Ójöfnuðurinn hefur skaðað samfélagið 6. október 2006 06:15 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Segir ríkisstjórnina hafa verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði. MYND/Anton Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það óyggjandi staðreynd að ríkisstjórnin hafi á síðasta áratug stundað linnulausan hernað gegn jöfnuði. Í umræðum á Alþingi í gær sagði Ingibjörg Ísland hafa færst úr hópi ríkja þar sem mestur jöfnuður er, yfir í hóp þeirra þar sem minnstur jöfnuður ríkir. Ingibjörg sagði þúsundir fjölskyldna með 3-3,5 milljónir í árstekjur á sama tíma og hundruð fjölskyldna hefðu tugi milljóna í árstekjur. Skattbyrði hópanna væri misjöfn því tekjuhærri hópurinn hefði ríkulegar fjármagnstekjur sem bæru lægri skatt en aðrar tekjur. Ingibjörg sagði stöðugt vaxandi bil milli fátækra og ríkra hafa skaðað samfélagið. „Með auknum ójöfnuði eykst stéttaskipting í samfélaginu og þar með togstreita milli þjóðfélagshópa.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði mikla tekjuaukningu hafa orðið í samfélaginu, kaupmáttur hefði aukist um sextíu prósent á tíu árum og allir þjóðfélagshópar notið góðs af. Hann gaf lítið fyrir staðhæfingar um að stórkostleg gliðnun hefði orðið í tekjudreifingunni, þeir allra tekjuhæstu hefðu þó skotist framúr. „Ég fagna ef fólki gengur vel í viðskiptum og efnast og tel það ánægjulegt fyrir allt þjóðfélagið.“ Bætti hann við að reynt hefði verið að bæta kjör lægstu hópanna, til dæmis með hærri barnabótum og samkomulagi við eldri borgara. Þá verði úrbætur gerðar á vaxtabótakerfinu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagðist ætla að skipa starfshóp til að greina stöðu og ná utan um þá samfélagshópa sem hugsanlega búa við aðstæður sem hamla þátttöku í samfélaginu. Jafnframt ætli hann að skoða hvernig hægt verður að bæta stöðu barnafjölskyldna sem búa við lök kjör. Ögmundur Jónasson, vinstri grænum, sagði þá hafa hagnast mest sem fengið hefðu kvóta og banka á silfurfati frá stjórnvöldum. Hann sagði erfiðara að vera fátækur á Íslandi í dag en fyrir 10-15 árum. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði Ísland því miður ekki stéttlaust þjóðfélag og sumir ættu vart til hnífs og skeiðar. Kenndi hann skattastefnu ríkisstjórnarinnar um. Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það óyggjandi staðreynd að ríkisstjórnin hafi á síðasta áratug stundað linnulausan hernað gegn jöfnuði. Í umræðum á Alþingi í gær sagði Ingibjörg Ísland hafa færst úr hópi ríkja þar sem mestur jöfnuður er, yfir í hóp þeirra þar sem minnstur jöfnuður ríkir. Ingibjörg sagði þúsundir fjölskyldna með 3-3,5 milljónir í árstekjur á sama tíma og hundruð fjölskyldna hefðu tugi milljóna í árstekjur. Skattbyrði hópanna væri misjöfn því tekjuhærri hópurinn hefði ríkulegar fjármagnstekjur sem bæru lægri skatt en aðrar tekjur. Ingibjörg sagði stöðugt vaxandi bil milli fátækra og ríkra hafa skaðað samfélagið. „Með auknum ójöfnuði eykst stéttaskipting í samfélaginu og þar með togstreita milli þjóðfélagshópa.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði mikla tekjuaukningu hafa orðið í samfélaginu, kaupmáttur hefði aukist um sextíu prósent á tíu árum og allir þjóðfélagshópar notið góðs af. Hann gaf lítið fyrir staðhæfingar um að stórkostleg gliðnun hefði orðið í tekjudreifingunni, þeir allra tekjuhæstu hefðu þó skotist framúr. „Ég fagna ef fólki gengur vel í viðskiptum og efnast og tel það ánægjulegt fyrir allt þjóðfélagið.“ Bætti hann við að reynt hefði verið að bæta kjör lægstu hópanna, til dæmis með hærri barnabótum og samkomulagi við eldri borgara. Þá verði úrbætur gerðar á vaxtabótakerfinu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagðist ætla að skipa starfshóp til að greina stöðu og ná utan um þá samfélagshópa sem hugsanlega búa við aðstæður sem hamla þátttöku í samfélaginu. Jafnframt ætli hann að skoða hvernig hægt verður að bæta stöðu barnafjölskyldna sem búa við lök kjör. Ögmundur Jónasson, vinstri grænum, sagði þá hafa hagnast mest sem fengið hefðu kvóta og banka á silfurfati frá stjórnvöldum. Hann sagði erfiðara að vera fátækur á Íslandi í dag en fyrir 10-15 árum. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði Ísland því miður ekki stéttlaust þjóðfélag og sumir ættu vart til hnífs og skeiðar. Kenndi hann skattastefnu ríkisstjórnarinnar um.
Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira