Kjötvörur stærstar í matarútgjöldunum 6. október 2006 06:30 Kjötvörur Af matarútgjöldunum taka kjötvörurnar mest, eða um tuttugu og tvö prósent. Kjötvörurnar eru þannig langstærsti útgjaldaliðurinn í matnum. Næststærsti liðurinn eru mjólkurvörur, síðan koma drykkjarvörur og sælgæti. Húsnæðiskostnaðurinn er stærsti útgjaldaliður heimilanna og hefur vaxið verulega síðustu árin, ef marka má tölur Hagstofunnar sem sýna meðalútgjöld heimilis á ári 2002 og 2006. Matarkostnaðurinn var stærri útgjaldaliður en ferðaútgjöld fjölskyldunnar árið 2002 en nú er bíla- og ferðakostnaður orðinn stærri liður. Stærstu útgjaldaliðir fjölskyldunnar skiptast í fernt. Húsnæðið stendur fyrir tæplega 27 prósentum og hefur sá liður vaxið hlutfallslega síðustu árin, innkaup á mat og drykkjarvörum eru tæplega fjórtán prósentum og hafa minnkað lítillega, ferðakostnaður hefur hinsvegar aukist stórum skrefum á þessum fjórum árum og nemur tæpum átján prósentum en útgjöld vegna tómstunda hafa minnkað hlutfallslega og nema nú ellefu prósentum. Matarútgjöldin nema áttatíu og níu prósentum af meðal matarútgjöldum heimilanna. Hlutfallslega fer mest af útgjöldunum í kjöt eða tæp tuttugu og tvö prósent. Mjólk og mjólkurvörur taka líka stóran hlut eða tæp átján prósent. Drykkjarvörurnar eru ellefu prósent en fiskurinn innan við fimm prósent. Tæp tíu prósent af matarútgjöldum fjölskyldunnar fara í sykur, súkkulaði og sælgæti. Henný Hinz, verkefnisstjóri hjá ASÍ, segir tölurnar ekki gefa neinar upplýsingar um kostnaðinn, aðeins um skiptingu útgjalda. "Ef við tökum matinn sem dæmi þá segja þessar tölur að matarkostnaðurinn hafi hlutfallslega minnkað vegna þess að húsnæðiskostnaðurinn hefur aukist en þetta þarf ekki að þýða að maturinn sé orðinn ódýrari. Það fer bara meira af kökunni til húsnæðis." Henný segir mikilvægt að hafa í huga að tölurnar endurspegli meðalneyslu. "Það segir sig sjálft að fólk með lágar tekjur eyðir hlutfallslega meira í mat en fólk með háar tekjur. Þessar meðaltölur segja því ekkert um skiptinguna hjá mismunandi hópum. Þær endurspegla bara neyslu allra heimila," segir hún og telur að lægra matvöruverð komi öllum vel þó að það komi best þeim sem lægstu tekjurnar hafi. Henný kemur ekki á óvart að ferðakostnaðurinn hafi hækkað. Landsmenn hafi keypt dýrari bíla og kostnaður vaxið í samræmi við það. "Bílafloti landsmanna hefur verið að stækka þannig að það hefur áhrif," segir hún. Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Húsnæðiskostnaðurinn er stærsti útgjaldaliður heimilanna og hefur vaxið verulega síðustu árin, ef marka má tölur Hagstofunnar sem sýna meðalútgjöld heimilis á ári 2002 og 2006. Matarkostnaðurinn var stærri útgjaldaliður en ferðaútgjöld fjölskyldunnar árið 2002 en nú er bíla- og ferðakostnaður orðinn stærri liður. Stærstu útgjaldaliðir fjölskyldunnar skiptast í fernt. Húsnæðið stendur fyrir tæplega 27 prósentum og hefur sá liður vaxið hlutfallslega síðustu árin, innkaup á mat og drykkjarvörum eru tæplega fjórtán prósentum og hafa minnkað lítillega, ferðakostnaður hefur hinsvegar aukist stórum skrefum á þessum fjórum árum og nemur tæpum átján prósentum en útgjöld vegna tómstunda hafa minnkað hlutfallslega og nema nú ellefu prósentum. Matarútgjöldin nema áttatíu og níu prósentum af meðal matarútgjöldum heimilanna. Hlutfallslega fer mest af útgjöldunum í kjöt eða tæp tuttugu og tvö prósent. Mjólk og mjólkurvörur taka líka stóran hlut eða tæp átján prósent. Drykkjarvörurnar eru ellefu prósent en fiskurinn innan við fimm prósent. Tæp tíu prósent af matarútgjöldum fjölskyldunnar fara í sykur, súkkulaði og sælgæti. Henný Hinz, verkefnisstjóri hjá ASÍ, segir tölurnar ekki gefa neinar upplýsingar um kostnaðinn, aðeins um skiptingu útgjalda. "Ef við tökum matinn sem dæmi þá segja þessar tölur að matarkostnaðurinn hafi hlutfallslega minnkað vegna þess að húsnæðiskostnaðurinn hefur aukist en þetta þarf ekki að þýða að maturinn sé orðinn ódýrari. Það fer bara meira af kökunni til húsnæðis." Henný segir mikilvægt að hafa í huga að tölurnar endurspegli meðalneyslu. "Það segir sig sjálft að fólk með lágar tekjur eyðir hlutfallslega meira í mat en fólk með háar tekjur. Þessar meðaltölur segja því ekkert um skiptinguna hjá mismunandi hópum. Þær endurspegla bara neyslu allra heimila," segir hún og telur að lægra matvöruverð komi öllum vel þó að það komi best þeim sem lægstu tekjurnar hafi. Henný kemur ekki á óvart að ferðakostnaðurinn hafi hækkað. Landsmenn hafi keypt dýrari bíla og kostnaður vaxið í samræmi við það. "Bílafloti landsmanna hefur verið að stækka þannig að það hefur áhrif," segir hún.
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira