ÖBÍ fer í mál við fjórtán lífeyrissjóði 6. október 2006 06:15 Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að höfða mál á hendur fjórtán lífeyrissjóðum vegna ákvörðunar sjóðanna um að fella niður eða skerða örorkulífeyrisgreiðslur til 2.300 öryrkja. Þetta staðfesti Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, en Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vinnur að undirbúningi málsins ásamt ÖBÍ. Sigursteinn segir samþykktir Lífeyrissjóðanna til þess fallnar að skerða réttindi öryrkja. Við teljum samþykktir lífeyrissjóðanna ekki eiga sér lagalegar stoðir. Í greinargerðum sjóðanna til fjármálaráðuneytisins er tekið fram að um óverulegar breytingar sé að ræða á kjörum öryrkja, en í þessu tilfelli er alveg ljóst að um meiri háttar tekjuskerðingu er að ræða fyrir á þriðja þúsund öryrkja, eða rúmlega sex hundruð milljónir króna á ársgrundvelli. Við gáfum lífeyrissjóðunum svigrúm til þess að leiðrétta þessa ólögmætu skerðingu en það var ekki gert. Niðurstaða í þessu máli verður fengin fyrir dómstólum, og hvergi annars staðar. Seint í júlí sendu lífeyrissjóðirnir bréf til öryrkja og var skerðing á örorkulífeyrisgreiðslum í þeim boðuð. Tengdist skerðingin útreiknuðum tekjum á árinu 2005, miðað við neysluvísitölu, samanborið við laun sem fólkið hafði áður en það varð öryrkjar. Samkvæmt lífeyrissjóðunum hafði fólkið sem um ræddi fengið greitt umfram viðmiðunarmörk lífeyrissjóða. ÖBÍ hefur þegar sent fjármálaráðuneytinu tíu stjórnsýslukærur fyrir hönd félagsmanna sinna vegna umræddra lækkana á greiðslum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir lífeyrissjóðina þurfa að sætta sig við ákvörðun ÖBÍ. Við þurfum að sætta okkur við að taka þennan slag, fyrst ÖBÍ telur ástæðu til þess að fara í mál. Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að höfða mál á hendur fjórtán lífeyrissjóðum vegna ákvörðunar sjóðanna um að fella niður eða skerða örorkulífeyrisgreiðslur til 2.300 öryrkja. Þetta staðfesti Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, en Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vinnur að undirbúningi málsins ásamt ÖBÍ. Sigursteinn segir samþykktir Lífeyrissjóðanna til þess fallnar að skerða réttindi öryrkja. Við teljum samþykktir lífeyrissjóðanna ekki eiga sér lagalegar stoðir. Í greinargerðum sjóðanna til fjármálaráðuneytisins er tekið fram að um óverulegar breytingar sé að ræða á kjörum öryrkja, en í þessu tilfelli er alveg ljóst að um meiri háttar tekjuskerðingu er að ræða fyrir á þriðja þúsund öryrkja, eða rúmlega sex hundruð milljónir króna á ársgrundvelli. Við gáfum lífeyrissjóðunum svigrúm til þess að leiðrétta þessa ólögmætu skerðingu en það var ekki gert. Niðurstaða í þessu máli verður fengin fyrir dómstólum, og hvergi annars staðar. Seint í júlí sendu lífeyrissjóðirnir bréf til öryrkja og var skerðing á örorkulífeyrisgreiðslum í þeim boðuð. Tengdist skerðingin útreiknuðum tekjum á árinu 2005, miðað við neysluvísitölu, samanborið við laun sem fólkið hafði áður en það varð öryrkjar. Samkvæmt lífeyrissjóðunum hafði fólkið sem um ræddi fengið greitt umfram viðmiðunarmörk lífeyrissjóða. ÖBÍ hefur þegar sent fjármálaráðuneytinu tíu stjórnsýslukærur fyrir hönd félagsmanna sinna vegna umræddra lækkana á greiðslum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir lífeyrissjóðina þurfa að sætta sig við ákvörðun ÖBÍ. Við þurfum að sætta okkur við að taka þennan slag, fyrst ÖBÍ telur ástæðu til þess að fara í mál.
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira