Gott að vera bara 50%! 1. desember 2006 05:00 Það virðast engin mörk á afbrigðilegu hegðunarmynstri þessarar þjóðar. Umræðan um innflytjendur þróaðist í karp og taut um orðalag, hvað þessi sagði þarna og hve miklir fordómar væru hjá þessum sem sagði þetta. Málefnaleg umræða um málefni sem þarfnast virkilega málefnalegrar umræðu fór út um gluggann og með tímanum þá deyr þessi umræða án nokkurrar málefnalegrar niðurstöðu, heldur bara karp og kapp um að niðurlægja viðmælanda sinn, týpískt ferli. Aldraðir bíða í löngum röðum eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Ráðamenn koma og státa sér af því að biðraðir minnka ört en það vill ekki betur til en svo að meginástæðan fyrir því að biðröðin minnkar er vegna þess að aldraðir deyja áður en þeir fá pláss eftir að vera búnir að bíða svo árum skiptir. Börn og unglingar sem eiga við t.d. geðlæg vandamál að stríða þurfa að bíða í löngum röðum eftir því að fá læknismeðferð á sínum veikindum jafnvel hátt í heilt ár áður en eitthvað er hægt að gera. Húsnæðisverð er svo hátt að það er ekki möguleiki fyrir ungt fólk að ætla að koma undir sig fótunum og ef þau ætla að leigja þá þýðir það 16 tíma vinnu á dag til að eiga fyrir leigu en eiga þá eftir að kaupa í matinn og matarverðið er það hæsta sem um getur. Skólakerfið er rjúkandi rúst og þar hefur ekki verið gert ráð fyrir að aðrir en upprunalegir Íslendingar myndu sækja skólann þrátt fyrir að útlendingar hafi streymt hingað til lands í þúsundavís svo árum skiptir, ýmist með börn eða sjálf á barneignaraldri, en í skólanum klóra menn sér í hausnum og skilja ekkert í því að kennarinn skilur hvorki nemendur né foreldra líkt og þetta fólk hafi bara skyndilega birst á göngum skólans. Þetta er dæmigert fyrir svifasein viðbrögð skólakerfisins hér á landi. Við vitum öll af vandamálum líkt og líðan drengja í skóla, hvernig afburðanemendur enda í meðalveginum vegna skorts á verðugum viðfangsefnum innan skólans. Steypum alla í sama mót virðist vera mottó skólans, einn ríkisskóli líkt og Marteinn Mosdal sagði hér um árið. Nú er Árni Johnsen aftur á leið á þing, maðurinn sem var kosinn á þing hér um árið og stal frá okkur og virtist gera það án þess að sýna vott af móral, hann sagðist hafa átt inni laun hjá ríkinu. Hann birtist t.d. í Kastljósi og reif bara kjaft. En hann sat inni fyrir þetta, gat að vísu dundað sér eitthvað þar eftir að það var búið að skipta um rúm á staðnum. Gott og vel, hann tók út sína refsingu og honum var fyrirgefið fyrir þessi afglöp sín en auðvitað reiknaði ekki nokkur maður með að hann færi aftur á þing, allavega gerði ég það ekki gæfi mér það að vottur af siðferði væri kannski til. Botna ekkert í þessari þjóð og gleðst alltaf meira og meira yfir því að vera bara 50% Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Það virðast engin mörk á afbrigðilegu hegðunarmynstri þessarar þjóðar. Umræðan um innflytjendur þróaðist í karp og taut um orðalag, hvað þessi sagði þarna og hve miklir fordómar væru hjá þessum sem sagði þetta. Málefnaleg umræða um málefni sem þarfnast virkilega málefnalegrar umræðu fór út um gluggann og með tímanum þá deyr þessi umræða án nokkurrar málefnalegrar niðurstöðu, heldur bara karp og kapp um að niðurlægja viðmælanda sinn, týpískt ferli. Aldraðir bíða í löngum röðum eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Ráðamenn koma og státa sér af því að biðraðir minnka ört en það vill ekki betur til en svo að meginástæðan fyrir því að biðröðin minnkar er vegna þess að aldraðir deyja áður en þeir fá pláss eftir að vera búnir að bíða svo árum skiptir. Börn og unglingar sem eiga við t.d. geðlæg vandamál að stríða þurfa að bíða í löngum röðum eftir því að fá læknismeðferð á sínum veikindum jafnvel hátt í heilt ár áður en eitthvað er hægt að gera. Húsnæðisverð er svo hátt að það er ekki möguleiki fyrir ungt fólk að ætla að koma undir sig fótunum og ef þau ætla að leigja þá þýðir það 16 tíma vinnu á dag til að eiga fyrir leigu en eiga þá eftir að kaupa í matinn og matarverðið er það hæsta sem um getur. Skólakerfið er rjúkandi rúst og þar hefur ekki verið gert ráð fyrir að aðrir en upprunalegir Íslendingar myndu sækja skólann þrátt fyrir að útlendingar hafi streymt hingað til lands í þúsundavís svo árum skiptir, ýmist með börn eða sjálf á barneignaraldri, en í skólanum klóra menn sér í hausnum og skilja ekkert í því að kennarinn skilur hvorki nemendur né foreldra líkt og þetta fólk hafi bara skyndilega birst á göngum skólans. Þetta er dæmigert fyrir svifasein viðbrögð skólakerfisins hér á landi. Við vitum öll af vandamálum líkt og líðan drengja í skóla, hvernig afburðanemendur enda í meðalveginum vegna skorts á verðugum viðfangsefnum innan skólans. Steypum alla í sama mót virðist vera mottó skólans, einn ríkisskóli líkt og Marteinn Mosdal sagði hér um árið. Nú er Árni Johnsen aftur á leið á þing, maðurinn sem var kosinn á þing hér um árið og stal frá okkur og virtist gera það án þess að sýna vott af móral, hann sagðist hafa átt inni laun hjá ríkinu. Hann birtist t.d. í Kastljósi og reif bara kjaft. En hann sat inni fyrir þetta, gat að vísu dundað sér eitthvað þar eftir að það var búið að skipta um rúm á staðnum. Gott og vel, hann tók út sína refsingu og honum var fyrirgefið fyrir þessi afglöp sín en auðvitað reiknaði ekki nokkur maður með að hann færi aftur á þing, allavega gerði ég það ekki gæfi mér það að vottur af siðferði væri kannski til. Botna ekkert í þessari þjóð og gleðst alltaf meira og meira yfir því að vera bara 50% Íslendingur.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar