefur starfað við geðdeild Landspítalans í tæp 25 ár og gegnir nú stöðu forstöðuiðjuþjálfa við deildina. Elín er ósátt við stefnu spítalans í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og vill sjá breytingar. Elín er nú í námsleyfi og í tengslum við námið vann hún úr notendarannsókn meðal geðsjúkra þar sem kemur í ljós að engin ein leið er sú rétta í átt að bata og engin ein stétt sem ætti að hafa forræðið þegar kemur að meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka. „Ég vil minnka umsvif geðdeildar LSH og færa þjónustuna sem mest í nærumhverfi fólks þar sem unnið er út frá styrkleikum og þátttöku í samfélaginu og því að gera fólk betur í stakk búið að komast aftur út í samfélagið. Það vinnst svo takmarkaður árangur með því að taka fólk út úr samfélaginu til að lækna það eins og gert er á geðdeild LSH.“ Elín lýsir ánægju með tilraunaverkefnið Ný leið fyrir unglinga í vanda sem hleypt var af stokkunum nú um helgina og vill sjá sams konar úrræði fyrir geðsjúka. Elín er enn fremur mjög ósátt við þá stéttaskiptingu sem er við lýði á geðdeild Landspítalans en þar spila læknar og hjúkrunarfræðingar stærsta hlutverkið. „Í nýju stjórnskipulagi var sú leið farin að setja hjúkrunarfræðing og lækni yfir flest svið á LSH og sú breyting gerð að nýskipaðir yfirmenn fengu aukin völd og bera þeir nú alfarið ábyrgð á fjárhag og starfsemi deildanna.“ Elín segist hafa litla trú á því stjórnarfyrirkomulagi sem ríki innan LSH og segir tilkomu hátæknisjúkrahúss engu bæta þar um. „Þrátt fyrir innihaldsfagra starfsmannastefnu spítalans er það staðreynd að starfsfólk hans er mismikils metið og hefur mismikil áhrif.“ Elín hefur háð launabaráttu við LSH og finnur sárlega til þess að sitja ekki við sama borð og aðrir hærra settir í valdapýramída spítalans. „Ég hef ekki sama bakland og yfirlæknar LSH, sem hafa töluvert hærri tekjur en ég og hafa þar af leiðandi efni á að ráða sér lögfræðing ef þeim finnst á sér brotið og fara með málið til Hæstaréttar.“ Elín segir að í seinni tíð sé það orðin lenska að starfsfólk LSH annað hvort yfirgefi spítalann eða fari í mál því lítið rúm sé fyrir skiptar skoðanir og lítið sé hlustað á raddir starfsfólks sem séu á skjön við ríkjandi fyrirkomulag. Elín segir að lokum mikilvægt að fólk láti í ljós skoðanir sínar á starfsemi LSH, ekki síst í ljósi þess að spítalinn sé í eigu allra landsmanna. Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Elín Ebba Ásmundsdóttir hefur starfað við geðdeild Landspítalans í tæp 25 ár og gegnir nú stöðu forstöðuiðjuþjálfa við deildina. Elín er ósátt við stefnu spítalans í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og vill sjá breytingar. Elín er nú í námsleyfi og í tengslum við námið vann hún úr notendarannsókn meðal geðsjúkra þar sem kemur í ljós að engin ein leið er sú rétta í átt að bata og engin ein stétt sem ætti að hafa forræðið þegar kemur að meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka. „Ég vil minnka umsvif geðdeildar LSH og færa þjónustuna sem mest í nærumhverfi fólks þar sem unnið er út frá styrkleikum og þátttöku í samfélaginu og því að gera fólk betur í stakk búið að komast aftur út í samfélagið. Það vinnst svo takmarkaður árangur með því að taka fólk út úr samfélaginu til að lækna það eins og gert er á geðdeild LSH.“ Elín lýsir ánægju með tilraunaverkefnið Ný leið fyrir unglinga í vanda sem hleypt var af stokkunum nú um helgina og vill sjá sams konar úrræði fyrir geðsjúka. Elín er enn fremur mjög ósátt við þá stéttaskiptingu sem er við lýði á geðdeild Landspítalans en þar spila læknar og hjúkrunarfræðingar stærsta hlutverkið. „Í nýju stjórnskipulagi var sú leið farin að setja hjúkrunarfræðing og lækni yfir flest svið á LSH og sú breyting gerð að nýskipaðir yfirmenn fengu aukin völd og bera þeir nú alfarið ábyrgð á fjárhag og starfsemi deildanna.“ Elín segist hafa litla trú á því stjórnarfyrirkomulagi sem ríki innan LSH og segir tilkomu hátæknisjúkrahúss engu bæta þar um. „Þrátt fyrir innihaldsfagra starfsmannastefnu spítalans er það staðreynd að starfsfólk hans er mismikils metið og hefur mismikil áhrif.“ Elín hefur háð launabaráttu við LSH og finnur sárlega til þess að sitja ekki við sama borð og aðrir hærra settir í valdapýramída spítalans. „Ég hef ekki sama bakland og yfirlæknar LSH, sem hafa töluvert hærri tekjur en ég og hafa þar af leiðandi efni á að ráða sér lögfræðing ef þeim finnst á sér brotið og fara með málið til Hæstaréttar.“ Elín segir að í seinni tíð sé það orðin lenska að starfsfólk LSH annað hvort yfirgefi spítalann eða fari í mál því lítið rúm sé fyrir skiptar skoðanir og lítið sé hlustað á raddir starfsfólks sem séu á skjön við ríkjandi fyrirkomulag. Elín segir að lokum mikilvægt að fólk láti í ljós skoðanir sínar á starfsemi LSH, ekki síst í ljósi þess að spítalinn sé í eigu allra landsmanna.
Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira