Við sáum að hver króna skipti máli 14. desember 2006 05:00 Fyrir rúmu ári fórum við vinkonurnar til Úganda í A-Afríku til að taka þátt í verkefni sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur stutt þar í landi í nokkur ár. Markmið verkefnisins er að aðstoða þá sem alnæmisfaraldurinn hefur snert á einn eða annan hátt. Stór hluti þeirrar aðstoðar felst í að veita fólki aðgang að hreinu vatni og auðvelda því þannig að takast á við sérhvern dag.Drekka vatn úr vatnsbólum dýraÁ meðan á dvöl okkar stóð kynntumst við þeirri miklu örbirgð sem fólkið bjó við og urðum við vitni að því hvað hægt er að gera mikið gagn fyrir litla peninga á okkar mælikvarða. Í gegnum starf samstarfsaðila Hjálparstarfsins í Rakaí-héraði kynntumst við fjölda munaðarlausra barna.Þau þurftu að bjarga sér um allt sjálf og á hverjum degi þurftu börnin að ganga berfætt marga kílómetra til að sækja vatn í óhrein vatnsból sem skepnurnar drukku líka úr. Þetta var því mikil erfiðisvinna auk þess sem börnin töpuðu miklum tíma frá ræktun eða vinnu fyrir nauðsynjum og launin því miður óheilsusamlegt vatn.Vatnstankur við húsiðÞað var mikill munur að kynnast svo þeim börnum sem komin voru inn í verkefni hjálparstarfsins á þessu svæði. Þau höfðu fengið fullorðinn umsjónarmann og ýmsa efnisaðstoð. Mörg höfðu fengið almennileg hús með stóran vatnstank við hliðina þar sem hægt var að safna rigningarvatni af þökum húsanna.Vatnstankurinn sparaði tíma og breytti öllu fyrir börnin til að halda heilsu og geta framfleytt sér. Ekki hafa öll munaðarlausu börnin fengið vatnstank við hús sín en mörg þeirra hafa nú aðgang að vatnsbrunnum sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur víða látið grafa. Heilnæmt vatn er grunnurinn að öllu öðru.Öll framlög nýtast – stór og smáJólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar í ár líkt og í fyrra er helguð þessu þarfa verkefni. Í fyrra söfnuðust um 32 milljónir í jólasöfnunni og hafa 266 brunnar verið gerðir fyrir þá peninga en þeir geta veitt 266 þúsund manns aðgang að hreinu vatni. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna. Með betri heilsu getur fólk betur séð fyrir sér sjálft.Og það er markmiðið þarna - að hjálpa til sjálfshjálpar. Þörfin er þó enn til staðar og inn á öll heimili í landinu hefur nú verið dreift gíróseðlum að upphæð 2.500 krónum. Okkur er ljóst að ekki hafa allir tök á að greiða þá upphæð og því viljum við benda fólki á að líka er hægt að hringja í söfnunarsímann 907 2002 og gefa þá 1.100 kr. sem skuldfærast beint á símreikning notanda. Við sáum að hver króna skiptir máli! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári fórum við vinkonurnar til Úganda í A-Afríku til að taka þátt í verkefni sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur stutt þar í landi í nokkur ár. Markmið verkefnisins er að aðstoða þá sem alnæmisfaraldurinn hefur snert á einn eða annan hátt. Stór hluti þeirrar aðstoðar felst í að veita fólki aðgang að hreinu vatni og auðvelda því þannig að takast á við sérhvern dag.Drekka vatn úr vatnsbólum dýraÁ meðan á dvöl okkar stóð kynntumst við þeirri miklu örbirgð sem fólkið bjó við og urðum við vitni að því hvað hægt er að gera mikið gagn fyrir litla peninga á okkar mælikvarða. Í gegnum starf samstarfsaðila Hjálparstarfsins í Rakaí-héraði kynntumst við fjölda munaðarlausra barna.Þau þurftu að bjarga sér um allt sjálf og á hverjum degi þurftu börnin að ganga berfætt marga kílómetra til að sækja vatn í óhrein vatnsból sem skepnurnar drukku líka úr. Þetta var því mikil erfiðisvinna auk þess sem börnin töpuðu miklum tíma frá ræktun eða vinnu fyrir nauðsynjum og launin því miður óheilsusamlegt vatn.Vatnstankur við húsiðÞað var mikill munur að kynnast svo þeim börnum sem komin voru inn í verkefni hjálparstarfsins á þessu svæði. Þau höfðu fengið fullorðinn umsjónarmann og ýmsa efnisaðstoð. Mörg höfðu fengið almennileg hús með stóran vatnstank við hliðina þar sem hægt var að safna rigningarvatni af þökum húsanna.Vatnstankurinn sparaði tíma og breytti öllu fyrir börnin til að halda heilsu og geta framfleytt sér. Ekki hafa öll munaðarlausu börnin fengið vatnstank við hús sín en mörg þeirra hafa nú aðgang að vatnsbrunnum sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur víða látið grafa. Heilnæmt vatn er grunnurinn að öllu öðru.Öll framlög nýtast – stór og smáJólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar í ár líkt og í fyrra er helguð þessu þarfa verkefni. Í fyrra söfnuðust um 32 milljónir í jólasöfnunni og hafa 266 brunnar verið gerðir fyrir þá peninga en þeir geta veitt 266 þúsund manns aðgang að hreinu vatni. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna. Með betri heilsu getur fólk betur séð fyrir sér sjálft.Og það er markmiðið þarna - að hjálpa til sjálfshjálpar. Þörfin er þó enn til staðar og inn á öll heimili í landinu hefur nú verið dreift gíróseðlum að upphæð 2.500 krónum. Okkur er ljóst að ekki hafa allir tök á að greiða þá upphæð og því viljum við benda fólki á að líka er hægt að hringja í söfnunarsímann 907 2002 og gefa þá 1.100 kr. sem skuldfærast beint á símreikning notanda. Við sáum að hver króna skiptir máli!
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun