Stóriðjuskólinn í Straumsvík 15. desember 2006 05:00 Í Fréttablaðinu þann 15. nóvember sl. var grein eftir Auði Þórhallsdóttur, leiðtoga fræðslumála hjá Alcan á Íslandi, um Stóriðjuskólann í Straumsvík. Greinin væri að mínum dómi ágæt ef í henni væri ekki meinlegt ranghermi sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Ég veit ekki hvaðan Auður Þórhallsdóttir hefur upplýsingarnar, en hef grun um að þær séu frá æðstu stjórn fyrirtækisins. Hvaðan sem þær koma þá eru þær uppspuni sem þarf að leiðrétta. Stolnar fjaðrir !Í upphafi greinarinnar má lesa eftirfarandi: „Tilurð skólans má rekja til þess að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf., síðar Alcan á Íslandi hf., taldi brýnt að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun.“Með þessari fullyrðingu gefur Auður í skyn að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf. hafi haft frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík. Það er alrangt. Þetta eru vægast sagt ósmekkleg ósannindi, sem yfirmenn álversins hafa oftar en einu sinni á undanförnum árum komið á framfæri við fjölmiðla.Ég hef hingað til ekki opinberlega gert neina athugasemd við þessa rangfærslu, en þegar ég las grein Auðar Þórhallsdóttur fannst mér nóg komið. Yfirmenn álversins í Straumsvík geta hælt sér af því sem þeir gera vel en þeir eiga ekki að viðhafa sögufölsun og skreyta sig með stolnum fjöðrum. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við.Aukið starfsnámÍ kringum 1990 voru trúnaðarmenn Hlífar hjá ÍSAL farnir að huga að nauðsyn þess að álverið byði ófaglærðum verkamönnum upp á föst námskeið þar sem tekið væri fyrir á skipulegan hátt námsefni sem varðaði m.a. meðferð á sífellt flóknari tæknibúnaði við framleiðsluna. Þá þegar var trúnaðarmönnum ljóst að fullkomnari búnaður við framleiðsluna krafðist meiri menntunar starfsmanna.Á árinu 1993 öfluðu trúnaðarmenn Hlífar og aðaltrúnaðarmaður verkalýðsfélaganna hjá ÍSAL sér upplýsinga um nám og starfsmenntun hjá álverum í Noregi. Þær upplýsingar voru m.a. hafðar sem fyrirmynd að kröfum félagsins um starfsnám hjá Íslenska álfélaginu hf. Kröfu um skipulega starfsmenntun verkamanna lagði Hlíf síðan fram í kjarasamningunum 1995. Yfirmenn ÍSAL töldu starfsmenntamálin hjá sér í góðu lagi og höfnuðu alfarið hugmyndum Hlífarmanna um aukna starfsmenntun. En trúnaðarmenn Hlífar gáfust ekki upp. Að þeirra frumkvæði voru tveir þeirra, þeir Kolbeinn Gunnarsson og Jóhannes Gunnarsson, fengnir til að kanna hvort íslenska skólakerfið vildi taka starfsnámið að sér. Í framhaldi af því áttu þeir viðræður við Borgarholtsskóla, Iðntæknistofnun og Menningar- og fræðsluráð alþýðu og kynntu þeim málið.StóriðjuskólinnEins og áður segir var aukin starfsmenntun verkamanna ein aðalkrafa Hlífar við gerð kjarasamnings við ÍSAL árið 1995. Við endurnýjun kjarasamningsins 1997 lagði Hlíf aftur fram kröfu um aukna starfsmenntun verkamanna og tókst að knýja yfirmenn ÍSAL til að samþykkja hugmyndir félagsins um stóraukið starfsnám. En samþykki þeirra fékkst ekki átakalaust. Til að fá vilyrði þeirra urðu fulltrúar Hlífar að gefa eftir í öðrum kröfum sem félagið hafði sett fram. Með öðrum orðum. Það var vegna þrýstings frá Hlíf að ÍSAL gekk að kröfum verkamanna um aukna starfsmenntun ófaglærðra hjá ÍSAL. Þeirri starfsemi var síðan gefið nafnið Stóriðjuskólinn.Vilji yfirmenn Alcan á Íslandi geta þess hverjir áttu frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík þá eiga þeir að sleppa öllu sjálfshóli og segja að tilurð skólans megi rekja til ákvæðis í kjarasamningi, sem Verkamannafélagið Hlíf og Íslenska álfélagið hf. gerðu með sér árið 1997, til að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þann 15. nóvember sl. var grein eftir Auði Þórhallsdóttur, leiðtoga fræðslumála hjá Alcan á Íslandi, um Stóriðjuskólann í Straumsvík. Greinin væri að mínum dómi ágæt ef í henni væri ekki meinlegt ranghermi sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Ég veit ekki hvaðan Auður Þórhallsdóttir hefur upplýsingarnar, en hef grun um að þær séu frá æðstu stjórn fyrirtækisins. Hvaðan sem þær koma þá eru þær uppspuni sem þarf að leiðrétta. Stolnar fjaðrir !Í upphafi greinarinnar má lesa eftirfarandi: „Tilurð skólans má rekja til þess að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf., síðar Alcan á Íslandi hf., taldi brýnt að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun.“Með þessari fullyrðingu gefur Auður í skyn að framkvæmdastjórn Íslenska álfélagsins hf. hafi haft frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík. Það er alrangt. Þetta eru vægast sagt ósmekkleg ósannindi, sem yfirmenn álversins hafa oftar en einu sinni á undanförnum árum komið á framfæri við fjölmiðla.Ég hef hingað til ekki opinberlega gert neina athugasemd við þessa rangfærslu, en þegar ég las grein Auðar Þórhallsdóttur fannst mér nóg komið. Yfirmenn álversins í Straumsvík geta hælt sér af því sem þeir gera vel en þeir eiga ekki að viðhafa sögufölsun og skreyta sig með stolnum fjöðrum. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við.Aukið starfsnámÍ kringum 1990 voru trúnaðarmenn Hlífar hjá ÍSAL farnir að huga að nauðsyn þess að álverið byði ófaglærðum verkamönnum upp á föst námskeið þar sem tekið væri fyrir á skipulegan hátt námsefni sem varðaði m.a. meðferð á sífellt flóknari tæknibúnaði við framleiðsluna. Þá þegar var trúnaðarmönnum ljóst að fullkomnari búnaður við framleiðsluna krafðist meiri menntunar starfsmanna.Á árinu 1993 öfluðu trúnaðarmenn Hlífar og aðaltrúnaðarmaður verkalýðsfélaganna hjá ÍSAL sér upplýsinga um nám og starfsmenntun hjá álverum í Noregi. Þær upplýsingar voru m.a. hafðar sem fyrirmynd að kröfum félagsins um starfsnám hjá Íslenska álfélaginu hf. Kröfu um skipulega starfsmenntun verkamanna lagði Hlíf síðan fram í kjarasamningunum 1995. Yfirmenn ÍSAL töldu starfsmenntamálin hjá sér í góðu lagi og höfnuðu alfarið hugmyndum Hlífarmanna um aukna starfsmenntun. En trúnaðarmenn Hlífar gáfust ekki upp. Að þeirra frumkvæði voru tveir þeirra, þeir Kolbeinn Gunnarsson og Jóhannes Gunnarsson, fengnir til að kanna hvort íslenska skólakerfið vildi taka starfsnámið að sér. Í framhaldi af því áttu þeir viðræður við Borgarholtsskóla, Iðntæknistofnun og Menningar- og fræðsluráð alþýðu og kynntu þeim málið.StóriðjuskólinnEins og áður segir var aukin starfsmenntun verkamanna ein aðalkrafa Hlífar við gerð kjarasamnings við ÍSAL árið 1995. Við endurnýjun kjarasamningsins 1997 lagði Hlíf aftur fram kröfu um aukna starfsmenntun verkamanna og tókst að knýja yfirmenn ÍSAL til að samþykkja hugmyndir félagsins um stóraukið starfsnám. En samþykki þeirra fékkst ekki átakalaust. Til að fá vilyrði þeirra urðu fulltrúar Hlífar að gefa eftir í öðrum kröfum sem félagið hafði sett fram. Með öðrum orðum. Það var vegna þrýstings frá Hlíf að ÍSAL gekk að kröfum verkamanna um aukna starfsmenntun ófaglærðra hjá ÍSAL. Þeirri starfsemi var síðan gefið nafnið Stóriðjuskólinn.Vilji yfirmenn Alcan á Íslandi geta þess hverjir áttu frumkvæði að stofnun Stóriðjuskólans í Straumsvík þá eiga þeir að sleppa öllu sjálfshóli og segja að tilurð skólans megi rekja til ákvæðis í kjarasamningi, sem Verkamannafélagið Hlíf og Íslenska álfélagið hf. gerðu með sér árið 1997, til að efla starfsmenntun hjá því starfsfólki fyrirtækisins sem hafði litla formlega menntun. Þeir vita að það var að frumkvæði Verkamannafélagsins Hlífar og trúnaðarmanna þess að Stóriðjuskólinn í Straumsvík var stofnaður. Þetta er bláköld staðreynd sem þeir verða að sætta sig við.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun