Þrír þýskir hermenn játa 1. nóvember 2006 05:30 Sláandi myndir Þjóðverjar eru miður sín yfir myndum sem birst hafa í þýskum fjölmiðlum af þýskum hermönnum í Afganistan sem sýna mennskum líkamsleifum vanvirðingu. MYND/AP Þrír þýskir hermenn hafa viðurkennt að bera ábyrgð á ljósmyndum af hermönnum sem stilla sér upp með mennsk bein í Afganistan, að því er kom fram í máli háttsetts herforingja í gær. Undanfarna daga hafa fleiri myndir fundist til viðbótar þeim sem þýska æsifréttablaðið Bild Zeitung birti á miðvikudag í síðustu viku og ljóst er að fjölmiðlar hafa fleiri óbirtar ljósmyndir undir höndum. Myndirnar í Bild vöktu almennan viðbjóð meðal Þjóðverja og urðu kveikjan að víðtækri rannsókn hersins og saksóknara á málinu. Þær þykja óhemju ósmekklegar og sína lítilsvirðingu hermannanna á líkamsleifunum, en á myndunum má sjá hermenn stilla sér upp með höfuðkúpur og fleiri bein. Á sumum hafa hermennirnir raðað beinum á jeppa sína og á einni sést hermaður halda höfuðkúpu upp að beruðum kynfærum sínum. Myndirnar sem hermennirnir þrír tóku ábyrgð á eru frá því í mars 2004. Hefur þýska blaðið Lübecker Nachrichten eftir herforingjanum Christof Munzlinger að hermennirnir sem tekið hafa ábyrgð á ljósmyndunum tilheyri herdeild staðsettri í Bad Segeberg í norðurhluta Þýskalands. „[Hermennirnir] hafa játað fulla aðild að málinu og hafa sýnt iðrun yfir atvikinu,“ sagði Munzlinger, sem hvorki nafngreindi mennina né útlistaði hvers konar hegningu þeir gætu átt von á. Ráðamenn hersins hafa nú þegar leyst tvo hermenn frá störfum í tengslum við myndirnar, sem talið er að hafi verið teknar árin 2003 og 2004 við fjöldagröf sem hermennirnir uppgötvuðu nærri Kabúl, höfuðborg Afganistan. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins, Thomas Raabe, sagði á mánudag að um 20 fyrrverandi og núverandi hermenn, sem sinnt hafa herþjónustu í Afganistan, lægju undir grun vegna málsins. Ríkissaksóknarar Þýskalands rannsaka nú hvort hægt sé að kæra þá fyrir að rjúfa grafhelgi og mikil umræða hefur sprottið upp um hvort þýskir hermenn séu almennt nægilega vel undirbúnir andlega fyrir herþjónustu í löndum sem Afganistan, þar sem árásir og morð eru hluti af daglegu lífi. Um síðustu helgi komu fram getgátur í þýskum fjölmiðlum um að þýskir hermenn í Kósóvo gætu hafa hegðað sér á svipaðan hátt, en Raabe sagðist efa það. „Við höfum engar vísbendingar um að neitt þessu líkt hafi gerst á Balkanskaganum,“ sagði Raabe. Erlent Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Sjá meira
Þrír þýskir hermenn hafa viðurkennt að bera ábyrgð á ljósmyndum af hermönnum sem stilla sér upp með mennsk bein í Afganistan, að því er kom fram í máli háttsetts herforingja í gær. Undanfarna daga hafa fleiri myndir fundist til viðbótar þeim sem þýska æsifréttablaðið Bild Zeitung birti á miðvikudag í síðustu viku og ljóst er að fjölmiðlar hafa fleiri óbirtar ljósmyndir undir höndum. Myndirnar í Bild vöktu almennan viðbjóð meðal Þjóðverja og urðu kveikjan að víðtækri rannsókn hersins og saksóknara á málinu. Þær þykja óhemju ósmekklegar og sína lítilsvirðingu hermannanna á líkamsleifunum, en á myndunum má sjá hermenn stilla sér upp með höfuðkúpur og fleiri bein. Á sumum hafa hermennirnir raðað beinum á jeppa sína og á einni sést hermaður halda höfuðkúpu upp að beruðum kynfærum sínum. Myndirnar sem hermennirnir þrír tóku ábyrgð á eru frá því í mars 2004. Hefur þýska blaðið Lübecker Nachrichten eftir herforingjanum Christof Munzlinger að hermennirnir sem tekið hafa ábyrgð á ljósmyndunum tilheyri herdeild staðsettri í Bad Segeberg í norðurhluta Þýskalands. „[Hermennirnir] hafa játað fulla aðild að málinu og hafa sýnt iðrun yfir atvikinu,“ sagði Munzlinger, sem hvorki nafngreindi mennina né útlistaði hvers konar hegningu þeir gætu átt von á. Ráðamenn hersins hafa nú þegar leyst tvo hermenn frá störfum í tengslum við myndirnar, sem talið er að hafi verið teknar árin 2003 og 2004 við fjöldagröf sem hermennirnir uppgötvuðu nærri Kabúl, höfuðborg Afganistan. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins, Thomas Raabe, sagði á mánudag að um 20 fyrrverandi og núverandi hermenn, sem sinnt hafa herþjónustu í Afganistan, lægju undir grun vegna málsins. Ríkissaksóknarar Þýskalands rannsaka nú hvort hægt sé að kæra þá fyrir að rjúfa grafhelgi og mikil umræða hefur sprottið upp um hvort þýskir hermenn séu almennt nægilega vel undirbúnir andlega fyrir herþjónustu í löndum sem Afganistan, þar sem árásir og morð eru hluti af daglegu lífi. Um síðustu helgi komu fram getgátur í þýskum fjölmiðlum um að þýskir hermenn í Kósóvo gætu hafa hegðað sér á svipaðan hátt, en Raabe sagðist efa það. „Við höfum engar vísbendingar um að neitt þessu líkt hafi gerst á Balkanskaganum,“ sagði Raabe.
Erlent Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Sjá meira