Tryggvi L. Skjaldarson: Straumsvíkurblús 16. nóvember 2006 05:00 Lesið Draumalandið!!" hrópaði Bubbi í Laugardalshöll. „Ef þið getið ekki keypt hana, stelið henni," sagði virtur rithöfundur. Ég keypt"ana. Bókina sem er eitt skemmtilegasta dæmið um starf sem varð til vegna stóriðjuframkvæmdanna fyrir austan. Bók sem selst eins og heitar lummur. Andri Snær er að gera það gott og það er vel. Ég hef ætlað að blanda mér í umræðurnar um draumalandið sem við búum í. Ég hef ætlað að minna á hvernig ástandið var fyrir austan þegar allt var að koðna niður. Ég hef ætlað að reyna að leiðrétta eitthvað af rangfærslunum um störfin í álveri. Ég hef ætlað að vekja athygli á að við getum rekið álver með lágmarks mengun. Loksins í alvöru verið bestir í einhverju. Ég hef ætlað að vekja athygli á notagildi áls og hve víða það kemur við sögu. Ég hef ætlað að lýsa efasemdum með stóraukinn fjölda ferðamanna og áhrif þeirra á umhverfið. Það hefur einhvern veginn dregist að taka þátt í umræðunni, kannski vegna þess að það hafa verið nógu margir sem hafa haft þörf fyrir að koma „sinni" skoðun á framfæri. En nú ætla ég að blanda mér í umræður sem hafa orðið síðustu daga og vikur, um minn vinnustað, álverið í Straumsvík. Fyrir stuttu sagði ég Samfylkingarfólki í Kópavogi, sem ég sat með á fundi og ræddi „Fagra Ísland", að álverið í Straumsvík væri góður vinnustaður, einn sá besti sem ég hef starfað á. Skömmu síðar upphefst mikið fjölmiðlafár þegar þremur starfsmönnum með langan starfsferil hjá fyrirtækinu er sagt upp. Af fréttaflutningi, greinaskrifum og viðtölum má ætla að Straumsvík sé víti á jörð og stjórnað af skelfilegu fólki. Auðvitað er það alltaf mikið mál þegar menn missa vinnu á eftirsóknarverðum vinnustað. Það er eðlilegt. En umræðan er komin langt út úr korti. Verkalýðsfélögin vissu alveg hvernig staðið er að uppsögnum þegar þau hvöttu starfsmenn til að samþykkja síðustu kjarasamninga. Þau vissu það líka fjórum árum fyrr. Það er einn maður sem hefur barist fyrir því árum saman að samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar frá árinu 1982, sem snúa að réttindum launþega gagnvart uppsögnum, verði sett í lög á Íslandi. Hann heitir Sigurður T. Sigurðsson og er fv. formaður Hlífar og hefur talað fyrir daufum eyrum. Fyrirtæki, hvort sem það er Alcan eða eitthvað annað fyrirtæki, ganga ekki lengra en þau þurfa samkvæmt lögum við að greina ástæður uppsagna, eðlilega. Samningar í Straumsvík hafa verið leiðandi í að bæta kjör launafólks og eiga að vera það. Flugsýning eins og sett var á svið til að rakka niður Alcan þjónar ekki hagsmunum starfsmanna. Er aðeins eldsneyti fyrir þá sem telja sig sólarmegin í lífinu takist þeim að sannfæra Hafnfirðinga um að koma þurfi í veg fyrir stækkun í Straumsvík. Ef skýr ákvæði væru í samningi um aðdraganda uppsagnar og aðkomu fulltrúa starfsmanna, vissu brottreknir starfsmenn frekar hvers vegna þeir misstu vinnuna eða væru jafnvel enn við störf. Álverið í Straumsvík er góður vinnustaður. Ákveði fyrirtækið stækkun og Hafnfirðingar samþykkja, þá eru spennandi tímar fram undan. Höfundur er starfsmaður Alcan á Íslandi og fv. varaaðaltrúnaðarmaður starfsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Lesið Draumalandið!!" hrópaði Bubbi í Laugardalshöll. „Ef þið getið ekki keypt hana, stelið henni," sagði virtur rithöfundur. Ég keypt"ana. Bókina sem er eitt skemmtilegasta dæmið um starf sem varð til vegna stóriðjuframkvæmdanna fyrir austan. Bók sem selst eins og heitar lummur. Andri Snær er að gera það gott og það er vel. Ég hef ætlað að blanda mér í umræðurnar um draumalandið sem við búum í. Ég hef ætlað að minna á hvernig ástandið var fyrir austan þegar allt var að koðna niður. Ég hef ætlað að reyna að leiðrétta eitthvað af rangfærslunum um störfin í álveri. Ég hef ætlað að vekja athygli á að við getum rekið álver með lágmarks mengun. Loksins í alvöru verið bestir í einhverju. Ég hef ætlað að vekja athygli á notagildi áls og hve víða það kemur við sögu. Ég hef ætlað að lýsa efasemdum með stóraukinn fjölda ferðamanna og áhrif þeirra á umhverfið. Það hefur einhvern veginn dregist að taka þátt í umræðunni, kannski vegna þess að það hafa verið nógu margir sem hafa haft þörf fyrir að koma „sinni" skoðun á framfæri. En nú ætla ég að blanda mér í umræður sem hafa orðið síðustu daga og vikur, um minn vinnustað, álverið í Straumsvík. Fyrir stuttu sagði ég Samfylkingarfólki í Kópavogi, sem ég sat með á fundi og ræddi „Fagra Ísland", að álverið í Straumsvík væri góður vinnustaður, einn sá besti sem ég hef starfað á. Skömmu síðar upphefst mikið fjölmiðlafár þegar þremur starfsmönnum með langan starfsferil hjá fyrirtækinu er sagt upp. Af fréttaflutningi, greinaskrifum og viðtölum má ætla að Straumsvík sé víti á jörð og stjórnað af skelfilegu fólki. Auðvitað er það alltaf mikið mál þegar menn missa vinnu á eftirsóknarverðum vinnustað. Það er eðlilegt. En umræðan er komin langt út úr korti. Verkalýðsfélögin vissu alveg hvernig staðið er að uppsögnum þegar þau hvöttu starfsmenn til að samþykkja síðustu kjarasamninga. Þau vissu það líka fjórum árum fyrr. Það er einn maður sem hefur barist fyrir því árum saman að samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar frá árinu 1982, sem snúa að réttindum launþega gagnvart uppsögnum, verði sett í lög á Íslandi. Hann heitir Sigurður T. Sigurðsson og er fv. formaður Hlífar og hefur talað fyrir daufum eyrum. Fyrirtæki, hvort sem það er Alcan eða eitthvað annað fyrirtæki, ganga ekki lengra en þau þurfa samkvæmt lögum við að greina ástæður uppsagna, eðlilega. Samningar í Straumsvík hafa verið leiðandi í að bæta kjör launafólks og eiga að vera það. Flugsýning eins og sett var á svið til að rakka niður Alcan þjónar ekki hagsmunum starfsmanna. Er aðeins eldsneyti fyrir þá sem telja sig sólarmegin í lífinu takist þeim að sannfæra Hafnfirðinga um að koma þurfi í veg fyrir stækkun í Straumsvík. Ef skýr ákvæði væru í samningi um aðdraganda uppsagnar og aðkomu fulltrúa starfsmanna, vissu brottreknir starfsmenn frekar hvers vegna þeir misstu vinnuna eða væru jafnvel enn við störf. Álverið í Straumsvík er góður vinnustaður. Ákveði fyrirtækið stækkun og Hafnfirðingar samþykkja, þá eru spennandi tímar fram undan. Höfundur er starfsmaður Alcan á Íslandi og fv. varaaðaltrúnaðarmaður starfsmanna.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun