Óvissa þegar dómur fellur 4. nóvember 2006 08:15 Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein var ætlað að sætta sundraða þjóð. Tilgangurinn var að afhjúpa glæpi einræðisherrans í löglegum réttarhöldum til þess að Írakar gætu horfst í augu við fortíð sína. Í framhaldi af því gætu þeir haldið áfram uppbyggingarstarfi sínu, og verið samtaka. Núna, þegar dómur er í vændum níu mánuðum eftir að fyrstu réttarhöldin hófust, bendir þó fátt til þess að þau göfugu áform rætist. Þvert á móti spá margir því að dómurinn, ekki síst ef niðurstaðan verður dauðadómur, geti leyst úr læðingi enn eina ofbeldishrinuna í landinu, þar sem lítið lát hefur verið á átökum allt frá því Bandaríkjaher réðst inn í landið ásamt bandamönnum sínum í mars árið 2003. „Ofbeldi og manndráp munu aukast og Saddam verður að þjóðardýrlingi í augum súnnía," sagði Ibrahim Khalid, rúmlega fimmtugur súnní-arabi frá Bagdad, þar sem margir styðja enn einræðisherrann, sem steypt var af stóli. Á hinn bóginn ættu margir sjía-múslimar afar erfitt með að sjá Saddam sleppa við dauðadóm. Í síðasta mánuði sagðist forsætisráðherra landsins, Nouri al-Maliki, sem sjálfur er sjía-múslimi, reikna fastlega með því að "þessi glæpsamlegi harðstjóri verði tekinn af lífi" og fylgismenn hans missi þá móðinn og láti af uppreisn sinni. Fyrstu réttarhöldin yfir Saddam Hussein og sjö félögum hans hófust 19. október á síðasta ári. Þau réttarhöld snúast um fjöldamorð á um það bil 150 sjía-múslimum í þorpinu Dujail, sem framin voru skömmu eftir að Saddam Hussein var sýnt banatilræði árið 1982. Önnur réttarhöld yfir Saddam hófust í ágúst síðastliðnum, en þar er hann sakaður um þjóðarmorð á kúrdum. Búist er við að fleiri réttarhöld séu í vændum, en á hinn bóginn er óljóst hvort þeim verður haldið áfram ef Saddam hlýtur dauðadóm á morgun. Erlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein var ætlað að sætta sundraða þjóð. Tilgangurinn var að afhjúpa glæpi einræðisherrans í löglegum réttarhöldum til þess að Írakar gætu horfst í augu við fortíð sína. Í framhaldi af því gætu þeir haldið áfram uppbyggingarstarfi sínu, og verið samtaka. Núna, þegar dómur er í vændum níu mánuðum eftir að fyrstu réttarhöldin hófust, bendir þó fátt til þess að þau göfugu áform rætist. Þvert á móti spá margir því að dómurinn, ekki síst ef niðurstaðan verður dauðadómur, geti leyst úr læðingi enn eina ofbeldishrinuna í landinu, þar sem lítið lát hefur verið á átökum allt frá því Bandaríkjaher réðst inn í landið ásamt bandamönnum sínum í mars árið 2003. „Ofbeldi og manndráp munu aukast og Saddam verður að þjóðardýrlingi í augum súnnía," sagði Ibrahim Khalid, rúmlega fimmtugur súnní-arabi frá Bagdad, þar sem margir styðja enn einræðisherrann, sem steypt var af stóli. Á hinn bóginn ættu margir sjía-múslimar afar erfitt með að sjá Saddam sleppa við dauðadóm. Í síðasta mánuði sagðist forsætisráðherra landsins, Nouri al-Maliki, sem sjálfur er sjía-múslimi, reikna fastlega með því að "þessi glæpsamlegi harðstjóri verði tekinn af lífi" og fylgismenn hans missi þá móðinn og láti af uppreisn sinni. Fyrstu réttarhöldin yfir Saddam Hussein og sjö félögum hans hófust 19. október á síðasta ári. Þau réttarhöld snúast um fjöldamorð á um það bil 150 sjía-múslimum í þorpinu Dujail, sem framin voru skömmu eftir að Saddam Hussein var sýnt banatilræði árið 1982. Önnur réttarhöld yfir Saddam hófust í ágúst síðastliðnum, en þar er hann sakaður um þjóðarmorð á kúrdum. Búist er við að fleiri réttarhöld séu í vændum, en á hinn bóginn er óljóst hvort þeim verður haldið áfram ef Saddam hlýtur dauðadóm á morgun.
Erlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila