Lánadrottnar ræða örlög Rosneft 25. júlí 2006 10:08 Míkhaíl Khodorkovskí, stofnandi og fyrrum forstjóri Yukos, situr af sér átta ára fangelsisdóm í Síberíu. Lánadrottnar ræða um örlög fyrirtækisins á fundi sínum í dag. Mynd/AP Lánadrottnar Yukos funda í dag til að skera úr um örlög olíurisans fyrrverandi. Á fundinum verður ákveðið hvort hagrætt verði í starfsemi Yukos, sem eitt sinn var eitt stærsta olíufyrirtæki heims í einkaeigu, eða það verði úrskurðað gjaldþrota. Yukos skuldar sem nemur rúmum 1.200 milljörðum íslenskra króna en stærstu lánadrottnar fyrirtækisins eru rússnesk skattayfirvöld og rússneski ríkisolíurisinn Rosneft. Ákveði lánadrottnar Yukos að fara gjaldþrotaleiðina þykir líklegast að eignir fyrirtækisins verði seldar upp í skuldir. Á meðal eigna fyrirtækisins er stærsta olíuvinnslustöð Rússlands en líklegt þykir að Rosneft kaupi. Yukos var dæmt til að greiða rúmlega 2.000 milljarða króna skattaskuld fyrir tveimur árum eftir að skorið var úr um að stjórnendur fyrirtækisin hefðu svikist undan skatti og stundað ýmis konar fjársvik. Í kjölfarið var stofnandi fyrirtækisins, Míkhaíl Khodorkovskí, dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu. Steven Theede, forstjóri Yukos, sagði starfi sínu óvænt lausu í síðustu viku og lýsti því yfir að fundur lánadrottna fyrirtækisins væri leiksýning enda hefði verið vitað fyrirfram að þeir hyggðust lýsa fyrirtækið gjaldþrota svo Rosneft og rússneska ríkið gæti komist yfir eignir fyrirtækisins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Lánadrottnar Yukos funda í dag til að skera úr um örlög olíurisans fyrrverandi. Á fundinum verður ákveðið hvort hagrætt verði í starfsemi Yukos, sem eitt sinn var eitt stærsta olíufyrirtæki heims í einkaeigu, eða það verði úrskurðað gjaldþrota. Yukos skuldar sem nemur rúmum 1.200 milljörðum íslenskra króna en stærstu lánadrottnar fyrirtækisins eru rússnesk skattayfirvöld og rússneski ríkisolíurisinn Rosneft. Ákveði lánadrottnar Yukos að fara gjaldþrotaleiðina þykir líklegast að eignir fyrirtækisins verði seldar upp í skuldir. Á meðal eigna fyrirtækisins er stærsta olíuvinnslustöð Rússlands en líklegt þykir að Rosneft kaupi. Yukos var dæmt til að greiða rúmlega 2.000 milljarða króna skattaskuld fyrir tveimur árum eftir að skorið var úr um að stjórnendur fyrirtækisin hefðu svikist undan skatti og stundað ýmis konar fjársvik. Í kjölfarið var stofnandi fyrirtækisins, Míkhaíl Khodorkovskí, dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu. Steven Theede, forstjóri Yukos, sagði starfi sínu óvænt lausu í síðustu viku og lýsti því yfir að fundur lánadrottna fyrirtækisins væri leiksýning enda hefði verið vitað fyrirfram að þeir hyggðust lýsa fyrirtækið gjaldþrota svo Rosneft og rússneska ríkið gæti komist yfir eignir fyrirtækisins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira