Fréttablaðið með yfirburði 17. október 2006 06:30 Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins og hefur forysta blaðsins á önnur blöð aldrei mælst meiri. Að meðaltali lesa 68,9 prósent landsmanna Fréttablaðið á hverjum degi samkvæmt fjölmiðlakönnun sem Capacent-Gallup gerði í september. 91,2 prósent landsmanna lásu Fréttablaðið einhvern tímann í vikunni sem könnunin stóð yfir. 49,6 prósent landsmanna lesa Morgunblaðið að meðaltali hvern dag en 74,7 prósent sögðust hafa lesið Morgunblaðið einhvern tímann í könnunarvikunni. Meðallestur Blaðsins mælist nú 45,6 prósent en 70,8 prósent landsmanna lásu Blaðið vikuna sem könnunin var gerð. Þetta þýðir að hvern dag lesa að meðaltali um 44 þúsund fleiri Fréttablaðið en Morgunblaðið, og 54 þúsund fleiri lesa Fréttablaðið en Blaðið. Fréttablaðið styrkir stöðu sína sem mest lesna blað landsins frá síðustu könnun sem var gerð í vor. Meðallestur Fréttablaðsins hækkar um 0,6 prósentustig, á sama tíma og lestur Morgunblaðsins minnkar um 4,7 prósentustig og lestur Blaðsins eykst um 12,7 prósentustig. Sem fyrr er Fréttablaðið meira lesið en hin blöðin alla daga vikunnar, af báðum kynjum, öllum aldurshópum og í öllum landshlutum. Þegar horft er til meðallesturs á höfuðborgarsvæðinu þá er Fréttablaðið lesið af 72,9 prósentum íbúanna á hverjum degi, Morgunblaðið af 53,7 prósentum íbúa og Blaðið af 54,1 prósenti. 93,9 prósent höfuðborgarbúa lásu Fréttablaðið einhvern tímann í vikunni, 78,8 prósent Morgunblaðið og 79,3 prósent Blaðið. Þetta þýðir að Morgunblaðið er komið í þriðja sæti á lista íbúa höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að lestri dagblaða. Ef lesendum á höfuðborgarsvæðinu er skipt í aldurshópa þá sést að 69,2 prósent fólks á aldrinum 16 til 29 ára lesa Fréttablaðið að meðaltali hvern dag, 37,9 prósent Morgunblaðið og 43 prósent Blaðið. Í aldurshópnum 18 til 49 ára lesa 70,7 prósent Fréttablaðið, 44,5 prósent Morgunblaðið og 48,8 prósent Blaðið. Meðal fimmtíu ára og eldri lesa 82,2 prósent Fréttablaðið, 74,2 prósent Morgunblaðið og 68,6 prósent Blaðið. Innlent Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins og hefur forysta blaðsins á önnur blöð aldrei mælst meiri. Að meðaltali lesa 68,9 prósent landsmanna Fréttablaðið á hverjum degi samkvæmt fjölmiðlakönnun sem Capacent-Gallup gerði í september. 91,2 prósent landsmanna lásu Fréttablaðið einhvern tímann í vikunni sem könnunin stóð yfir. 49,6 prósent landsmanna lesa Morgunblaðið að meðaltali hvern dag en 74,7 prósent sögðust hafa lesið Morgunblaðið einhvern tímann í könnunarvikunni. Meðallestur Blaðsins mælist nú 45,6 prósent en 70,8 prósent landsmanna lásu Blaðið vikuna sem könnunin var gerð. Þetta þýðir að hvern dag lesa að meðaltali um 44 þúsund fleiri Fréttablaðið en Morgunblaðið, og 54 þúsund fleiri lesa Fréttablaðið en Blaðið. Fréttablaðið styrkir stöðu sína sem mest lesna blað landsins frá síðustu könnun sem var gerð í vor. Meðallestur Fréttablaðsins hækkar um 0,6 prósentustig, á sama tíma og lestur Morgunblaðsins minnkar um 4,7 prósentustig og lestur Blaðsins eykst um 12,7 prósentustig. Sem fyrr er Fréttablaðið meira lesið en hin blöðin alla daga vikunnar, af báðum kynjum, öllum aldurshópum og í öllum landshlutum. Þegar horft er til meðallesturs á höfuðborgarsvæðinu þá er Fréttablaðið lesið af 72,9 prósentum íbúanna á hverjum degi, Morgunblaðið af 53,7 prósentum íbúa og Blaðið af 54,1 prósenti. 93,9 prósent höfuðborgarbúa lásu Fréttablaðið einhvern tímann í vikunni, 78,8 prósent Morgunblaðið og 79,3 prósent Blaðið. Þetta þýðir að Morgunblaðið er komið í þriðja sæti á lista íbúa höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að lestri dagblaða. Ef lesendum á höfuðborgarsvæðinu er skipt í aldurshópa þá sést að 69,2 prósent fólks á aldrinum 16 til 29 ára lesa Fréttablaðið að meðaltali hvern dag, 37,9 prósent Morgunblaðið og 43 prósent Blaðið. Í aldurshópnum 18 til 49 ára lesa 70,7 prósent Fréttablaðið, 44,5 prósent Morgunblaðið og 48,8 prósent Blaðið. Meðal fimmtíu ára og eldri lesa 82,2 prósent Fréttablaðið, 74,2 prósent Morgunblaðið og 68,6 prósent Blaðið.
Innlent Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira