Wenger: Við verðum betri með hverjum leik 18. mars 2006 20:29 Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal telur nú að lið sitt sé loksins að sýna batamerki eftir að hafa staðið langt undir væntingum það sem af er tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal tók Charlton í bakaríið í dag, 3-0 og hefur nú unnið 3 leiki í röð. "Það var einhvern veginn aldrei vafi á því að við ynnum þennan leik. Við byrjuðum vel og það var góð hreyfing á mönnum. Jafnvel þó að við hefðum farið illa með mörg tækifæri þá leit aldrei út fyrir að Charlton gæti svarað fyrir sig. Það lítur út fyrir að liðið sé að verða betra og betra með hverjum leik. Í heildina séð þá var þetta mjög jákvæður leikur fyrir okkur." sagði Wenger eftir leikinn. Arsenal er í harðri baráttu við Tottenham, Blackburn og fleiri lið um fjórða sætið og Wenger finnur vel fyrir nálægð liðanna. "Við erum í þeirri stöðu þar sem við megum ekki fara á mis við eitt einasta stig þegar maður lítur til baka á liðin sem eru rétt á eftir okkur. Við höfum verið á góðu róli undanfarið en verðum halda því út restina af tímabilinu." Tógó sóknarmaðurinn Emmanuel Adebayor skoraði annað mark Arsenal í dag og var það hans þriðja mark í sjö leikjum fyrir liðið. Markið kom eftir skelfilegt klúður Hermanns Hreiðarssonar í vörn Charlton. "Hann fékk tvö eða þrjú góð tækifæri í dag og ég trúi því að nýtingin hans eigi eftir að batna. Mér finnst eins og hann hafi eitthvað fram að færa fyrir liðið. Hann gefur Thierry Henry meira pláss." sagði Wenger m.a. Arsenal hélt fjórða sæti deildarinnar ekki lengur en fram á kvöld því Tottenham lagði Birmingham 2-0 í kvöld. Tottenham er í 4. sæti með 52 stig en Arsenal er í 5. sæti með 50 stig, bæði lið hafa leikið 30 leiki. Blackburn er með 49 stig í 6. sætinu einnig eftir 30 leiki. Bolton kemur næst í 7. sætinu með 48 stig, en á tvo leiki til góða og getur með sigri í þeim báðum komist í 54 stig sem myndi færa liðinu fjórða sætið eins og staðan er í dag. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi Sjá meira
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal telur nú að lið sitt sé loksins að sýna batamerki eftir að hafa staðið langt undir væntingum það sem af er tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal tók Charlton í bakaríið í dag, 3-0 og hefur nú unnið 3 leiki í röð. "Það var einhvern veginn aldrei vafi á því að við ynnum þennan leik. Við byrjuðum vel og það var góð hreyfing á mönnum. Jafnvel þó að við hefðum farið illa með mörg tækifæri þá leit aldrei út fyrir að Charlton gæti svarað fyrir sig. Það lítur út fyrir að liðið sé að verða betra og betra með hverjum leik. Í heildina séð þá var þetta mjög jákvæður leikur fyrir okkur." sagði Wenger eftir leikinn. Arsenal er í harðri baráttu við Tottenham, Blackburn og fleiri lið um fjórða sætið og Wenger finnur vel fyrir nálægð liðanna. "Við erum í þeirri stöðu þar sem við megum ekki fara á mis við eitt einasta stig þegar maður lítur til baka á liðin sem eru rétt á eftir okkur. Við höfum verið á góðu róli undanfarið en verðum halda því út restina af tímabilinu." Tógó sóknarmaðurinn Emmanuel Adebayor skoraði annað mark Arsenal í dag og var það hans þriðja mark í sjö leikjum fyrir liðið. Markið kom eftir skelfilegt klúður Hermanns Hreiðarssonar í vörn Charlton. "Hann fékk tvö eða þrjú góð tækifæri í dag og ég trúi því að nýtingin hans eigi eftir að batna. Mér finnst eins og hann hafi eitthvað fram að færa fyrir liðið. Hann gefur Thierry Henry meira pláss." sagði Wenger m.a. Arsenal hélt fjórða sæti deildarinnar ekki lengur en fram á kvöld því Tottenham lagði Birmingham 2-0 í kvöld. Tottenham er í 4. sæti með 52 stig en Arsenal er í 5. sæti með 50 stig, bæði lið hafa leikið 30 leiki. Blackburn er með 49 stig í 6. sætinu einnig eftir 30 leiki. Bolton kemur næst í 7. sætinu með 48 stig, en á tvo leiki til góða og getur með sigri í þeim báðum komist í 54 stig sem myndi færa liðinu fjórða sætið eins og staðan er í dag.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi Sjá meira