Í dag var í fyrsta sinn birtur alþjóðlegur styrkleikalisti kvenna í golfi og ekki kom á óvart að það var sænski kylfingurinn Annika Sörenstam sem var langefst á fyrsta listanum. Paula Creamer er í öðru sæti listans og undrabarnið Michelle Wie situr í þriðja sætinu.
Listi þessi verður framvegis birtur vikulega og rétt eins og hjá körlunum verður hann byggður á árangri síðustu tveggja ára.