Hilmar Örn áfram í Skálholti! 24. september 2006 05:00 Skálholtsdeilan Ég og fjölskylda mín fluttum í Biskupstungur vorið 1983. Þá státuðu Tungnamenn af því að vera miklir söngmenn. Þrátt fyrir það var tónlistarlíf í sveitinni mjög bágborið, kórastarf lítið sem ekkert og söngmenntun barna engin. Grunnskólinn hafði engan tónlistarkennara og nemendur nutu ekki tónlistarmenntunar. Hilmar Örn Agnarsson var ráðinn í starf organista Skálholtskirkju, Torfastaðakirkju, Bræðratungukirkju og Haukadalskirkju fyrir 15 árum. Ráðning hans olli straumhvörfum. Tónlistarnám barnanna okkar hófst og varð öflugt. Safnaðarmeðlimir nutu þess að hlusta á börnin í helgiathöfnum í Skálholti. Barnakór Biskupstungna var stofnaður og þjónaði kirkjunum, skólanum og samfélaginu öllu auk þess sem kórinn hélt tónleika víða. Barnakórinn hefur alla tíð verið uppeldisstöð barna í tónlist og kristilegu hugarfari og Hilmar Örn á mestan heiðurinn af því starfi. Stofnun barnakórsins varð til þess að Skálholt naut fljótlega heimsókna annarra barnakóra. Ég minnist m.a. Barnakórs Kársnesskóla auk margra annarra kóra. Þórunn stjórnandi hans kom oft með börnin sín í Skálholt. Reynsla hennar af kóra- og sönguppeldi barna var, og er enn, einstök og kom að góðum notum. Okkar börn nutu þess að kynnast nýjum félögum, æfa með þeim söng og halda sameiginlega tónleika. Hilmar Örn stuðlaði að því að börnin tóku þátt í tónleikum vítt og breitt um landið, og börnin í Biskupstungum fengu mikið tónlistarlegt og kirkjulegt uppeldi hjá honum, auk þess sem félagsþroski þeirra efldist mjög. Starf hans með börnunum er ómetanlegt og verður aldrei að fullu þakkað. Það fyrnist fljótt yfir fortíðina en það eru aðeins fimmtán ár síðan að engin tónlistariðkun var hér í Biskupstungunum, hvorki í skóla né í kirkjunum. Fagur tónlistarflutningur barnanna eykur svo sannarlega kirkjusókn. Við höfum reynslu af því. Þegar ég kom í Biskupstungurnar, var Skálholt í mjög litlum tengslum við samfélagið. Skálholtsstaður var einangraður frá þeim sem bjuggu í sveitinni og menn sáu ekki leiðir til að breyta því. Staða Skálholts út á við var að mínu mati veik, staðurinn virtist hálf munaðarlaus. Ráðning organistans og mannsins Hilmars Arnar olli straumhvörfum. Tengsl íbúa við Skálholt efldust mjög vegna hins mikla kórastarfs sem fór af stað í Skálholti. Samband Skálholts við okkur íbúana í uppsveitunum varð einlægara og nánara, og nú bera allir hag Skálholts fyrir brjósti, þökk sé m.a. ráðningu Hilmars Arnar fyrir fimmtán árum. Síðan hafa ýmsar aðrar góðar breytingar verið gerðar í Skálholti. Núverandi vígslubiskup kom í Skálholt fyrir einum átta árum og Skálholtsskóli hefur styrkst mjög. Menn hafa haft áhuga á að gera Skálholti enn hærra undir höfði og styrkja staðinn enn frekar. Því ber að fagna. En þarf að segja Hilmari Erni upp þótt breyta eigi skipulagi? Við sem þekkjum Hilmar höldum að hann geti mjög vel tekið þátt í eflingu staðarins og því er óskiljanlegt að það þurfi að byrja á að segja honum upp. Hilmar Örn er einstakur maður og við sem þekkjum til starfa hans og nærveru óskum eftir að fá að njóta hans áfram. Við óskum líka eftir að fá að njóta Skálholts áfram. Ég vona að kristileg sjónarmið og velvild í garð Hilmars, samstarfsfólks hans, samfélagsins og Skálholts verði til þess að uppsögnin verði dregin til baka. Samhygð og sátt þarf að ríkja um Skálholtsstað. Látum boðskap Guðs um kærleika, sátt og samlyndi vera leiðarljós okkar allra.Höfundur býr að Torfastöðum í Biskupstungum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Skálholtsdeilan Ég og fjölskylda mín fluttum í Biskupstungur vorið 1983. Þá státuðu Tungnamenn af því að vera miklir söngmenn. Þrátt fyrir það var tónlistarlíf í sveitinni mjög bágborið, kórastarf lítið sem ekkert og söngmenntun barna engin. Grunnskólinn hafði engan tónlistarkennara og nemendur nutu ekki tónlistarmenntunar. Hilmar Örn Agnarsson var ráðinn í starf organista Skálholtskirkju, Torfastaðakirkju, Bræðratungukirkju og Haukadalskirkju fyrir 15 árum. Ráðning hans olli straumhvörfum. Tónlistarnám barnanna okkar hófst og varð öflugt. Safnaðarmeðlimir nutu þess að hlusta á börnin í helgiathöfnum í Skálholti. Barnakór Biskupstungna var stofnaður og þjónaði kirkjunum, skólanum og samfélaginu öllu auk þess sem kórinn hélt tónleika víða. Barnakórinn hefur alla tíð verið uppeldisstöð barna í tónlist og kristilegu hugarfari og Hilmar Örn á mestan heiðurinn af því starfi. Stofnun barnakórsins varð til þess að Skálholt naut fljótlega heimsókna annarra barnakóra. Ég minnist m.a. Barnakórs Kársnesskóla auk margra annarra kóra. Þórunn stjórnandi hans kom oft með börnin sín í Skálholt. Reynsla hennar af kóra- og sönguppeldi barna var, og er enn, einstök og kom að góðum notum. Okkar börn nutu þess að kynnast nýjum félögum, æfa með þeim söng og halda sameiginlega tónleika. Hilmar Örn stuðlaði að því að börnin tóku þátt í tónleikum vítt og breitt um landið, og börnin í Biskupstungum fengu mikið tónlistarlegt og kirkjulegt uppeldi hjá honum, auk þess sem félagsþroski þeirra efldist mjög. Starf hans með börnunum er ómetanlegt og verður aldrei að fullu þakkað. Það fyrnist fljótt yfir fortíðina en það eru aðeins fimmtán ár síðan að engin tónlistariðkun var hér í Biskupstungunum, hvorki í skóla né í kirkjunum. Fagur tónlistarflutningur barnanna eykur svo sannarlega kirkjusókn. Við höfum reynslu af því. Þegar ég kom í Biskupstungurnar, var Skálholt í mjög litlum tengslum við samfélagið. Skálholtsstaður var einangraður frá þeim sem bjuggu í sveitinni og menn sáu ekki leiðir til að breyta því. Staða Skálholts út á við var að mínu mati veik, staðurinn virtist hálf munaðarlaus. Ráðning organistans og mannsins Hilmars Arnar olli straumhvörfum. Tengsl íbúa við Skálholt efldust mjög vegna hins mikla kórastarfs sem fór af stað í Skálholti. Samband Skálholts við okkur íbúana í uppsveitunum varð einlægara og nánara, og nú bera allir hag Skálholts fyrir brjósti, þökk sé m.a. ráðningu Hilmars Arnar fyrir fimmtán árum. Síðan hafa ýmsar aðrar góðar breytingar verið gerðar í Skálholti. Núverandi vígslubiskup kom í Skálholt fyrir einum átta árum og Skálholtsskóli hefur styrkst mjög. Menn hafa haft áhuga á að gera Skálholti enn hærra undir höfði og styrkja staðinn enn frekar. Því ber að fagna. En þarf að segja Hilmari Erni upp þótt breyta eigi skipulagi? Við sem þekkjum Hilmar höldum að hann geti mjög vel tekið þátt í eflingu staðarins og því er óskiljanlegt að það þurfi að byrja á að segja honum upp. Hilmar Örn er einstakur maður og við sem þekkjum til starfa hans og nærveru óskum eftir að fá að njóta hans áfram. Við óskum líka eftir að fá að njóta Skálholts áfram. Ég vona að kristileg sjónarmið og velvild í garð Hilmars, samstarfsfólks hans, samfélagsins og Skálholts verði til þess að uppsögnin verði dregin til baka. Samhygð og sátt þarf að ríkja um Skálholtsstað. Látum boðskap Guðs um kærleika, sátt og samlyndi vera leiðarljós okkar allra.Höfundur býr að Torfastöðum í Biskupstungum.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun