Fjarðarárvirkjun fyrirmynd 9. október 2006 18:00 Það er fyllilega tímabært að staldra við og endurskoða með hvaða hætti er rétt að ráðast í virkjanaframkvæmdir líkt og Samfylkingin hefur lagt til. Hingað til hafa nýtingarsjónamiðin verið í forgrunni en náttúruverndin afgangsstærð. Þessu þarf að breyta. Það þarf að setja náttúruverndina í fyrsta sætið en síðan að skoða nýtingarmöguleikana. Gott dæmi um forgang náttúrunnar er ný virkjun Fjarðarár í Seyðisfirði. Það kom í minn hlut sem þá bæjarstjóri Seyðisfirðinga að stýra samningagerðinni við Íslenska Orkuvirkjun. Þar voru sett fram skýr náttúruverndarsjónarmið áður en hafist var handa við að reikna út arðsemina. Framkvæmdin skyldi taka mið af verndun náttúrunnar og arðsemisútreikningar byggja á þeim forsendum. Í gömlu vatnalögunum var gert ráð fyrir að við virkjanaframkvæmdir væru nýtingarmöguleikarnir hámarkaðir. Við virkjun Fjarðarár var þessu öfugt farið. Víðtæk sátt náðist innan bæjarins um að ásýnd árinnar og fossana mætti ekki eyðileggja. Þannig fékk áin og fossarnir forgang að vatnsrennslinu en það sem umfram var mátti nýta til raforkuframleiðslu. Náttúran kom fyrst en síðan nýting. Annað var gert ljóst áður en hafist var handa um arðsemisútreikninga. Allar pípur skyldu lagðar í jörð þannig að þær skemmdu ekki hið ægifagra umhverfi Seyðisfjarðar. Að þessum forsendum gefnum gat fyrirtækið farið að reikna út hvort framkvæmdin væri arðbær. Fyrirliggjandi rammaáætlunum um virkjanir á Íslandi þarf að henda út í hafsauga og vinna þær alveg upp á nýtt. Byrja þarf á að skilgreina hvort og þá með hvaða hætti megi ganga á náttúru Íslands í hverju og einstöku tilfelli. Þegar sett hafa verið skýr mörk á forsendum náttúrverndar er hægt að fara að skoða hvort og hvar sé arðsamt að virkja. Nýting og arðsemi taki þannig mið af fyrirframgefnum náttúruverndarsjónarmiðum en ekki að reynt verði að þvinga náttúruverndina að nýtingarsjónarmiðum. Það á jafnt við um vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir. Sú mikla umræða sem verið hefur undanfarið um virkjunarmál og umgengni við náttúru Íslands kallar á ný vinnubrögð og nýja nálgun varðandi slíkar framkvæmdir. Ný virkjun í Fjarðará getur orðið þar til fyrirmyndar. Látum náttúruna hafa forgang en nýtinguna mæta afgangi. Höfundur sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er fyllilega tímabært að staldra við og endurskoða með hvaða hætti er rétt að ráðast í virkjanaframkvæmdir líkt og Samfylkingin hefur lagt til. Hingað til hafa nýtingarsjónamiðin verið í forgrunni en náttúruverndin afgangsstærð. Þessu þarf að breyta. Það þarf að setja náttúruverndina í fyrsta sætið en síðan að skoða nýtingarmöguleikana. Gott dæmi um forgang náttúrunnar er ný virkjun Fjarðarár í Seyðisfirði. Það kom í minn hlut sem þá bæjarstjóri Seyðisfirðinga að stýra samningagerðinni við Íslenska Orkuvirkjun. Þar voru sett fram skýr náttúruverndarsjónarmið áður en hafist var handa við að reikna út arðsemina. Framkvæmdin skyldi taka mið af verndun náttúrunnar og arðsemisútreikningar byggja á þeim forsendum. Í gömlu vatnalögunum var gert ráð fyrir að við virkjanaframkvæmdir væru nýtingarmöguleikarnir hámarkaðir. Við virkjun Fjarðarár var þessu öfugt farið. Víðtæk sátt náðist innan bæjarins um að ásýnd árinnar og fossana mætti ekki eyðileggja. Þannig fékk áin og fossarnir forgang að vatnsrennslinu en það sem umfram var mátti nýta til raforkuframleiðslu. Náttúran kom fyrst en síðan nýting. Annað var gert ljóst áður en hafist var handa um arðsemisútreikninga. Allar pípur skyldu lagðar í jörð þannig að þær skemmdu ekki hið ægifagra umhverfi Seyðisfjarðar. Að þessum forsendum gefnum gat fyrirtækið farið að reikna út hvort framkvæmdin væri arðbær. Fyrirliggjandi rammaáætlunum um virkjanir á Íslandi þarf að henda út í hafsauga og vinna þær alveg upp á nýtt. Byrja þarf á að skilgreina hvort og þá með hvaða hætti megi ganga á náttúru Íslands í hverju og einstöku tilfelli. Þegar sett hafa verið skýr mörk á forsendum náttúrverndar er hægt að fara að skoða hvort og hvar sé arðsamt að virkja. Nýting og arðsemi taki þannig mið af fyrirframgefnum náttúruverndarsjónarmiðum en ekki að reynt verði að þvinga náttúruverndina að nýtingarsjónarmiðum. Það á jafnt við um vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir. Sú mikla umræða sem verið hefur undanfarið um virkjunarmál og umgengni við náttúru Íslands kallar á ný vinnubrögð og nýja nálgun varðandi slíkar framkvæmdir. Ný virkjun í Fjarðará getur orðið þar til fyrirmyndar. Látum náttúruna hafa forgang en nýtinguna mæta afgangi. Höfundur sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun