Um varnarmálin Gunnar Örn Örlygsson skrifar 6. október 2006 12:54 Á Alþingi Íslendinga hefur umræða um varnarmál átt sér stað á síðustu dögum. Að lokinni munnlegri skýrslu forsætisráðherra um varnarmálin stigu forsvarsmenn Samfylkingar á sviðið og héldu hvor um sig einkennilega tölu um þær breytingar sem orðið hafa á vörnum landsins. Gagnrýni ÖssurarAð hálfu Samfylkingarinnar er viðskilnaður varnarliðsins sagður slakur. Kostnaður vegna niðurrifs auk mengunarhreinsana á gamla varnarliðssvæðinu er óhóflegur að mati Össurar Skarphéðinssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Í þessu ljósi er rétt að vekja athygli lesenda á því, að á silfurfati höfum við Íslendingar fengið meiri verðmæti og tækifæri en skástu viðskiptafræðinga Samfylkingarinnar getur órað fyrir. Í annan stað var að sjálfsögðu afar mikilvægt að benda á mikilvægi þess fyrir íslensk stjórnvöld að tala kostnaðinn upp frekar en niður í því samningaferli sem nú er yfirstaðið. Gagnrýni IngibjargarAf hálfu Samfylkingarinnar er niðurstaða samningsins afar slæm en svo komst formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að orði í sinni tölu. Samkvæmt breyttum samningi um varnarmál milli íslenskra og bandarískra yfirvalda verða varnir landsins áfram tryggðar ásamt því að lítil þjóð fær sér til handa verðmætar eignir sem án efa munu hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf svo um munar. Hér er vert að staldra örlítið við. Hefur Samfylking kynnt að einhverju leyti sínar töfralausnir í því ferli sem hefur átt sér stað? Að mati greinarhöfundar hefur eina innlegg Samfylkingar í málinu verið kjökur yfir því að hafa ekki fengið nógu miklar upplýsingar á meðan hið viðkvæma og sögulega samningaferli átti sér stað. Niðurstaðan eða útkoman fyrir íslenska þjóð er eins og best verður á kosið miðað við þá erfiðu stöðu sem bandarísk stjórnvöld settu okkur Íslendinga í. Það sem stendur að mínu mati upp úr er sú spenna að sjá hvernig dugleg og metnaðarfull þjóð mun spila úr þeim frábæru tækifærum sem nú bíða okkar á næstu misserum. Viðbrögð SuðurnesjamannaViðbrögð heimamanna hafa verið lofsverð. Þorri íslenskra starfsmanna varnarliðsins hefur nú þegar komist í ný störf. Forsvarsmenn í sveitarfélögum tóku af skarið og hvöttu sitt fólk til hreyfingar um leið og ákvörðun varnarliðsins lá endanlega fyrir. Afturhaldsmenn í pólitík hefðu hugsanlega ráðlagt hinum sömu að bíða til loka samnings með sín atvinnumál og á endanum hefði glundroði og erfiðleikar einkennt stöðu mála. Staða SuðurnesjamannaÉg hvet landsmenn til að hunsa sleggjudóma stjórnarandstöðunnar og þá tækifærismennsku sem einkennt hefur allan þeirra málflutning í þessu máli á undanförnum misserum. Að sama skapi verðum við að tryggja í framhaldinu að nýting og búnaður á varnarliðssvæðinu taki tillit til skipulagsmála og þeirrar framtíðarsýnar sem sveitarfélög á Suðurnesjum hafa sett sér. Annað væri fullkomlega óeðlilegt og ekki til farnaðar. Þekking á búnaði og staðháttum er mikil á meðal heimamanna og jafnframt verður einnig að minna á þann raunveruleika að þjónustufyrirtæki á Suðurnesjum hafa nú misst spón úr aski sínum í formi minni tekna eftir brotthvarf varnarliðsins. Sveitarfélög á Suðurnesjum verða því að fá virka þátttöku við mótun á atvinnuháttum sem að ákveðnu leyti mun fylla upp í það verkefnaskarð sem sömu fyrirtæki hafa orðið fyrir. Umfram allt verður nýting svæðisins að mótast af góðum og gegnum viðskiptalegum forsendum. Að slíkri stefnumótun er greinilega ekki hægt að treysta á Samfylkinguna. A.m.k. ekki, ef tekið er tillit til þeirrar framsetningar á málinu til þessa. Hingað til hefur okkar fulltrúi í samningaferlinu, Geir H. Haarde forsætisráðherra, staðið vaktina með myndarbrag fyrir land og þjóð. Starfsmenn án atvinnuEftir brotthvarf varnarliðsins hafa ótal viðskiptahugmyndir nú þegar skilað sér til yfirvalda og forsvarsmanna sveitarfélaga á Suðurnesjum. Úr þeim verður skipulega unnið og að sjálfsögðu á viðskiptalegum forsendum til framtíðar. Einnig er vert að líta til verkefna þar sem stórar ríkisstofnanir eiga nú möguleika á aðstöðu til sinna starfa. Nefni ég í því sambandi ríkisstofnanir sem heyra til löggæslu- og öryggismála. Að svo komnu eru rúmlega 100 starfsmenn án atvinnu eftir brotthvarf varnarliðsins. Greinarhöfundur hyggst beita sér fyrir úrlausn þeirra mála og vonast eftir góðri niðurstöðu á næstu misserum. Þakka þeim sem lásu. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga hefur umræða um varnarmál átt sér stað á síðustu dögum. Að lokinni munnlegri skýrslu forsætisráðherra um varnarmálin stigu forsvarsmenn Samfylkingar á sviðið og héldu hvor um sig einkennilega tölu um þær breytingar sem orðið hafa á vörnum landsins. Gagnrýni ÖssurarAð hálfu Samfylkingarinnar er viðskilnaður varnarliðsins sagður slakur. Kostnaður vegna niðurrifs auk mengunarhreinsana á gamla varnarliðssvæðinu er óhóflegur að mati Össurar Skarphéðinssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Í þessu ljósi er rétt að vekja athygli lesenda á því, að á silfurfati höfum við Íslendingar fengið meiri verðmæti og tækifæri en skástu viðskiptafræðinga Samfylkingarinnar getur órað fyrir. Í annan stað var að sjálfsögðu afar mikilvægt að benda á mikilvægi þess fyrir íslensk stjórnvöld að tala kostnaðinn upp frekar en niður í því samningaferli sem nú er yfirstaðið. Gagnrýni IngibjargarAf hálfu Samfylkingarinnar er niðurstaða samningsins afar slæm en svo komst formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að orði í sinni tölu. Samkvæmt breyttum samningi um varnarmál milli íslenskra og bandarískra yfirvalda verða varnir landsins áfram tryggðar ásamt því að lítil þjóð fær sér til handa verðmætar eignir sem án efa munu hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf svo um munar. Hér er vert að staldra örlítið við. Hefur Samfylking kynnt að einhverju leyti sínar töfralausnir í því ferli sem hefur átt sér stað? Að mati greinarhöfundar hefur eina innlegg Samfylkingar í málinu verið kjökur yfir því að hafa ekki fengið nógu miklar upplýsingar á meðan hið viðkvæma og sögulega samningaferli átti sér stað. Niðurstaðan eða útkoman fyrir íslenska þjóð er eins og best verður á kosið miðað við þá erfiðu stöðu sem bandarísk stjórnvöld settu okkur Íslendinga í. Það sem stendur að mínu mati upp úr er sú spenna að sjá hvernig dugleg og metnaðarfull þjóð mun spila úr þeim frábæru tækifærum sem nú bíða okkar á næstu misserum. Viðbrögð SuðurnesjamannaViðbrögð heimamanna hafa verið lofsverð. Þorri íslenskra starfsmanna varnarliðsins hefur nú þegar komist í ný störf. Forsvarsmenn í sveitarfélögum tóku af skarið og hvöttu sitt fólk til hreyfingar um leið og ákvörðun varnarliðsins lá endanlega fyrir. Afturhaldsmenn í pólitík hefðu hugsanlega ráðlagt hinum sömu að bíða til loka samnings með sín atvinnumál og á endanum hefði glundroði og erfiðleikar einkennt stöðu mála. Staða SuðurnesjamannaÉg hvet landsmenn til að hunsa sleggjudóma stjórnarandstöðunnar og þá tækifærismennsku sem einkennt hefur allan þeirra málflutning í þessu máli á undanförnum misserum. Að sama skapi verðum við að tryggja í framhaldinu að nýting og búnaður á varnarliðssvæðinu taki tillit til skipulagsmála og þeirrar framtíðarsýnar sem sveitarfélög á Suðurnesjum hafa sett sér. Annað væri fullkomlega óeðlilegt og ekki til farnaðar. Þekking á búnaði og staðháttum er mikil á meðal heimamanna og jafnframt verður einnig að minna á þann raunveruleika að þjónustufyrirtæki á Suðurnesjum hafa nú misst spón úr aski sínum í formi minni tekna eftir brotthvarf varnarliðsins. Sveitarfélög á Suðurnesjum verða því að fá virka þátttöku við mótun á atvinnuháttum sem að ákveðnu leyti mun fylla upp í það verkefnaskarð sem sömu fyrirtæki hafa orðið fyrir. Umfram allt verður nýting svæðisins að mótast af góðum og gegnum viðskiptalegum forsendum. Að slíkri stefnumótun er greinilega ekki hægt að treysta á Samfylkinguna. A.m.k. ekki, ef tekið er tillit til þeirrar framsetningar á málinu til þessa. Hingað til hefur okkar fulltrúi í samningaferlinu, Geir H. Haarde forsætisráðherra, staðið vaktina með myndarbrag fyrir land og þjóð. Starfsmenn án atvinnuEftir brotthvarf varnarliðsins hafa ótal viðskiptahugmyndir nú þegar skilað sér til yfirvalda og forsvarsmanna sveitarfélaga á Suðurnesjum. Úr þeim verður skipulega unnið og að sjálfsögðu á viðskiptalegum forsendum til framtíðar. Einnig er vert að líta til verkefna þar sem stórar ríkisstofnanir eiga nú möguleika á aðstöðu til sinna starfa. Nefni ég í því sambandi ríkisstofnanir sem heyra til löggæslu- og öryggismála. Að svo komnu eru rúmlega 100 starfsmenn án atvinnu eftir brotthvarf varnarliðsins. Greinarhöfundur hyggst beita sér fyrir úrlausn þeirra mála og vonast eftir góðri niðurstöðu á næstu misserum. Þakka þeim sem lásu. Höfundur er alþingismaður.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun