Konur og kosningar að vori 7. september 2006 06:00 Samkvæmt fréttum eru allir stjórnmálaflokkar teknir að huga að uppstillingum á framboðslista vegna alþingiskosninga á komandi vori. Lítil fjölgun kvenna á Alþingi Íslendinga á liðnum árum hefur verið áfall fyrir jafnréttisbaráttuna hér á landi. Konur eru tæpur þriðjungur þingmanna og sveitarstjórnarmanna og þriðjungur ráðherra. Hlutur kvenna í stjórnmálum er ennþá óeðlilega rýr og endurspeglar ekki samfélagið. Það er nauðsynlegt að bæði kynin taki þátt í að móta samfélagið. Það liggur ljóst fyrir að stjórnmálaflokkarnir sjálfir bera þyngsta ábyrgð á þessari þróun. Fléttulistar, þar sem konur og karlar raðast til skiptis á framboðslista, hafa skilað verulegum árangri, því það hefur iðulega skort á að konur eigi kost á að skipa svokölluð ,,örugg sæti, þ.e. sæti sem eru líkleg til að tryggja þeim kosningu. Fléttulistar sýna raunverulegan vilja stjórnmálaflokka til að jafna hlut kynjanna. Meðalaldur á Alþingi hefur lækkað undanfarin ár en það eru fyrst og fremst ungir karlar sem hafa lækkað meðalaldurinn. Ungir karlar virðast því eiga auðveldara uppdráttar í stjórnmálum en ungar konur eða konur yfirleitt. Af umræðum að dæma virðist talið eðlilegt að aldur megi vega þungt við val á frambjóðendum, en kynferði síður. Það er brýnt að veita stjórnmálaflokkunum ákveðið aðhald, nú þegar þeir hefjast handa við skipan á framboðslista. Hver verður hlutur kvenna? Nú er tækifæri til að horfa til reynslu þeirra kvenna sem koma til greina í framboð, meta hana að verðleikum og hvetja þær til þátttöku. Því ber að fagna að félagsmálaráðherra hefur þegar skipað starfshóp með fulltrúum allra þingflokka, sem ætlað er að skipuleggja þverpólitískar aðgerðir til að jafna hlut kynjanna við næstu alþingiskosningar og mun starfshópurinn væntanlega vekja frekari athygli á þessu þarfa baráttumáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Samkvæmt fréttum eru allir stjórnmálaflokkar teknir að huga að uppstillingum á framboðslista vegna alþingiskosninga á komandi vori. Lítil fjölgun kvenna á Alþingi Íslendinga á liðnum árum hefur verið áfall fyrir jafnréttisbaráttuna hér á landi. Konur eru tæpur þriðjungur þingmanna og sveitarstjórnarmanna og þriðjungur ráðherra. Hlutur kvenna í stjórnmálum er ennþá óeðlilega rýr og endurspeglar ekki samfélagið. Það er nauðsynlegt að bæði kynin taki þátt í að móta samfélagið. Það liggur ljóst fyrir að stjórnmálaflokkarnir sjálfir bera þyngsta ábyrgð á þessari þróun. Fléttulistar, þar sem konur og karlar raðast til skiptis á framboðslista, hafa skilað verulegum árangri, því það hefur iðulega skort á að konur eigi kost á að skipa svokölluð ,,örugg sæti, þ.e. sæti sem eru líkleg til að tryggja þeim kosningu. Fléttulistar sýna raunverulegan vilja stjórnmálaflokka til að jafna hlut kynjanna. Meðalaldur á Alþingi hefur lækkað undanfarin ár en það eru fyrst og fremst ungir karlar sem hafa lækkað meðalaldurinn. Ungir karlar virðast því eiga auðveldara uppdráttar í stjórnmálum en ungar konur eða konur yfirleitt. Af umræðum að dæma virðist talið eðlilegt að aldur megi vega þungt við val á frambjóðendum, en kynferði síður. Það er brýnt að veita stjórnmálaflokkunum ákveðið aðhald, nú þegar þeir hefjast handa við skipan á framboðslista. Hver verður hlutur kvenna? Nú er tækifæri til að horfa til reynslu þeirra kvenna sem koma til greina í framboð, meta hana að verðleikum og hvetja þær til þátttöku. Því ber að fagna að félagsmálaráðherra hefur þegar skipað starfshóp með fulltrúum allra þingflokka, sem ætlað er að skipuleggja þverpólitískar aðgerðir til að jafna hlut kynjanna við næstu alþingiskosningar og mun starfshópurinn væntanlega vekja frekari athygli á þessu þarfa baráttumáli.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar