Þróunaraðstoð á villigötum 9. september 2006 05:00 Leiðir úr viðjum fátæktarWilliam Easterly, prófessor við Háskólann í New York, heldur því fram í nýrri skýrslu að ríkisstyrkt þróunaraðstoð hafi brugðist fólki í þróunarríkjunum og sé enn á villigötum. Easterly, sem starfaði í sextán ár að þróunarmálum hjá Alþjóðabankanum, hefur bent á, að á árunum 1970-1994 hefðu 22 Afríkuríki samtals eytt um 24 þúsund milljörðum íslenskra króna í opinbera fjárfestingu, og fengið aðra þrettán þúsund milljarða í þróunaraðstoð, án þess að tekist hefði að losa íbúana úr gildru fátæktar. Skýrsla Easterly er hluti ársskýrslu um efnahagslegt frelsi þjóða, sem RSE gaf út hér á landi á fimmtudag. Þar er sýnt fram á, að efnahagslegt frelsi sé miklu áhrifaríkara í baráttu við fátækt heldur en opinberir styrkir. Skv. skýrslunni má sjá að hjá frjálsustu þjóðunum eru lífslíkur mestar, ungbarnadauði sjaldgæfastur, fæst börn á vinnumarkaði og aðgangur að hreinu vatni útbreiddastur. Tekjur á mann eru þar hæstar, líka þegar borin eru saman kjör fátækustu íbúa hverrar þjóðar, og atvinnuleysi er minnst. Pólitísk réttindi eru tryggust hjá frjálsum þjóðum og spilling minnst. Fólk sem býr við ófrelsi, þar sem opinber miðstýring er mest, nýtur minnstra lífsgæða, nánast sama hvar borið er niður. Easterly leggur til að í stað þess að hámenntaðir sérfræðingar alþjóðastofnana semji áætlanir um hvernig koma eigi fólki úr fátækt með miðstýrðum aðgerðum, opinberum styrkjum, fjárfestingum og skýrslugerð, þurfi að reyna að frelsa fólkið frá miðstýringunni. Koma á eignarréttarskipulagi og afnema höft á viðskipti. Þannig að heimafólk geti sjálft átt samskipti við aðra á frjálsum markaði með eignir sínar og kunnáttu. Tilraunastarfsemi á frjálsum markaði leiði yfirleitt til þess að fólk leiti í framleiðslustarfsemi sem skili arði, en forðist þá sem geri það ekki, svo auðlindir og framleiðsluþættir flytjast þangað og nýtast þar sem hagkvæmnin er mest. Við þessar aðstæður vænkast hagur fólks, kröfur um lífsgæði aukast og samfélög þróast. Í miðstýrðum áætlunarbúskap þar sem opinberu fjármagni er dælt í opinber verkefni verður öfug þróun. Þann lærdóm mátti reyndar draga af efnahagsþróun á 20. öld. En samt eru ótrúlega margir sem enn trúa því, að fái nógu margir embættismenn nógu mikið fjármagn, geti þeir bjargað heiminum. Þeir hafa lítið lært.Höfundur er framkvæmdastjóri RSE, Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Leiðir úr viðjum fátæktarWilliam Easterly, prófessor við Háskólann í New York, heldur því fram í nýrri skýrslu að ríkisstyrkt þróunaraðstoð hafi brugðist fólki í þróunarríkjunum og sé enn á villigötum. Easterly, sem starfaði í sextán ár að þróunarmálum hjá Alþjóðabankanum, hefur bent á, að á árunum 1970-1994 hefðu 22 Afríkuríki samtals eytt um 24 þúsund milljörðum íslenskra króna í opinbera fjárfestingu, og fengið aðra þrettán þúsund milljarða í þróunaraðstoð, án þess að tekist hefði að losa íbúana úr gildru fátæktar. Skýrsla Easterly er hluti ársskýrslu um efnahagslegt frelsi þjóða, sem RSE gaf út hér á landi á fimmtudag. Þar er sýnt fram á, að efnahagslegt frelsi sé miklu áhrifaríkara í baráttu við fátækt heldur en opinberir styrkir. Skv. skýrslunni má sjá að hjá frjálsustu þjóðunum eru lífslíkur mestar, ungbarnadauði sjaldgæfastur, fæst börn á vinnumarkaði og aðgangur að hreinu vatni útbreiddastur. Tekjur á mann eru þar hæstar, líka þegar borin eru saman kjör fátækustu íbúa hverrar þjóðar, og atvinnuleysi er minnst. Pólitísk réttindi eru tryggust hjá frjálsum þjóðum og spilling minnst. Fólk sem býr við ófrelsi, þar sem opinber miðstýring er mest, nýtur minnstra lífsgæða, nánast sama hvar borið er niður. Easterly leggur til að í stað þess að hámenntaðir sérfræðingar alþjóðastofnana semji áætlanir um hvernig koma eigi fólki úr fátækt með miðstýrðum aðgerðum, opinberum styrkjum, fjárfestingum og skýrslugerð, þurfi að reyna að frelsa fólkið frá miðstýringunni. Koma á eignarréttarskipulagi og afnema höft á viðskipti. Þannig að heimafólk geti sjálft átt samskipti við aðra á frjálsum markaði með eignir sínar og kunnáttu. Tilraunastarfsemi á frjálsum markaði leiði yfirleitt til þess að fólk leiti í framleiðslustarfsemi sem skili arði, en forðist þá sem geri það ekki, svo auðlindir og framleiðsluþættir flytjast þangað og nýtast þar sem hagkvæmnin er mest. Við þessar aðstæður vænkast hagur fólks, kröfur um lífsgæði aukast og samfélög þróast. Í miðstýrðum áætlunarbúskap þar sem opinberu fjármagni er dælt í opinber verkefni verður öfug þróun. Þann lærdóm mátti reyndar draga af efnahagsþróun á 20. öld. En samt eru ótrúlega margir sem enn trúa því, að fái nógu margir embættismenn nógu mikið fjármagn, geti þeir bjargað heiminum. Þeir hafa lítið lært.Höfundur er framkvæmdastjóri RSE, Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun