Framlög til LÍN hækkuð 18. desember 2006 06:00 Nú á dögunum voru samþykkt fjárlög fyrir árið 2007 frá Alþingi. Miðað við fjárlög 2006 voru framlög til LÍN hækkuð um 767 m.kr. Framalög úr ríkissjóði til LÍN verða samtals 5.244 m.kr. og hafa aldrei áður verið hærri eða hækkað jafn mikið milli ára. Sjóðurinn stendur traustari fótum en nokkru sinni fyrr og hefur ekki áður átt jafn stóran þátt og nú í að tryggja jafnrétti til náms, að stuðla að samkeppni og árangursríku skólastarfi og þar með innkomu vel menntaðs fólks, alls staðar að úr heiminum, inn á íslenskan vinnumarkað. Það er því dapurlegt að sjá fulltrúa námsmanna koma inn á ritvöllinn og harma niðurskurð á framlögum til LÍN, sbr. málflutning framkvæmdastjóra Stúdentaráðs HÍ hér í blaðinu föstudaginn 15. desember sl. Þeir sem hafa valið þennan fulltrúa til trúnaðarstarfa hafa í það minnsta fengið það staðfest að hann skirrist ekki við að fórna heildarhagsmunum námsmanna fyrir pólitíska sérhagsmuni. Sem væntanlegur frambjóðandi til Alþingis verður hann í það minnsta Samfylkingunni ekki til sóma. Framkvæmdastjóri Stúdentaráðs HÍ vissi þegar hann skrifaði blaðagreinina að hér var ekki um niðurskurð að ræða. Hann vissi að með samþykkt fjárlaga var um útgjaldaaukningu milli ára að ræða og að breytingin við þriðju umræðu var einungis leiðrétting á áætlaðri framlagsþörf. Hann vissi að stærstur hluti útgjaldaaukningarinnar til LÍN var vegna breytinga á úthlutunarreglum sjóðsins, sem gert var samkomulag um milli fulltrúa stjórnvalda og námsmanna síðastliðið sumar. Hann vissi einnig að með leiðréttingunni var ekki verið að hrófla við 617 m.kr. útgjaldaaukningunni sem samkomulagið gerði ráð fyrir. Leiðréttingin var fyrst og fremst vegna minni fjölgunar lánþega en fyrri áætlun hafði gert ráð fyrir. Lækkunin, sem fulltrúi SHÍ bar á torg, átti því ekkert skilt við niðurskurð. Fyrir ári síðan fjölgaði t.d. lánþegum umfram áætlun og var framlag til sjóðsins þá hækkað umyrðalaust til samræmis við það. Fullt traust milli stjórnar LÍN og fjárveitingarvaldsins á stóran þátt í sterkri fjárhagsstöðu LÍN í dag. Þetta traust byggir meðal annars á því að fjárhagsáætlun sjóðsins sé endurskoðuð vegna ytri breytinga hvort heldur þær leiða til hækkunar eða lækkunar. Afstaðan sem skín í gegnum málflutning framkvæmdastjóra SHÍ er því ekki upp á marga fiska. Það er ekki vitnisburður um vönduð vinnubrögð að vilja halda afgangi vegna ofáætlunar útgjalda og samtímis ekkert vilja vita af vanda sem fylgir því þegar útgjöld hafa verið vanáætluð. Og það sem verra er; afstaða sem þessi grefur undan nauðsynlegu trauti og getur stefnt heildarhagsmunum námsmanna í voða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Nú á dögunum voru samþykkt fjárlög fyrir árið 2007 frá Alþingi. Miðað við fjárlög 2006 voru framlög til LÍN hækkuð um 767 m.kr. Framalög úr ríkissjóði til LÍN verða samtals 5.244 m.kr. og hafa aldrei áður verið hærri eða hækkað jafn mikið milli ára. Sjóðurinn stendur traustari fótum en nokkru sinni fyrr og hefur ekki áður átt jafn stóran þátt og nú í að tryggja jafnrétti til náms, að stuðla að samkeppni og árangursríku skólastarfi og þar með innkomu vel menntaðs fólks, alls staðar að úr heiminum, inn á íslenskan vinnumarkað. Það er því dapurlegt að sjá fulltrúa námsmanna koma inn á ritvöllinn og harma niðurskurð á framlögum til LÍN, sbr. málflutning framkvæmdastjóra Stúdentaráðs HÍ hér í blaðinu föstudaginn 15. desember sl. Þeir sem hafa valið þennan fulltrúa til trúnaðarstarfa hafa í það minnsta fengið það staðfest að hann skirrist ekki við að fórna heildarhagsmunum námsmanna fyrir pólitíska sérhagsmuni. Sem væntanlegur frambjóðandi til Alþingis verður hann í það minnsta Samfylkingunni ekki til sóma. Framkvæmdastjóri Stúdentaráðs HÍ vissi þegar hann skrifaði blaðagreinina að hér var ekki um niðurskurð að ræða. Hann vissi að með samþykkt fjárlaga var um útgjaldaaukningu milli ára að ræða og að breytingin við þriðju umræðu var einungis leiðrétting á áætlaðri framlagsþörf. Hann vissi að stærstur hluti útgjaldaaukningarinnar til LÍN var vegna breytinga á úthlutunarreglum sjóðsins, sem gert var samkomulag um milli fulltrúa stjórnvalda og námsmanna síðastliðið sumar. Hann vissi einnig að með leiðréttingunni var ekki verið að hrófla við 617 m.kr. útgjaldaaukningunni sem samkomulagið gerði ráð fyrir. Leiðréttingin var fyrst og fremst vegna minni fjölgunar lánþega en fyrri áætlun hafði gert ráð fyrir. Lækkunin, sem fulltrúi SHÍ bar á torg, átti því ekkert skilt við niðurskurð. Fyrir ári síðan fjölgaði t.d. lánþegum umfram áætlun og var framlag til sjóðsins þá hækkað umyrðalaust til samræmis við það. Fullt traust milli stjórnar LÍN og fjárveitingarvaldsins á stóran þátt í sterkri fjárhagsstöðu LÍN í dag. Þetta traust byggir meðal annars á því að fjárhagsáætlun sjóðsins sé endurskoðuð vegna ytri breytinga hvort heldur þær leiða til hækkunar eða lækkunar. Afstaðan sem skín í gegnum málflutning framkvæmdastjóra SHÍ er því ekki upp á marga fiska. Það er ekki vitnisburður um vönduð vinnubrögð að vilja halda afgangi vegna ofáætlunar útgjalda og samtímis ekkert vilja vita af vanda sem fylgir því þegar útgjöld hafa verið vanáætluð. Og það sem verra er; afstaða sem þessi grefur undan nauðsynlegu trauti og getur stefnt heildarhagsmunum námsmanna í voða.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar