Fyrsta leiguþyrlan komin til landins 8. október 2006 06:30 Flugmönnum heilsað. Þyrlan er af sambærilegri tegund og þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF. Ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hún er af tegundinni Puma og er sambærileg við Super Puma þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF. Þyrlan er sú fyrsta af þremur sem leigðar hafa verið í kjölfar brottfarar þyrlusveitar varnarliðsins. Önnur þyrlan kemur til landsins í næsta mánuði og sú þriðja kemur í maí á næsta ári. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra voru viðstaddir komu þyrlunnar í gær. Landhelgisgæslunni var á dögunum veitt flugrekstrarleyfi frá Flugmálastjórn, sem gerir henni kleift að leigja þyrlurnar. Með komu þyrlunnar hefur Landhelgisgæslan yfir þremur björgunarþyrlum að ráða. Með þyrlunni fylgja flugmenn frá AirLift, en á Íslandi eru ekki nógu margir þyrluflugmenn til að Íslendingar geti séð um að fljúga þyrlunni. Þegar ljóst var að varnarliðið myndi hverfa af landi brott lét Björn Bjarnason hefja leit að leiguþyrlum sem koma áttu í stað þeirra sem varnarliðið tæki með sér. Að sögn forstjóra Landhelgisgæslunnar tekur slík leit yfirleitt eitt til tvö ár en Íslendingum hafi tekist að ganga frá samningum um leigu á rúmum sex mánuðum. Fyrirtækið sem leigir þyrlurnar út er norskt og heitir AirLift. Þyrlurnar þrjár eru leigðar til eins árs í senn. horft til himins Fjöldi manns var saman kominn þegar þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hún er sú þriðja sem Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða, en í maí næstkomandi verða þær orðnar fimm. Með þyrlunni fylgja þyrluflugmenn frá AirLift. „Þetta er mjög góður dagur og það er glæsilegt að ná þessum árangri á svona skömmum tíma, að fá þetta tæki hingað ásamt þyrlunni sem við fáum í nóvember,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. „Þegar við höfðum samband við erlenda aðila og sögðumst þurfa á þyrlu að halda í september var spurt á móti hvort við værum að tala um árið 2007 eða 2008. Menn áttu erfitt með að skilja að við þyrftum þyrlu svona fljótt en það tókst.“ Hann segir að leitað hafi verið um allan heim að þyrlum til að leigja með svona skömmum fyrirvara. „Þessi heimur er ekki stór. Við fórum allsstaðar þar sem þyrlur eru og fengum að lokum þessa.“ „Þessi dagur er stór, ekki hvað síst vegna þess að við skulum vera komin með flugrekstrar- og flugrekendaleyfi,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. „Þetta er upphafið að nýjum tímum í flugsögu Landhelgisgæslunnar. Það má segja að þetta sé mettími í að finna leiguþyrlu.“ Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hún er af tegundinni Puma og er sambærileg við Super Puma þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF. Þyrlan er sú fyrsta af þremur sem leigðar hafa verið í kjölfar brottfarar þyrlusveitar varnarliðsins. Önnur þyrlan kemur til landsins í næsta mánuði og sú þriðja kemur í maí á næsta ári. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra voru viðstaddir komu þyrlunnar í gær. Landhelgisgæslunni var á dögunum veitt flugrekstrarleyfi frá Flugmálastjórn, sem gerir henni kleift að leigja þyrlurnar. Með komu þyrlunnar hefur Landhelgisgæslan yfir þremur björgunarþyrlum að ráða. Með þyrlunni fylgja flugmenn frá AirLift, en á Íslandi eru ekki nógu margir þyrluflugmenn til að Íslendingar geti séð um að fljúga þyrlunni. Þegar ljóst var að varnarliðið myndi hverfa af landi brott lét Björn Bjarnason hefja leit að leiguþyrlum sem koma áttu í stað þeirra sem varnarliðið tæki með sér. Að sögn forstjóra Landhelgisgæslunnar tekur slík leit yfirleitt eitt til tvö ár en Íslendingum hafi tekist að ganga frá samningum um leigu á rúmum sex mánuðum. Fyrirtækið sem leigir þyrlurnar út er norskt og heitir AirLift. Þyrlurnar þrjár eru leigðar til eins árs í senn. horft til himins Fjöldi manns var saman kominn þegar þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hún er sú þriðja sem Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða, en í maí næstkomandi verða þær orðnar fimm. Með þyrlunni fylgja þyrluflugmenn frá AirLift. „Þetta er mjög góður dagur og það er glæsilegt að ná þessum árangri á svona skömmum tíma, að fá þetta tæki hingað ásamt þyrlunni sem við fáum í nóvember,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. „Þegar við höfðum samband við erlenda aðila og sögðumst þurfa á þyrlu að halda í september var spurt á móti hvort við værum að tala um árið 2007 eða 2008. Menn áttu erfitt með að skilja að við þyrftum þyrlu svona fljótt en það tókst.“ Hann segir að leitað hafi verið um allan heim að þyrlum til að leigja með svona skömmum fyrirvara. „Þessi heimur er ekki stór. Við fórum allsstaðar þar sem þyrlur eru og fengum að lokum þessa.“ „Þessi dagur er stór, ekki hvað síst vegna þess að við skulum vera komin með flugrekstrar- og flugrekendaleyfi,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. „Þetta er upphafið að nýjum tímum í flugsögu Landhelgisgæslunnar. Það má segja að þetta sé mettími í að finna leiguþyrlu.“
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira