Síminn og OR ræðast áfram við 1. september 2006 00:01 Orkuveitan og Brynjólfur Bjarnason. Blásnar hafa verið af fyrirætlanir um kaup Orkuveitunnar á fjarskiptaneti Símans. Á næstu vikum skýrist hvort verður af samstarfi um rekstur fjarskiptaneta Símans og Orkuveitu Reykjavíkur. Viðræður fyrirtækjanna halda áfram, en Orkuveitan kaupir ekki kerfi Símans. Skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor stefndi í að Orkuveitan keypti net Símans. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir þó ekki vonbrigði að ekki hafi orðið af sölunni. Fyrst og fremst lögðum við af stað með þetta til að kortleggja málið og höfum eytt töluverðum tíma í að gá hvort við gætum tæknilega fundið einhverja samþættingu í þessu. Eins vildum við ekki strax taka ákvörðun um formið, það er að segja hvort þeir keyptu af okkur, við af þeim, eða við stofnuðum félag saman. Núna hefur nýr meirihluti ákveðið að hann vilji ekki fara út í fjárfestingu af þessari stærðargráðu og allt í lagi með það, segir Brynjólfur og fagnar um leið ákvörðun Orkuveitunnar, að aðskilja gagnaveituna frá öðrum rekstri. Brynjólfur á von á niðurstöðu viðræðnanna innan tíðar. En það er enn of fljótt að segja til um hvort við höldum áfram eða látum gott heita. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir einnig að viðræðunum við Símann hafi svo sem ekki verið setur tímarammi. En búið er að leggja í þetta mikla vinnu og ætti í sjálfu sér ekki að þurfa mikið í viðbót, segir hann og á honum er að heyra að skynsamlegt væri að beina samkeppninni yfir á svið efnis og þjónustu, fremur en gagnaflutninga. Fyrir því eru svipuð rök og að leggja ekki margar hraðbrautir hlið við hlið. Hann segir bókhaldslegan aðskilnað gagnaveitunnar frá öðrum rekstri til kominn burtséð frá viðræðunum við Símann. Enda er eðlilegt að jafnmikill samkeppnisrekstur sé aðskilinn frá öðrum, segir hann. Viðskipti Tengdar fréttir Vöruskiptahallinn aldrei verið meiri Vöruskiptahalli var 19,1 milljarður króna í júlí og hefur ekki verið meiri frá því mælingar hófust, samkvæmt Hagstofu Íslands. Fluttar voru inn vörur fyrir 16,2 milljarða króna í mánuðinum og inn fyrir 35,2 milljarða. Tæplega tólf milljarða halli var á vöruskiptum í júlí 2005. 1. september 2006 00:01 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Á næstu vikum skýrist hvort verður af samstarfi um rekstur fjarskiptaneta Símans og Orkuveitu Reykjavíkur. Viðræður fyrirtækjanna halda áfram, en Orkuveitan kaupir ekki kerfi Símans. Skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor stefndi í að Orkuveitan keypti net Símans. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir þó ekki vonbrigði að ekki hafi orðið af sölunni. Fyrst og fremst lögðum við af stað með þetta til að kortleggja málið og höfum eytt töluverðum tíma í að gá hvort við gætum tæknilega fundið einhverja samþættingu í þessu. Eins vildum við ekki strax taka ákvörðun um formið, það er að segja hvort þeir keyptu af okkur, við af þeim, eða við stofnuðum félag saman. Núna hefur nýr meirihluti ákveðið að hann vilji ekki fara út í fjárfestingu af þessari stærðargráðu og allt í lagi með það, segir Brynjólfur og fagnar um leið ákvörðun Orkuveitunnar, að aðskilja gagnaveituna frá öðrum rekstri. Brynjólfur á von á niðurstöðu viðræðnanna innan tíðar. En það er enn of fljótt að segja til um hvort við höldum áfram eða látum gott heita. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir einnig að viðræðunum við Símann hafi svo sem ekki verið setur tímarammi. En búið er að leggja í þetta mikla vinnu og ætti í sjálfu sér ekki að þurfa mikið í viðbót, segir hann og á honum er að heyra að skynsamlegt væri að beina samkeppninni yfir á svið efnis og þjónustu, fremur en gagnaflutninga. Fyrir því eru svipuð rök og að leggja ekki margar hraðbrautir hlið við hlið. Hann segir bókhaldslegan aðskilnað gagnaveitunnar frá öðrum rekstri til kominn burtséð frá viðræðunum við Símann. Enda er eðlilegt að jafnmikill samkeppnisrekstur sé aðskilinn frá öðrum, segir hann.
Viðskipti Tengdar fréttir Vöruskiptahallinn aldrei verið meiri Vöruskiptahalli var 19,1 milljarður króna í júlí og hefur ekki verið meiri frá því mælingar hófust, samkvæmt Hagstofu Íslands. Fluttar voru inn vörur fyrir 16,2 milljarða króna í mánuðinum og inn fyrir 35,2 milljarða. Tæplega tólf milljarða halli var á vöruskiptum í júlí 2005. 1. september 2006 00:01 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Vöruskiptahallinn aldrei verið meiri Vöruskiptahalli var 19,1 milljarður króna í júlí og hefur ekki verið meiri frá því mælingar hófust, samkvæmt Hagstofu Íslands. Fluttar voru inn vörur fyrir 16,2 milljarða króna í mánuðinum og inn fyrir 35,2 milljarða. Tæplega tólf milljarða halli var á vöruskiptum í júlí 2005. 1. september 2006 00:01