Margt smátt getur gert kraftaverk 6. september 2006 06:00 Laugardaginn 9. september efnir Rauði kross Íslands til landssöfnunar undir kjörorðinu "Göngum til góðs" og verður söfnunarfénu varið til verkefna Rauða krossins í Malaví, Mósambík og Suður-Afríku. Sérstök áhersla er lögð á að aðstoða börn sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. Mér er málið skylt þar sem ég er fædd og uppalin í Suður-Afríku auk þess að hafa starfað með Rauða krossi Íslands sem sjálfboðaliði í mörg ár. Mér er það því kærkomið að leggja málefninu lið og vil hvetja alla til að gerast sjálfboðaliðar þennan dag og ganga í hús til að safna fyrir Rauða krossinn. Þetta hefur einnig vakið mig til umhugsunar um hlutskipti mitt. Oft hef ég verið með samviskubit yfir því hvað ég hef það gott í lífinu. Ég er við góða heilsu, er í góðri vinnu, er gift yndislegum manni og á fjögur frábær börn. Þar að auki hef ég þak yfir höfuðið og þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort það verður matur á borðinu. Þetta eru hlutir sem við hér á Íslandi hugsum ekki mikið um en ég hefði auðveldlega getað verið í hópi þeirra milljóna sem þjást sökum alnæmis í sunnanverðri Afríku þar sem yfir 25 milljónir fullorðinna og barna eru með HIV-veiruna. Þar er góð heilsa ekki sjálfgefin. Lífslíkur eru ekki nema um 45 ár í Suður-Afríku og því augljóst að mjög mörg börn verða munaðarlaus. Velverðarkerfið er auk þess ekki upp á marga fiska og því búa mörg þessara barna við gríðarlega fátækt og vanrækslu. Árið 2003 fékk ég tækifæri að fara til Suður-Afríku á vegum Rauða kross Íslands. Þá sá ég aðra hlið á fyrrum heimalandi mínu sem ég sá aldrei á þeim rúmlega 20 árum sem ég bjó þar. Auðvelt er að loka augunum fyrir því sem maður vill helst ekki sjá og á meðan aðskilnaðarstefna ríkti í Suður-Afríku fóru fáir hvítir inn á blökkumanna svæðin. Að fá að fara inn í fátækrahverfi með fulltrúum frá Rauða krossinum í Suður-Afríku var einstök upplifun. Fátæktin er svo gríðarleg að ekki var annað hægt en að fá tár í augun. Þarna bjó fólk eins og ég. Fólk með sömu tilfinningar, langanir og væntingar við hörmulegar aðstæður. Ungur alnæmissjúklingur sem við hittum fékk engin lyf, en hjúkrunarkona á vegum Rauða krossins heimsótti hann og veitti honum þá aðhlynningu sem hægt var miðað við aðstæður. Matarpökkum með því nauðsynlegasta er dreift til þeirra sem eru verst staddir. Allir á þessu svæði þekkja einhvern sem smitaður er af alnæmi og því snertir alnæmisfaraldurinn líf allra Suður-Afríkumanna. Atvinnuleysi er einnig mikið og það vonleysi sem því fylgir eykur enn vandamálin sem fyrir eru. Það er því ekki auðvelt að ala upp börn í svona umhverfi. Þar kemur Rauði kross Suður-Afríku sterkt inn og er með mjög öfluga starfsemi fyrir börn og unglinga sem veitir þeim öruggt skjól. Sjálfboðaliðar sinna að mestu þessari starfsemi og er allt gert til að byggja upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu barnanna. Þarna er búinn til griðastaður þar sem þau fá að vera bara börn. Það sem okkur frá Íslandi fannst undarlegt var að sjá hversu stutt var í brosið hjá öllum þeim börnum sem við hittum þrátt fyrir þá erfiðleika sem þau lifa við. Þetta hefði alveg eins getað verið hlutskipti mitt og barnanna minna í lífinu – að berjast allan liðlangan daginn fyrir því sem aðrir telja sjálfsagða hluti. En örlög mín voru önnur. Ég kom til Íslands og hér er gott að búa. Ég er stolt af því að vera Íslendingur og lifi í þeirri trú að margt smátt geti gert kraftaverk. Því ætla ég að ganga til góðs fyrir mitt gamla heimaland á laugardaginn kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Laugardaginn 9. september efnir Rauði kross Íslands til landssöfnunar undir kjörorðinu "Göngum til góðs" og verður söfnunarfénu varið til verkefna Rauða krossins í Malaví, Mósambík og Suður-Afríku. Sérstök áhersla er lögð á að aðstoða börn sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. Mér er málið skylt þar sem ég er fædd og uppalin í Suður-Afríku auk þess að hafa starfað með Rauða krossi Íslands sem sjálfboðaliði í mörg ár. Mér er það því kærkomið að leggja málefninu lið og vil hvetja alla til að gerast sjálfboðaliðar þennan dag og ganga í hús til að safna fyrir Rauða krossinn. Þetta hefur einnig vakið mig til umhugsunar um hlutskipti mitt. Oft hef ég verið með samviskubit yfir því hvað ég hef það gott í lífinu. Ég er við góða heilsu, er í góðri vinnu, er gift yndislegum manni og á fjögur frábær börn. Þar að auki hef ég þak yfir höfuðið og þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort það verður matur á borðinu. Þetta eru hlutir sem við hér á Íslandi hugsum ekki mikið um en ég hefði auðveldlega getað verið í hópi þeirra milljóna sem þjást sökum alnæmis í sunnanverðri Afríku þar sem yfir 25 milljónir fullorðinna og barna eru með HIV-veiruna. Þar er góð heilsa ekki sjálfgefin. Lífslíkur eru ekki nema um 45 ár í Suður-Afríku og því augljóst að mjög mörg börn verða munaðarlaus. Velverðarkerfið er auk þess ekki upp á marga fiska og því búa mörg þessara barna við gríðarlega fátækt og vanrækslu. Árið 2003 fékk ég tækifæri að fara til Suður-Afríku á vegum Rauða kross Íslands. Þá sá ég aðra hlið á fyrrum heimalandi mínu sem ég sá aldrei á þeim rúmlega 20 árum sem ég bjó þar. Auðvelt er að loka augunum fyrir því sem maður vill helst ekki sjá og á meðan aðskilnaðarstefna ríkti í Suður-Afríku fóru fáir hvítir inn á blökkumanna svæðin. Að fá að fara inn í fátækrahverfi með fulltrúum frá Rauða krossinum í Suður-Afríku var einstök upplifun. Fátæktin er svo gríðarleg að ekki var annað hægt en að fá tár í augun. Þarna bjó fólk eins og ég. Fólk með sömu tilfinningar, langanir og væntingar við hörmulegar aðstæður. Ungur alnæmissjúklingur sem við hittum fékk engin lyf, en hjúkrunarkona á vegum Rauða krossins heimsótti hann og veitti honum þá aðhlynningu sem hægt var miðað við aðstæður. Matarpökkum með því nauðsynlegasta er dreift til þeirra sem eru verst staddir. Allir á þessu svæði þekkja einhvern sem smitaður er af alnæmi og því snertir alnæmisfaraldurinn líf allra Suður-Afríkumanna. Atvinnuleysi er einnig mikið og það vonleysi sem því fylgir eykur enn vandamálin sem fyrir eru. Það er því ekki auðvelt að ala upp börn í svona umhverfi. Þar kemur Rauði kross Suður-Afríku sterkt inn og er með mjög öfluga starfsemi fyrir börn og unglinga sem veitir þeim öruggt skjól. Sjálfboðaliðar sinna að mestu þessari starfsemi og er allt gert til að byggja upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu barnanna. Þarna er búinn til griðastaður þar sem þau fá að vera bara börn. Það sem okkur frá Íslandi fannst undarlegt var að sjá hversu stutt var í brosið hjá öllum þeim börnum sem við hittum þrátt fyrir þá erfiðleika sem þau lifa við. Þetta hefði alveg eins getað verið hlutskipti mitt og barnanna minna í lífinu – að berjast allan liðlangan daginn fyrir því sem aðrir telja sjálfsagða hluti. En örlög mín voru önnur. Ég kom til Íslands og hér er gott að búa. Ég er stolt af því að vera Íslendingur og lifi í þeirri trú að margt smátt geti gert kraftaverk. Því ætla ég að ganga til góðs fyrir mitt gamla heimaland á laugardaginn kemur.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar