Hver ber ábyrgð á hverju? Toshiki Toma skrifar 10. nóvember 2006 00:01 Aðflutt fólkMikið hefur verið rætt um innflytjendamál í fjölmiðlunum um þessar mundir. Sumir telja straumur erlendra verkamanna frá EES löndum vera ógn við íslensku þjóðina, og aðrir segja að innflytjendur séu nauðsynlegt vinnuafl í núverandi efnahagsaðstæðum á Íslandi. Sumt fólk eru miklir þjóðernisinnar og líta á málið út frá þeim augum, en aðrir eru meiri heimsborgarar, eða a.m.k. evrópusambandsinnar og líta því öðruvísi á málið. En kannski liggja skoðanir flestra einhvers staðar þarna á milli Mér finnst nauðsynlegt að skoða málin vel og finna hver er kjarni þess sem skiptir máli í alvöru, í staðinn fyrir að byrja að æpa: „stöðvum útlendinga!" Að mínu mati verður að skoða tvö atriði í þessu samhengi: Í fyrsta lagi hvort fjölgun erlendra verkamanna sé of mikil og hröð. Í öðru lagi hvað þjóðin eigi að gera til þess að byggja upp framtíðarsamfélag með innflytjendum. Varðandi fyrsta atriðiðlangar mig til að minna Íslendinga á eitt grundvallar atriði, sem virðist gleymast í umræðunni þessa daga. Frjálst flæði launafólks innan EES byggir á hugmyndum um hinn frjálsan markað. Hugmyndafræði EES samningsins felur í sér að markaðurinn stýri flæði fólks á milli landa. Erlent vinnuafl sækir hingað á meðan eftirspurn er eftir því á vinnumarkaði en um leið og eftirspurnin hættir stöðvast flæðið. Erlendir verkamenn flytjast til Íslands á meðan nóga vinnu er að fá. Stóriðju- og byggingaiðnaðurinn þarfnst erlendra verkamannanna til að halda verkefnum sínum áfram. Það er íslenska þjóðin sem stýrir þróun atvinnulífsins græðir vel á henni. Það er því ekki rétt að hugsa eins og að útlendingar þjóti til Íslands og krefjist vinnu. Ef þjóðin vill minnka straums erlends vinnuafls hingað til lands þarf hún að hægja á framþróun atvinnulífsins svo að hingað hætti að streyma fólk. Þessar ákvarðanir eru í höndum Íslendinga sjálfra en ekki útlendinga. Ég er sammála því að fjölgun innflytjenda á Íslandi er ansi hröð og jafnvel of hröð. Mótatökukerfi hins opinbera fylgir ekki þessari hörðu þróun. Þetta veldur vanlíðan og óöryggi hjá þeim sem hingað koma og eykur vinnuálag hjá starfsmönnum sem sinna þessum málum hjá hinu opinbera. Gera þarf ráðstafanir til að mæta þörf fjölgun innflytjenda hér á landi. Varðandi seinna atriðið, má spyrja íslnsku þjóðin hvað hún hyggst að gera í innflytjendamálum. Á íslenskt samfélag að halda áfram á sömu leið og það hefur gert undanfarið ár? Ég held að óhætt sé að segja að engin skýr stefna hafi verið mótuð hingað til. Þó það sé vissulega gagnrýnisvert getur leynst í því tækifæri. Hægt er að fara þá leiðir sem ég tek mjög mikilvægar þ.e. annars vegar að vinna með innflytjendur sjálfum, og í öðru lagi að líta á málefni innflytjenda í þverpólitísku ljósi enda varða þau alla landsmenn hvort sem þeir eru af íslenskum eða erlendum uppruna óháð flokkspólitík. Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Aðflutt fólkMikið hefur verið rætt um innflytjendamál í fjölmiðlunum um þessar mundir. Sumir telja straumur erlendra verkamanna frá EES löndum vera ógn við íslensku þjóðina, og aðrir segja að innflytjendur séu nauðsynlegt vinnuafl í núverandi efnahagsaðstæðum á Íslandi. Sumt fólk eru miklir þjóðernisinnar og líta á málið út frá þeim augum, en aðrir eru meiri heimsborgarar, eða a.m.k. evrópusambandsinnar og líta því öðruvísi á málið. En kannski liggja skoðanir flestra einhvers staðar þarna á milli Mér finnst nauðsynlegt að skoða málin vel og finna hver er kjarni þess sem skiptir máli í alvöru, í staðinn fyrir að byrja að æpa: „stöðvum útlendinga!" Að mínu mati verður að skoða tvö atriði í þessu samhengi: Í fyrsta lagi hvort fjölgun erlendra verkamanna sé of mikil og hröð. Í öðru lagi hvað þjóðin eigi að gera til þess að byggja upp framtíðarsamfélag með innflytjendum. Varðandi fyrsta atriðiðlangar mig til að minna Íslendinga á eitt grundvallar atriði, sem virðist gleymast í umræðunni þessa daga. Frjálst flæði launafólks innan EES byggir á hugmyndum um hinn frjálsan markað. Hugmyndafræði EES samningsins felur í sér að markaðurinn stýri flæði fólks á milli landa. Erlent vinnuafl sækir hingað á meðan eftirspurn er eftir því á vinnumarkaði en um leið og eftirspurnin hættir stöðvast flæðið. Erlendir verkamenn flytjast til Íslands á meðan nóga vinnu er að fá. Stóriðju- og byggingaiðnaðurinn þarfnst erlendra verkamannanna til að halda verkefnum sínum áfram. Það er íslenska þjóðin sem stýrir þróun atvinnulífsins græðir vel á henni. Það er því ekki rétt að hugsa eins og að útlendingar þjóti til Íslands og krefjist vinnu. Ef þjóðin vill minnka straums erlends vinnuafls hingað til lands þarf hún að hægja á framþróun atvinnulífsins svo að hingað hætti að streyma fólk. Þessar ákvarðanir eru í höndum Íslendinga sjálfra en ekki útlendinga. Ég er sammála því að fjölgun innflytjenda á Íslandi er ansi hröð og jafnvel of hröð. Mótatökukerfi hins opinbera fylgir ekki þessari hörðu þróun. Þetta veldur vanlíðan og óöryggi hjá þeim sem hingað koma og eykur vinnuálag hjá starfsmönnum sem sinna þessum málum hjá hinu opinbera. Gera þarf ráðstafanir til að mæta þörf fjölgun innflytjenda hér á landi. Varðandi seinna atriðið, má spyrja íslnsku þjóðin hvað hún hyggst að gera í innflytjendamálum. Á íslenskt samfélag að halda áfram á sömu leið og það hefur gert undanfarið ár? Ég held að óhætt sé að segja að engin skýr stefna hafi verið mótuð hingað til. Þó það sé vissulega gagnrýnisvert getur leynst í því tækifæri. Hægt er að fara þá leiðir sem ég tek mjög mikilvægar þ.e. annars vegar að vinna með innflytjendur sjálfum, og í öðru lagi að líta á málefni innflytjenda í þverpólitísku ljósi enda varða þau alla landsmenn hvort sem þeir eru af íslenskum eða erlendum uppruna óháð flokkspólitík. Höfundur er prestur innflytjenda.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun