Afríka land andstæðnanna 13. desember 2006 05:00 Ég vil þakka Borgari Þorsteinssyni ágæta grein um Afríku í Fréttablaðinu í síðstu viku. Rétt er að oft er dregin upp dökk mynd af þessari álfu andstæðnanna og það ekki að ástæðulausu. Ástandið er víða hörmulegt, fátækt og sjúkdómar herja á fólk, átök og óáran. Engin heimsálfa er eins illa stödd hvað þetta varðar. Það er hins vegar mikilvægt að muna, eins og Borgar bendir á, að í álfunni býr einnig mikið af hæfileikaríku og vel menntuðu fólki sem þarf einungis tækifæri til að koma sér á framfæri og fá vinnu við sitt hæfi. Afríka býr yfir fjölskrúðugri menningu og náttúrufegurð sem vart finnst annars staðar. Afríkubúar þurfa ekki ölmusu heldur aðstoð til að nýta þann mannauð sem þeir búa yfir.Að byggja upp færni heimafólksÍ þeim verkefnum sem Hjálparstarf kirkjunnar sinnir í Malaví og Úganda er lögð mikil áhersla á að vinna með fólki, ráða þarlenda til starfa og byggja á reynslu og þekkingu heimamanna sem oftast þekkja þann vanda sem við er að stríða betur en utanaðkomandi aðilar. Lögð er mikil áhersla á að þjálfa og mennta heimamenn sem geta haldið verkinu áfram löngu eftir að stuðningi okkar lýkur. Neikvæða hliðin er verkefni hjálparstofnanaÞað er oft vandasamt að fjalla um Afríku. Álfan er gríðarstór og þar er að finna fjölskrúðugt mannlíf, ótal þjóðflokka og nokkur þúsund tungumál og mállýskur. Sums staðar ríkir skálmöld eins og t.d. í Darf-úr í Súdan og víða í Sómalíu. Það sem gerðist í Rúanda er einnig í fersku minni flestra. Einnig ríkir víða mikil spilling og lélegt stjórnkerfi. Því miður rata þessar neikvæðu fréttir oftar í fjölmiðla en það sem vel er gert.Hjálparstarf kirkjunnar hefur reynt að fjalla um Afríku á upplýsandi og jákvæðan hátt. Lögð hefur verið áhersla á að draga upp sanna mynd af duglegu fólki sem vill ekkert frekar en að bjarga sér sjálft. Flestar ábyrgar alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa gengist undir siðareglur sem gilda um allt þeirra hjálparstarf. Í þeim er lögð áhersla á að bera virðingu fyrir því fólki sem er verið að hjálpa, siðum þeirra, venjum og trúarbrögðum. Lögð er áhersla á að virkja fólk strax í upphafi til sjálfshjálpar.Einnig ber í allri umfjöllun um fólk í neyð, að fjalla um það af virðingu og tillitssemi. Því má hins vegar ekki gleyma að hjálparstofnunum ber að beina sjónum fjölmiðla og einstaklinga að þeim hörmungum sem víða ríkja og orsökum þeirra. Það eru viðfangsefni hjálparstofnana. Oft eru þær einu málsvarar þeirra sem kúgaðir eru og líða vegna náttúruhamfara. Stundum þarf að nota sterk orð og myndir til að ná athygli almennings og valdhafa og því miður hefur á stundum verið farið yfir mörkin. Í þannig umfjöllun má ekki alhæfa og aldrei gleyma að verið er að fjalla um fólk.Sanngjörn viðskiptiBorgar nefnir í sinni grein verndartolla á vörur frá Afríku sem spili stórt hlutverk í því að viðhalda því ástandi sem fyrirfinnst víða í álfunni. Hjálparstofnanir og sérfræðingar í þróunarsamvinnu hafa oft bent á að niðurfelling innflutningstolla á vörur frá Afríku væri sennilega öflugasta þróunarhjálpin og myndi gjörbreyta stöðu margra þeirra fátækustu í álfunni.Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið að vekja athygli á „sanngjörnum viðskiptum“ eða Fair Trade-vörum sem nú fást í nokkrum verslunum. Fairtrade þýðir hreinlega að neytandinn borgar það verð sem það kostar að framleiða og senda vöru í verslun án þess að hann í leiðinni, óvitandi, notfæri sér fátækt og vanmátt ræktenda og framleiðenda. Hingað til hafa Fair Trade-vörur ekki verið sérlega þekktar á Íslandi. Við viljum breyta því og þegar hafa breytingar orðið.Afríka lætur engan sem hana sækir heim ósnortinn. Fólkið sem þar býr, dýralífið og stórkostleg náttúra auðgar lífið. Leggjum okkar af mörkum til að bæta hag þeirra sem þar búa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ég vil þakka Borgari Þorsteinssyni ágæta grein um Afríku í Fréttablaðinu í síðstu viku. Rétt er að oft er dregin upp dökk mynd af þessari álfu andstæðnanna og það ekki að ástæðulausu. Ástandið er víða hörmulegt, fátækt og sjúkdómar herja á fólk, átök og óáran. Engin heimsálfa er eins illa stödd hvað þetta varðar. Það er hins vegar mikilvægt að muna, eins og Borgar bendir á, að í álfunni býr einnig mikið af hæfileikaríku og vel menntuðu fólki sem þarf einungis tækifæri til að koma sér á framfæri og fá vinnu við sitt hæfi. Afríka býr yfir fjölskrúðugri menningu og náttúrufegurð sem vart finnst annars staðar. Afríkubúar þurfa ekki ölmusu heldur aðstoð til að nýta þann mannauð sem þeir búa yfir.Að byggja upp færni heimafólksÍ þeim verkefnum sem Hjálparstarf kirkjunnar sinnir í Malaví og Úganda er lögð mikil áhersla á að vinna með fólki, ráða þarlenda til starfa og byggja á reynslu og þekkingu heimamanna sem oftast þekkja þann vanda sem við er að stríða betur en utanaðkomandi aðilar. Lögð er mikil áhersla á að þjálfa og mennta heimamenn sem geta haldið verkinu áfram löngu eftir að stuðningi okkar lýkur. Neikvæða hliðin er verkefni hjálparstofnanaÞað er oft vandasamt að fjalla um Afríku. Álfan er gríðarstór og þar er að finna fjölskrúðugt mannlíf, ótal þjóðflokka og nokkur þúsund tungumál og mállýskur. Sums staðar ríkir skálmöld eins og t.d. í Darf-úr í Súdan og víða í Sómalíu. Það sem gerðist í Rúanda er einnig í fersku minni flestra. Einnig ríkir víða mikil spilling og lélegt stjórnkerfi. Því miður rata þessar neikvæðu fréttir oftar í fjölmiðla en það sem vel er gert.Hjálparstarf kirkjunnar hefur reynt að fjalla um Afríku á upplýsandi og jákvæðan hátt. Lögð hefur verið áhersla á að draga upp sanna mynd af duglegu fólki sem vill ekkert frekar en að bjarga sér sjálft. Flestar ábyrgar alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa gengist undir siðareglur sem gilda um allt þeirra hjálparstarf. Í þeim er lögð áhersla á að bera virðingu fyrir því fólki sem er verið að hjálpa, siðum þeirra, venjum og trúarbrögðum. Lögð er áhersla á að virkja fólk strax í upphafi til sjálfshjálpar.Einnig ber í allri umfjöllun um fólk í neyð, að fjalla um það af virðingu og tillitssemi. Því má hins vegar ekki gleyma að hjálparstofnunum ber að beina sjónum fjölmiðla og einstaklinga að þeim hörmungum sem víða ríkja og orsökum þeirra. Það eru viðfangsefni hjálparstofnana. Oft eru þær einu málsvarar þeirra sem kúgaðir eru og líða vegna náttúruhamfara. Stundum þarf að nota sterk orð og myndir til að ná athygli almennings og valdhafa og því miður hefur á stundum verið farið yfir mörkin. Í þannig umfjöllun má ekki alhæfa og aldrei gleyma að verið er að fjalla um fólk.Sanngjörn viðskiptiBorgar nefnir í sinni grein verndartolla á vörur frá Afríku sem spili stórt hlutverk í því að viðhalda því ástandi sem fyrirfinnst víða í álfunni. Hjálparstofnanir og sérfræðingar í þróunarsamvinnu hafa oft bent á að niðurfelling innflutningstolla á vörur frá Afríku væri sennilega öflugasta þróunarhjálpin og myndi gjörbreyta stöðu margra þeirra fátækustu í álfunni.Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið að vekja athygli á „sanngjörnum viðskiptum“ eða Fair Trade-vörum sem nú fást í nokkrum verslunum. Fairtrade þýðir hreinlega að neytandinn borgar það verð sem það kostar að framleiða og senda vöru í verslun án þess að hann í leiðinni, óvitandi, notfæri sér fátækt og vanmátt ræktenda og framleiðenda. Hingað til hafa Fair Trade-vörur ekki verið sérlega þekktar á Íslandi. Við viljum breyta því og þegar hafa breytingar orðið.Afríka lætur engan sem hana sækir heim ósnortinn. Fólkið sem þar býr, dýralífið og stórkostleg náttúra auðgar lífið. Leggjum okkar af mörkum til að bæta hag þeirra sem þar búa.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun