Við sáum að hver króna skipti máli 14. desember 2006 05:00 Fyrir rúmu ári fórum við vinkonurnar til Úganda í A-Afríku til að taka þátt í verkefni sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur stutt þar í landi í nokkur ár. Markmið verkefnisins er að aðstoða þá sem alnæmisfaraldurinn hefur snert á einn eða annan hátt. Stór hluti þeirrar aðstoðar felst í að veita fólki aðgang að hreinu vatni og auðvelda því þannig að takast á við sérhvern dag.Drekka vatn úr vatnsbólum dýraÁ meðan á dvöl okkar stóð kynntumst við þeirri miklu örbirgð sem fólkið bjó við og urðum við vitni að því hvað hægt er að gera mikið gagn fyrir litla peninga á okkar mælikvarða. Í gegnum starf samstarfsaðila Hjálparstarfsins í Rakaí-héraði kynntumst við fjölda munaðarlausra barna.Þau þurftu að bjarga sér um allt sjálf og á hverjum degi þurftu börnin að ganga berfætt marga kílómetra til að sækja vatn í óhrein vatnsból sem skepnurnar drukku líka úr. Þetta var því mikil erfiðisvinna auk þess sem börnin töpuðu miklum tíma frá ræktun eða vinnu fyrir nauðsynjum og launin því miður óheilsusamlegt vatn.Vatnstankur við húsiðÞað var mikill munur að kynnast svo þeim börnum sem komin voru inn í verkefni hjálparstarfsins á þessu svæði. Þau höfðu fengið fullorðinn umsjónarmann og ýmsa efnisaðstoð. Mörg höfðu fengið almennileg hús með stóran vatnstank við hliðina þar sem hægt var að safna rigningarvatni af þökum húsanna.Vatnstankurinn sparaði tíma og breytti öllu fyrir börnin til að halda heilsu og geta framfleytt sér. Ekki hafa öll munaðarlausu börnin fengið vatnstank við hús sín en mörg þeirra hafa nú aðgang að vatnsbrunnum sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur víða látið grafa. Heilnæmt vatn er grunnurinn að öllu öðru.Öll framlög nýtast – stór og smáJólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar í ár líkt og í fyrra er helguð þessu þarfa verkefni. Í fyrra söfnuðust um 32 milljónir í jólasöfnunni og hafa 266 brunnar verið gerðir fyrir þá peninga en þeir geta veitt 266 þúsund manns aðgang að hreinu vatni. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna. Með betri heilsu getur fólk betur séð fyrir sér sjálft.Og það er markmiðið þarna - að hjálpa til sjálfshjálpar. Þörfin er þó enn til staðar og inn á öll heimili í landinu hefur nú verið dreift gíróseðlum að upphæð 2.500 krónum. Okkur er ljóst að ekki hafa allir tök á að greiða þá upphæð og því viljum við benda fólki á að líka er hægt að hringja í söfnunarsímann 907 2002 og gefa þá 1.100 kr. sem skuldfærast beint á símreikning notanda. Við sáum að hver króna skiptir máli! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári fórum við vinkonurnar til Úganda í A-Afríku til að taka þátt í verkefni sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur stutt þar í landi í nokkur ár. Markmið verkefnisins er að aðstoða þá sem alnæmisfaraldurinn hefur snert á einn eða annan hátt. Stór hluti þeirrar aðstoðar felst í að veita fólki aðgang að hreinu vatni og auðvelda því þannig að takast á við sérhvern dag.Drekka vatn úr vatnsbólum dýraÁ meðan á dvöl okkar stóð kynntumst við þeirri miklu örbirgð sem fólkið bjó við og urðum við vitni að því hvað hægt er að gera mikið gagn fyrir litla peninga á okkar mælikvarða. Í gegnum starf samstarfsaðila Hjálparstarfsins í Rakaí-héraði kynntumst við fjölda munaðarlausra barna.Þau þurftu að bjarga sér um allt sjálf og á hverjum degi þurftu börnin að ganga berfætt marga kílómetra til að sækja vatn í óhrein vatnsból sem skepnurnar drukku líka úr. Þetta var því mikil erfiðisvinna auk þess sem börnin töpuðu miklum tíma frá ræktun eða vinnu fyrir nauðsynjum og launin því miður óheilsusamlegt vatn.Vatnstankur við húsiðÞað var mikill munur að kynnast svo þeim börnum sem komin voru inn í verkefni hjálparstarfsins á þessu svæði. Þau höfðu fengið fullorðinn umsjónarmann og ýmsa efnisaðstoð. Mörg höfðu fengið almennileg hús með stóran vatnstank við hliðina þar sem hægt var að safna rigningarvatni af þökum húsanna.Vatnstankurinn sparaði tíma og breytti öllu fyrir börnin til að halda heilsu og geta framfleytt sér. Ekki hafa öll munaðarlausu börnin fengið vatnstank við hús sín en mörg þeirra hafa nú aðgang að vatnsbrunnum sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur víða látið grafa. Heilnæmt vatn er grunnurinn að öllu öðru.Öll framlög nýtast – stór og smáJólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar í ár líkt og í fyrra er helguð þessu þarfa verkefni. Í fyrra söfnuðust um 32 milljónir í jólasöfnunni og hafa 266 brunnar verið gerðir fyrir þá peninga en þeir geta veitt 266 þúsund manns aðgang að hreinu vatni. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna. Með betri heilsu getur fólk betur séð fyrir sér sjálft.Og það er markmiðið þarna - að hjálpa til sjálfshjálpar. Þörfin er þó enn til staðar og inn á öll heimili í landinu hefur nú verið dreift gíróseðlum að upphæð 2.500 krónum. Okkur er ljóst að ekki hafa allir tök á að greiða þá upphæð og því viljum við benda fólki á að líka er hægt að hringja í söfnunarsímann 907 2002 og gefa þá 1.100 kr. sem skuldfærast beint á símreikning notanda. Við sáum að hver króna skiptir máli!
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun