Óvíst hvað tekur við í haust 19. ágúst 2006 00:01 Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson hefur staðið sig vel hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö í ár en hann kom til liðsins um áramótin. Þangað var hann lánaður frá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham sem hann er samningsbundinn. Hvað tekur við í haust er enn í lausu lofti en að öllu óbreyttu heldur hann aftur til Tottenham þegar tímabilið í Svíþjóð er búið. "Ég er samningsbundinn Tottenham út tímabilið í vor og á þá möguleika á að semja í eitt ár til viðbótar," sagði Emil við Fréttablaðið er hann var á leiðinni aftur til Svíþjóðar frá Austurríki þar sem hann lék með landsliði Íslands skipuðu leikmönnum 21 árs og yngri. "Ég veit í sjálfu sér ekki hvað tekur við og reyni eins og er að hugsa sem minnst um það. Ég hef heyrt af áhuga hjá Malmö að halda mér og semja við mig og ég veit að þeir eru ánægðir með mig. En ég veit sjálfur ekki fyrir víst hvað ég vil gera." Aðspurður segist hann jafnvel velta fyrir sér að fara aftur í Tottenham og berjast fyrir sæti sínu þar. "Ég veit að það yrði mjög erfitt enda er liðið búið að styrkja sig mikið að undanförnu. Þetta verður tíminn einn að leiða í ljós og ætla ég að einbeita mér að því að standa mig vel með Malmö og ná sem flestum leikjum undir beltið." Hann segist þó vera orðinn þreyttur enda hafi hann ekki fengið almennilegt frí lengi. "Þegar tímabilinu lýkur í haust verða komnir 16 mánuðir í röð og ég er orðinn svolítið þreyttur." En hann hefur þó verið frá á þessum tíma, bæði vegna meiðsla og veikinda. "Þetta ár byrjaði ekki vel og ég missti af fyrstu fimm leikjum Malmö í vor. En síðan þá hef ég leikið vel flesta leiki liðsins." Sem stendur er Malmö í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Hammarby. Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson hefur staðið sig vel hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö í ár en hann kom til liðsins um áramótin. Þangað var hann lánaður frá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham sem hann er samningsbundinn. Hvað tekur við í haust er enn í lausu lofti en að öllu óbreyttu heldur hann aftur til Tottenham þegar tímabilið í Svíþjóð er búið. "Ég er samningsbundinn Tottenham út tímabilið í vor og á þá möguleika á að semja í eitt ár til viðbótar," sagði Emil við Fréttablaðið er hann var á leiðinni aftur til Svíþjóðar frá Austurríki þar sem hann lék með landsliði Íslands skipuðu leikmönnum 21 árs og yngri. "Ég veit í sjálfu sér ekki hvað tekur við og reyni eins og er að hugsa sem minnst um það. Ég hef heyrt af áhuga hjá Malmö að halda mér og semja við mig og ég veit að þeir eru ánægðir með mig. En ég veit sjálfur ekki fyrir víst hvað ég vil gera." Aðspurður segist hann jafnvel velta fyrir sér að fara aftur í Tottenham og berjast fyrir sæti sínu þar. "Ég veit að það yrði mjög erfitt enda er liðið búið að styrkja sig mikið að undanförnu. Þetta verður tíminn einn að leiða í ljós og ætla ég að einbeita mér að því að standa mig vel með Malmö og ná sem flestum leikjum undir beltið." Hann segist þó vera orðinn þreyttur enda hafi hann ekki fengið almennilegt frí lengi. "Þegar tímabilinu lýkur í haust verða komnir 16 mánuðir í röð og ég er orðinn svolítið þreyttur." En hann hefur þó verið frá á þessum tíma, bæði vegna meiðsla og veikinda. "Þetta ár byrjaði ekki vel og ég missti af fyrstu fimm leikjum Malmö í vor. En síðan þá hef ég leikið vel flesta leiki liðsins." Sem stendur er Malmö í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Hammarby.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira