Fáir lásu fyrsta blaðið 8. október 2006 05:00 Aðeins þrjú prósent Dana lásu fyrsta tölublað Nyhedsavisen sem kom út á föstudag. Þetta er niðurstaða könnunar sem dagblaðið Berlingske tidende sagði frá í gær. Segir í frétt blaðsins að lesturinn sé minni en fríblöðin 24 tímar og Dato fengu þegar þau komu fyrst út í ágúst síðastliðnum. Morten Nissen Nielsen, framkvæmdastjóri Nyhedsavisen, gefur lítið fyrir könnunina og bendir á að vegna bilunar í prentsmiðju hafi upplag blaðsins á fyrsta útgáfudegi verið helmingi minna en lagt var upp með. Hann segist ánægður með viðbrögð lesenda og auglýsenda og að allir byrjunarörðugleikar verði leystir. Dreifing blaðsins í miðborg Kaupmannahafnar verður þó mun minni en gert var ráð fyrir í upphafi þar sem húsfélög vilja ekki afhenda dreifingaraðilunum lykla að stigagöngum. Þrátt fyrir fáa lesendur hefur forsíðufrétt Nyhedsavisen á föstudag valdið usla innanlands sem utan. En þar var sagt frá myndbandi sem tekið var á fundi ungliðahreyfingar Danska þjóðarflokksins þar sem keppt var í gerð niðrandi skopmynda af Múhameð spámanni. Hafa ungliðahreyfingar hinna dönsku stjórnmálaflokkanna slitið á öll tengsl við Danska þjóðarflokkinn. Eins hafa fjölmiðlar í Miðausturlöndum tekið málið upp og stærsti stjórnarandstöðuflokkur Egyptalands hefur fordæmt athæfið og hvatt múslima til að standa vörð um trú sína. Innlent Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Aðeins þrjú prósent Dana lásu fyrsta tölublað Nyhedsavisen sem kom út á föstudag. Þetta er niðurstaða könnunar sem dagblaðið Berlingske tidende sagði frá í gær. Segir í frétt blaðsins að lesturinn sé minni en fríblöðin 24 tímar og Dato fengu þegar þau komu fyrst út í ágúst síðastliðnum. Morten Nissen Nielsen, framkvæmdastjóri Nyhedsavisen, gefur lítið fyrir könnunina og bendir á að vegna bilunar í prentsmiðju hafi upplag blaðsins á fyrsta útgáfudegi verið helmingi minna en lagt var upp með. Hann segist ánægður með viðbrögð lesenda og auglýsenda og að allir byrjunarörðugleikar verði leystir. Dreifing blaðsins í miðborg Kaupmannahafnar verður þó mun minni en gert var ráð fyrir í upphafi þar sem húsfélög vilja ekki afhenda dreifingaraðilunum lykla að stigagöngum. Þrátt fyrir fáa lesendur hefur forsíðufrétt Nyhedsavisen á föstudag valdið usla innanlands sem utan. En þar var sagt frá myndbandi sem tekið var á fundi ungliðahreyfingar Danska þjóðarflokksins þar sem keppt var í gerð niðrandi skopmynda af Múhameð spámanni. Hafa ungliðahreyfingar hinna dönsku stjórnmálaflokkanna slitið á öll tengsl við Danska þjóðarflokkinn. Eins hafa fjölmiðlar í Miðausturlöndum tekið málið upp og stærsti stjórnarandstöðuflokkur Egyptalands hefur fordæmt athæfið og hvatt múslima til að standa vörð um trú sína.
Innlent Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira