Fjöldi ellilífeyrisþega lifa vart við mannsæmandi lífskjör 4. nóvember 2006 05:00 Blekkingar stjórnvalda í skattamálum sýna virðingarleysi og vanmat á skilningi og þekkingu almennings. Staðreynd er að skattbyrði flestra heimila í landinu jókst á árunum 1995-2005. Skattbyrði lág-tekjufólks, þ.á m. ellilífeyrisþega, öryrkja og láglaunafólks á vinnumarkaði svo sem bændur, einstæðar mæður og húsmæður jókst mest, en minnkaði hjá fámennum hópi hátekjufólks. Að vísu hafa stjórnvöld lækkað álagningu skatta úr 41,9 prósentum í 36,72 prósent á árunum 1995 til 2006 og hamra stöðugt á þessari takmörkuðu skýringu í öllum svargreinum. Stjórnvöld ¿gleyma¿ að geta þess að samtímis var skattfrjálsi hluti teknanna takmarkaður með því að hækka ekki skattleysismörkin frá upptöku staðgreiðslu með verðlaginu eða þá sem réttast væri með launavísitölu. Smávegis hækkun á skattleysismörkun í ASÍ samningum í sumar úr 79.000 kr. í 90.000 fyrir árið 2007, dugir skammt. Skattleysismörk ættu nú að vera um 137.000 hefðu þau fylgt launavísitölu. Stjórnvöld telja að almenningur greiði meiri skatt því að tekjur hafi hækkað. Með þessari fullyrðingu gera stjórnvöld sig sek um villandi málflutning, beinlínis fölsun staðreynda. Ljóst er að þeir urðu fyrir mestri aukningu skattbyrðarinnar sem búa við minnsta hækkun tekna, þ.e. að sífellt lægri rauntekjur eru skattlagðar af fullum þunga. Þetta er ekki einungis skoðun okkar í LEB heldur margítrekaðar skoðanir prófessora og margra fræðimanna í viðskipta- og hagfræði við háskóla landsins. (Sjá töflu). Margt bendir til þess að grunnhyggnar skýringar stjórnvalda í þessum málum muni koma þeim í koll hafandi í huga að almenningur á Íslandi hefur verið vel læs frá miðri 18. öld. Í næstu grein verður skýrt frá því hvernig skattstefna stjórnvalda og breyting á lögum frá 1995 sem ollu lægri greiðslum almannatrygginga hefur stóraukið launamismun í landinu sl. áratug og sorfið mjög að högum þeirra er lægstar tekjur hafa. Ólafur er formaður LEB og Einar hagfræðingur LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Blekkingar stjórnvalda í skattamálum sýna virðingarleysi og vanmat á skilningi og þekkingu almennings. Staðreynd er að skattbyrði flestra heimila í landinu jókst á árunum 1995-2005. Skattbyrði lág-tekjufólks, þ.á m. ellilífeyrisþega, öryrkja og láglaunafólks á vinnumarkaði svo sem bændur, einstæðar mæður og húsmæður jókst mest, en minnkaði hjá fámennum hópi hátekjufólks. Að vísu hafa stjórnvöld lækkað álagningu skatta úr 41,9 prósentum í 36,72 prósent á árunum 1995 til 2006 og hamra stöðugt á þessari takmörkuðu skýringu í öllum svargreinum. Stjórnvöld ¿gleyma¿ að geta þess að samtímis var skattfrjálsi hluti teknanna takmarkaður með því að hækka ekki skattleysismörkin frá upptöku staðgreiðslu með verðlaginu eða þá sem réttast væri með launavísitölu. Smávegis hækkun á skattleysismörkun í ASÍ samningum í sumar úr 79.000 kr. í 90.000 fyrir árið 2007, dugir skammt. Skattleysismörk ættu nú að vera um 137.000 hefðu þau fylgt launavísitölu. Stjórnvöld telja að almenningur greiði meiri skatt því að tekjur hafi hækkað. Með þessari fullyrðingu gera stjórnvöld sig sek um villandi málflutning, beinlínis fölsun staðreynda. Ljóst er að þeir urðu fyrir mestri aukningu skattbyrðarinnar sem búa við minnsta hækkun tekna, þ.e. að sífellt lægri rauntekjur eru skattlagðar af fullum þunga. Þetta er ekki einungis skoðun okkar í LEB heldur margítrekaðar skoðanir prófessora og margra fræðimanna í viðskipta- og hagfræði við háskóla landsins. (Sjá töflu). Margt bendir til þess að grunnhyggnar skýringar stjórnvalda í þessum málum muni koma þeim í koll hafandi í huga að almenningur á Íslandi hefur verið vel læs frá miðri 18. öld. Í næstu grein verður skýrt frá því hvernig skattstefna stjórnvalda og breyting á lögum frá 1995 sem ollu lægri greiðslum almannatrygginga hefur stóraukið launamismun í landinu sl. áratug og sorfið mjög að högum þeirra er lægstar tekjur hafa. Ólafur er formaður LEB og Einar hagfræðingur LEB.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun