Tippaði á sigur Dana á norsku Lengjunni 9. september 2006 06:00 Danski knattspyrnumaðurinn Allan Borgvardt sleit fyrir skömmu krossbönd í hné og verður frá næstu 6-8 mánuðina. Hann lék með FH í þrjú ár og var tvívegis kjörinn knattspyrnumaður ársins. Í fyrra fór hann til Noregs og samdi við 1. deildarliðið Bryne, þar sem hann hefur slegið í gegn og er markahæsti leikmaður liðsins með níu mörk. "Ég var á æfingu á laugardegi og var svolítið þreyttur, sem þýddi að fæturnir gátu ekki fylgt eftir þeim hreyfingum sem ég hafði í huga. Ég var svo að fara til vinstri og vildi skipta yfir til hægri en líkaminn náði ekki að svara og ég vissi strax að eitthvað mikið var að," sagði Borgvardt við Fréttablaðið. Hann hefur ekki enn gengist undir aðgerð en gerir það væntanlega á næstu tveimur vikum. "Svona er fótboltinn bara. Nú verð ég bara að ná mér og koma aftur enn betri." Borgvardt er samningsbundinn Bryne út næsta tímabil og stefnir að því að vera orðinn klár þegar nýtt tímabil hefst í vor. Liðið er sem stendur í fjórða sæti norsku 1. deildarinnar. "Við höfum misst marga leiki í jafntefli í sumar og tapað þannig mörgum stigum. Við erum því að berjast um þriðja sæti, sem veitir umspilsrétt um laust sæti í úrvalsdeildinni." Hann er þó ánægður með lífið í Noregi. "Við höfum komið okkur vel fyrir og fjölskyldan er ánægð. Það er stutt að fara til Stafangurs og það er gott að búa hér," segir Borgvardt, sem hefur fylgst vel með íslenska boltanum. "Ég fylgist eins vel og ég get með FH og íslensku deildinni og ég hef séð að liðinu hefur gengið vel. Ég er alltaf í góðu sambandi við dönsku leikmennina í félaginu og aðra leikmenn einnig. Ég sá reyndar ekki landsleik Íslands og Danmerkur þar sem hann stóð ekki til boða í norsku sjónvarpi en ég var ánægður með úrslitin, sérstaklega þar sem ég var með rétt úrslit á leiknum á Lengjuseðlinum mínum." Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Danski knattspyrnumaðurinn Allan Borgvardt sleit fyrir skömmu krossbönd í hné og verður frá næstu 6-8 mánuðina. Hann lék með FH í þrjú ár og var tvívegis kjörinn knattspyrnumaður ársins. Í fyrra fór hann til Noregs og samdi við 1. deildarliðið Bryne, þar sem hann hefur slegið í gegn og er markahæsti leikmaður liðsins með níu mörk. "Ég var á æfingu á laugardegi og var svolítið þreyttur, sem þýddi að fæturnir gátu ekki fylgt eftir þeim hreyfingum sem ég hafði í huga. Ég var svo að fara til vinstri og vildi skipta yfir til hægri en líkaminn náði ekki að svara og ég vissi strax að eitthvað mikið var að," sagði Borgvardt við Fréttablaðið. Hann hefur ekki enn gengist undir aðgerð en gerir það væntanlega á næstu tveimur vikum. "Svona er fótboltinn bara. Nú verð ég bara að ná mér og koma aftur enn betri." Borgvardt er samningsbundinn Bryne út næsta tímabil og stefnir að því að vera orðinn klár þegar nýtt tímabil hefst í vor. Liðið er sem stendur í fjórða sæti norsku 1. deildarinnar. "Við höfum misst marga leiki í jafntefli í sumar og tapað þannig mörgum stigum. Við erum því að berjast um þriðja sæti, sem veitir umspilsrétt um laust sæti í úrvalsdeildinni." Hann er þó ánægður með lífið í Noregi. "Við höfum komið okkur vel fyrir og fjölskyldan er ánægð. Það er stutt að fara til Stafangurs og það er gott að búa hér," segir Borgvardt, sem hefur fylgst vel með íslenska boltanum. "Ég fylgist eins vel og ég get með FH og íslensku deildinni og ég hef séð að liðinu hefur gengið vel. Ég er alltaf í góðu sambandi við dönsku leikmennina í félaginu og aðra leikmenn einnig. Ég sá reyndar ekki landsleik Íslands og Danmerkur þar sem hann stóð ekki til boða í norsku sjónvarpi en ég var ánægður með úrslitin, sérstaklega þar sem ég var með rétt úrslit á leiknum á Lengjuseðlinum mínum."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira