Ólundin í Þórunni Einar Sveinbjörnsson skrifar 19. desember 2006 00:01 Í Fréttablaðinu hér á laugardaginn var ágætisúttekt af tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. Nokkrir voru fengnir til þess að segja nokkur orð um flokkinn á þessum tímamótum, þar á meðal sá sem þetta ritar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona í sínu nýhafna langa jólaleyfi sá þarna tækifæri til að ala á eigin ólund út í Framsóknarflokkinn. Henni er það vitanlega frjálst enda tilheyrir hún öðrum stjórnmálaflokki og er með aðrar skoðanir. Mér mislíkuðu hins vegar mjög þær líkingar sem hún kýs að nota um Framsóknarflokkinn sem státar af merkri sögu og glæstum sigrum fyrir land og þjóð í langri sögu sinni. Talar hún um flokkslíkama sem krefst hvíldar og endurhæfingar og að hann viti ekki hvaðan hann kom eða hvert hann sé að fara. Ég læt lesendum það eftir að geta frekar í það hvað Þórunn er að fara í sinni samlíkingu. Ég segi ekki að þessi miður huggulega kveðja þessarar ágætu þingkonu, sem ég hef átt hingað til ágæt samskipti við í sveitarstjórnarmálum Garðabæjar, hafi eyðilagt fyrir mér ágætan afmælisdag flokksins míns. En mér var vissulega nokkuð brugðið. Að hún hafi ekki getað þennan dag, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu og frekar stutt sé til kosninga, sent okkur þó ekki væri nema eina notalega og stutta kveðju á þessum tímamótum. Vinstri flokkar eins og Samfylking Þórunnar njóta ævinlega nokkurrar hylli í íslenskum stjórnmálum. Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, var virkur þátttakandi í íslensku stjórnmálalífi þjóðarinnar í yfir 80 ár. Samfylkingin gæti, ef vel tekst til á þeim bæ, orðið jafnfarsæl og Alþýðuflokkurinn svo ekki sé talað um Framsóknarflokkinn. Ég vil þrátt fyrir allt senda Þórunni og Samfylkingunni kveðjur um gifturíkt starf næstu árin og áratugina, þótt tilefnið sé reyndar ekkert sérstakt að þessu sinni, nema ef vera skyldi að það eru að koma jól. Höfundur er félagi í Framsóknarflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu hér á laugardaginn var ágætisúttekt af tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. Nokkrir voru fengnir til þess að segja nokkur orð um flokkinn á þessum tímamótum, þar á meðal sá sem þetta ritar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona í sínu nýhafna langa jólaleyfi sá þarna tækifæri til að ala á eigin ólund út í Framsóknarflokkinn. Henni er það vitanlega frjálst enda tilheyrir hún öðrum stjórnmálaflokki og er með aðrar skoðanir. Mér mislíkuðu hins vegar mjög þær líkingar sem hún kýs að nota um Framsóknarflokkinn sem státar af merkri sögu og glæstum sigrum fyrir land og þjóð í langri sögu sinni. Talar hún um flokkslíkama sem krefst hvíldar og endurhæfingar og að hann viti ekki hvaðan hann kom eða hvert hann sé að fara. Ég læt lesendum það eftir að geta frekar í það hvað Þórunn er að fara í sinni samlíkingu. Ég segi ekki að þessi miður huggulega kveðja þessarar ágætu þingkonu, sem ég hef átt hingað til ágæt samskipti við í sveitarstjórnarmálum Garðabæjar, hafi eyðilagt fyrir mér ágætan afmælisdag flokksins míns. En mér var vissulega nokkuð brugðið. Að hún hafi ekki getað þennan dag, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu og frekar stutt sé til kosninga, sent okkur þó ekki væri nema eina notalega og stutta kveðju á þessum tímamótum. Vinstri flokkar eins og Samfylking Þórunnar njóta ævinlega nokkurrar hylli í íslenskum stjórnmálum. Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, var virkur þátttakandi í íslensku stjórnmálalífi þjóðarinnar í yfir 80 ár. Samfylkingin gæti, ef vel tekst til á þeim bæ, orðið jafnfarsæl og Alþýðuflokkurinn svo ekki sé talað um Framsóknarflokkinn. Ég vil þrátt fyrir allt senda Þórunni og Samfylkingunni kveðjur um gifturíkt starf næstu árin og áratugina, þótt tilefnið sé reyndar ekkert sérstakt að þessu sinni, nema ef vera skyldi að það eru að koma jól. Höfundur er félagi í Framsóknarflokknum.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun