Skoðun

Fatlaðir úti í kuldanum!

Hvers vegna er verið að láta pólitík bitna á fötluðum börnum? Er það kannski til þess að Björn Ingi Hrafnsson og félagar í borgarstjórn Reykjavíkur geti sagt í sjónvarpi og blöðum að ástandið sé betra núna en oft áður á frístundaheimilum borgarinnar. Það sem hann minntist ekki á er að fötluðum börnum á biðlista eftir plássi hefur verið vísað aftast í röðina.

Fötluð börn þurfa meiri umönnun en önnur börn, sem þýðir fleira starfsfólk. Það er rétt hjá Birni Inga að fleiri „heilbrigð“ börn eru í frístund núna en oft áður, á meðan fötluð börn eru látin bíða í kuldanum eftir plássi.

Ástandið var ekki svona á meðan R-listinn var við völd. Ég held að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því að það er mun erfiðara fyrir foreldra fatlaðra barna að fá pössun eftir að skóla lýkur kl. 14.00. Börnin þola illa að vera send á milli ættingja hingað og þangað svo að foreldri geti klárað sinn vinnudag. Foreldrar fatlaðra barna eru orðin þreytt á sömu tuggunni að það sé skortur á starfsfólki. Fjögurra mánaða bið er óásættanleg.

Ég held að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því að það er mun erfiðara fyrir foreldra fatlaðra barna að fá pössun eftir að skóla lýkur kl. 14.00.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×