Samskipti barna og foreldra 26. október 2006 05:00 Að hafa aðgengi að foreldrunum skiptir jafnvel hvað mestu máli. Í þessum stutta pistli langar mig að velta vöngum yfir eðli þeirra samskipta sem foreldrar og börn eiga saman. Sjálf hef ég haldið ótal fyrirlestra um þetta málefni fyrir foreldra og einnig fyrir ólíka hópa í samfélaginu sem starfa með börnum. Heilmiklar rannsóknir hafa einnig verið gerðar á því hvort það sé tímalengd samverunnar eða hvort tíminn sé aukaatriði heldur séu það gæði samverunnar sem skipta hvað mestu máli. Þá er átt við hvort verið sé að tala saman eða gera eitthvað saman. Allt er þetta gott og gilt. Sá punktur sem mig myndi þó langa að reifa hér hefur að gera með að hafa sem oftast öruggt aðgengi að foreldrum sínum. Mörg okkar sem eru komin á miðjan aldur munum hvernig þessu var háttað á okkar bernskuárum. Flestar mæður voru þá heima. Börnin vissu af mæðrum sínum á heimilinu og var hún gjarnan heima þegar þau komu úr skólanum. Hvert innihald samskiptanna var og hvort þau voru rík af gæðum hefur, eins og gengur og gerist, auðvitað verið afar mismunandi. Því má spyrja nú þegar við erum á fleygiferð inn í framtíðina, margir í meira en 100% vinnu og á kafi í lífsgæðakapphlaupinu hvaða tegund af samskiptum skilar sér best til barna okkar. Þar sem tímaskortur vegna anna er víða vilja margir gefa því gaum með hvaða hætti samskiptum við börnin sé best háttað þannig að þau gagnist þeim sem best. Ég held að það að hafa aðgengi að foreldrum sínum með einum eða öðrum hætti sé með því mikilvægasta fyrir þau. Heilbrigð skynsemi segir auðvitað að sitt lítið af hverju s.s. aðgengi, samvera, að tala saman og gera eitthvað saman hlýtur að vera farsælast. En ef það er nú svo að það þyrfti að forgangsraða vegna tímaskorts eða einhvers annars þá er ekki ósennilegt að aðgengið kunni að vera býsna ofarlega. Það að barnið og unglingurinn viti hvar foreldrarnir eru, hvernig hægt er að ná í þá þegar þeim langar að spjalla eða þegar mikið liggur við er afar mikilvægt. Þegar börn og foreldrar eru saman heima er það ekki hvað síst einfaldlega nærveran sem börnin kunna hvað mest að meta. Höfundur er sálfræðingur gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Að hafa aðgengi að foreldrunum skiptir jafnvel hvað mestu máli. Í þessum stutta pistli langar mig að velta vöngum yfir eðli þeirra samskipta sem foreldrar og börn eiga saman. Sjálf hef ég haldið ótal fyrirlestra um þetta málefni fyrir foreldra og einnig fyrir ólíka hópa í samfélaginu sem starfa með börnum. Heilmiklar rannsóknir hafa einnig verið gerðar á því hvort það sé tímalengd samverunnar eða hvort tíminn sé aukaatriði heldur séu það gæði samverunnar sem skipta hvað mestu máli. Þá er átt við hvort verið sé að tala saman eða gera eitthvað saman. Allt er þetta gott og gilt. Sá punktur sem mig myndi þó langa að reifa hér hefur að gera með að hafa sem oftast öruggt aðgengi að foreldrum sínum. Mörg okkar sem eru komin á miðjan aldur munum hvernig þessu var háttað á okkar bernskuárum. Flestar mæður voru þá heima. Börnin vissu af mæðrum sínum á heimilinu og var hún gjarnan heima þegar þau komu úr skólanum. Hvert innihald samskiptanna var og hvort þau voru rík af gæðum hefur, eins og gengur og gerist, auðvitað verið afar mismunandi. Því má spyrja nú þegar við erum á fleygiferð inn í framtíðina, margir í meira en 100% vinnu og á kafi í lífsgæðakapphlaupinu hvaða tegund af samskiptum skilar sér best til barna okkar. Þar sem tímaskortur vegna anna er víða vilja margir gefa því gaum með hvaða hætti samskiptum við börnin sé best háttað þannig að þau gagnist þeim sem best. Ég held að það að hafa aðgengi að foreldrum sínum með einum eða öðrum hætti sé með því mikilvægasta fyrir þau. Heilbrigð skynsemi segir auðvitað að sitt lítið af hverju s.s. aðgengi, samvera, að tala saman og gera eitthvað saman hlýtur að vera farsælast. En ef það er nú svo að það þyrfti að forgangsraða vegna tímaskorts eða einhvers annars þá er ekki ósennilegt að aðgengið kunni að vera býsna ofarlega. Það að barnið og unglingurinn viti hvar foreldrarnir eru, hvernig hægt er að ná í þá þegar þeim langar að spjalla eða þegar mikið liggur við er afar mikilvægt. Þegar börn og foreldrar eru saman heima er það ekki hvað síst einfaldlega nærveran sem börnin kunna hvað mest að meta. Höfundur er sálfræðingur gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun