FL Group selur allan hlut sinn í Icelandair 8. október 2006 03:30 FL Group mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vera tilbúið að selja allan hlut sinn í félaginu eftir að ljóst varð að áhugi fjárfesta reyndist meiri en ráð hafði verið fyrir gert þegar tilkynnt var um sölu 51 prósents hlutar á þriðjudag. Fyrrverandi eigendur Vátryggingafélags Íslands munu mynda nýja kjölfestu í félaginu og eiga ríflega þriðjungshlut. Í þessum hópi eru Hesteyri, undir forystu Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, auk félaga sem áður tengdust Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Aðrir sem koma þar við sögu eru Finnur Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Aðrir sem nefndir eru sem stórir hluthafar eru eigendur Olíufélagsins Essó, en í þeim hópi eru fyrrverandi stjórnarmaður flugfélagsins, Benedikt Sveinsson, og aðilar tengdir honum. Ómar Benediktsson, fyrrverandi forstjóri Íslandsflugs og flugfélagsins Atlanta, er einnig nefndur til sögunnar. Talið er að þessir aðilar muni kaupa um tíu prósent hvor hópur. Hópur annarra fjárfesta mun kaupa það sem á vantar, en gert er ráð fyrir að starfsmenn og almenningur muni kaupa um 15 prósent hlutafjár. Væntanlegir kaupendur eru einhuga um stjórnendur og stefnu Icelandair og því ekki búist við miklum breytingum á félaginu Glitnir sölutryggði 51 prósents hlut í félaginu og hafði þá þegar tryggt nægjanlegan áhuga fjárfesta á þeim hlut. Ljóst er nú að fullur áhugi er meðal fjárfesta að kaupa meira og er stefnt að því að ljúka sölu á öllum hlutum FL Group í Icelandair fyrir vikulok. Unnið er að áreiðanleikakönnun félagsins og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki fyrir vikulok. Heildarvirði félagsins er 43 milljarðar króna og hlutafé er metið á 33 milljarða króna. Forsvarsmenn FL Group hafa að undanförnu lýst því yfir að félagið hafi verið tilbúið að selja allt félagið eða eiga kjölfestuhlut áfram. Ljóst hefur verið að hugur FL Group hneigist í þá átt að draga úr eign í flugrekstri og því vilji til þess að mæta þeim áhuga sem reyndist vera á félaginu. Bókfærður hagnaður FL Group vegna sölunnar er um 26 milljarðar króna. Innlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
FL Group mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vera tilbúið að selja allan hlut sinn í félaginu eftir að ljóst varð að áhugi fjárfesta reyndist meiri en ráð hafði verið fyrir gert þegar tilkynnt var um sölu 51 prósents hlutar á þriðjudag. Fyrrverandi eigendur Vátryggingafélags Íslands munu mynda nýja kjölfestu í félaginu og eiga ríflega þriðjungshlut. Í þessum hópi eru Hesteyri, undir forystu Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, auk félaga sem áður tengdust Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Aðrir sem koma þar við sögu eru Finnur Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Aðrir sem nefndir eru sem stórir hluthafar eru eigendur Olíufélagsins Essó, en í þeim hópi eru fyrrverandi stjórnarmaður flugfélagsins, Benedikt Sveinsson, og aðilar tengdir honum. Ómar Benediktsson, fyrrverandi forstjóri Íslandsflugs og flugfélagsins Atlanta, er einnig nefndur til sögunnar. Talið er að þessir aðilar muni kaupa um tíu prósent hvor hópur. Hópur annarra fjárfesta mun kaupa það sem á vantar, en gert er ráð fyrir að starfsmenn og almenningur muni kaupa um 15 prósent hlutafjár. Væntanlegir kaupendur eru einhuga um stjórnendur og stefnu Icelandair og því ekki búist við miklum breytingum á félaginu Glitnir sölutryggði 51 prósents hlut í félaginu og hafði þá þegar tryggt nægjanlegan áhuga fjárfesta á þeim hlut. Ljóst er nú að fullur áhugi er meðal fjárfesta að kaupa meira og er stefnt að því að ljúka sölu á öllum hlutum FL Group í Icelandair fyrir vikulok. Unnið er að áreiðanleikakönnun félagsins og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki fyrir vikulok. Heildarvirði félagsins er 43 milljarðar króna og hlutafé er metið á 33 milljarða króna. Forsvarsmenn FL Group hafa að undanförnu lýst því yfir að félagið hafi verið tilbúið að selja allt félagið eða eiga kjölfestuhlut áfram. Ljóst hefur verið að hugur FL Group hneigist í þá átt að draga úr eign í flugrekstri og því vilji til þess að mæta þeim áhuga sem reyndist vera á félaginu. Bókfærður hagnaður FL Group vegna sölunnar er um 26 milljarðar króna.
Innlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira