"Dómarinn lét Fulham hafa áhrif á sig" 19. mars 2006 20:14 Mourinho var eins og hljómsveitarstjóri á hliðarlínunni í kvöld. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var að vonum niðurlútur eftir að hans menn töpuðu óvænt fyrir Fulham í ensku úrvalsdeildinni nú undir kvöldið. Lokatölur urðu 1-0 í vestur Lundúnaslagnum í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho gerði þó minna af því en venjulega eftir tapleik að skella skuldinni á aðra en sig sjálfan eða sína leikmenn. Mourinho virtist ráðalaus og örvæntingafullur eftir að Luis Boa Morte skoraði fyrir Fulham á 17. mínútu því innan við 10 mínútum síðar gerði hann tvær breytingar á Chelsea liðinu þrátt fyrir að ekki væru nema rúmlega 25 mínútur liðnar af leiknum. Hann tók þá Joe Cole og Shaun Wright-Phillips af velli og setti Damien Duff og Didier Drogba inn á í þeirra stað. Mourinho kláraði svo sína þriðju og síðustu skiptingu strax í hálfleik þegar hann tók Robert Huth af velli fyrir Ricardo Carvalho. "Við vorum bara lélegir fyrstu 30 mínútur leiksins. Joe og Shaun áttu ekki góðan leik og voru ekki að tengja vængspilið við sóknina. Hernan (Crespo) var mjög einmana í sókninni. Með hverri mínútu sýndu leikmennirnir mínir engin viðbrögð í leik sínum eftir markið þannig að ég varð að gera breytingu." sagði Chelsea-stjórinn og gaf sér um leið tíma til að hrósa Chris Coleman, knattspyrnustjóra Fulham. "Fulham menn börðust mjög vel og eftir markið þá var það þeirra að halda. Um leið og ég er mjög óánægður þá samgleðst ég örlítið með Chris (Coleman) því hann er frábær náungi og frábær knattspyrnustjóri." sagði Mourinho. Um markið sem dæmt var af Didier Drogba sagðist Mourinho ekki hafa séð atvikið nógu vel en kvaðst um leið ekki hafa verið sá eini sem sá það ekki. Þrátt fyrir að sjónvarpsendursýningar sýndu að Drogba handlék boltann þá sakar Mourinho, Mike Dean dómara um að hafa látið leikmenn Fulham hafa áhrif á ákvörðun sína. "Það segja allir að Drogba hafi tekið boltann með höndinni þannig að það hlýtur að vera rétt. En ég get lofað ykkur að línuvörðurinn sá ekki atvikið. Hann var þar sem ég var og ekki sá ég það auk þess sem hann lyfti ekki flagginu og leyfði markinu að standa í fyrstu. Ákvörðinin var rétt en ekki vegna þess sem þeir sáu heldur vegna pressu frá leikmönnum Fulham." bætti Mourinho við. Hann sá heldur ekki nógu vel atvikið þegar William Gallas fékk rauða spjaldið fyrir að stíga ofan á Heiðar Helguson á lokamínútu leiksins. "Ég sá það ekki, ég var alveg í hinu horninu þannig að ég get ekki tjáð mig um það."Chris Coleman knattspyrnustjóri Fulham var í skýjunum eftir sigur sinna manna. Hann heldur því þó fram að þrátt fyrir tapið í dag muni Chelsea halda Englandsmeistaratitlinum. "Við vorum alveg meðvitaðir um að við værum að mæta meisturunum og þeir munu verða það aftur. En ég hugsaði að kannski, bara kannski að ef við sýndum góðan leik gætum við náð góðum úrslitum. Þessi frammistaða minna manna alveg stórkostleg. Þetta snerist ekki bara um 3 stig fyrir okkur heldur létti þessi sigur smá pressu af okkur." sagði Coleman en Fulham er 11 stigum frá fallsvæði, nú með 35 stig í 14. sæti. Chelsea er með 12 stiga forystu á toppi deildarinnar en Man Utd sem er í 2. sæti á leik til góða og getur minnkað muninn í 9 stig þegar 8 umferðir eru eftir af mótinu. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Nýkrýndir Evrópubikarmeistarar leika til úrslita Í beinni: Man. City - Bournemouth | De Bruyne kveður Etihad „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Eygló og Raj urðu Reykjavíkurmeistarar Tryllt eftirspurn eftir miðum Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Sjá meira
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var að vonum niðurlútur eftir að hans menn töpuðu óvænt fyrir Fulham í ensku úrvalsdeildinni nú undir kvöldið. Lokatölur urðu 1-0 í vestur Lundúnaslagnum í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho gerði þó minna af því en venjulega eftir tapleik að skella skuldinni á aðra en sig sjálfan eða sína leikmenn. Mourinho virtist ráðalaus og örvæntingafullur eftir að Luis Boa Morte skoraði fyrir Fulham á 17. mínútu því innan við 10 mínútum síðar gerði hann tvær breytingar á Chelsea liðinu þrátt fyrir að ekki væru nema rúmlega 25 mínútur liðnar af leiknum. Hann tók þá Joe Cole og Shaun Wright-Phillips af velli og setti Damien Duff og Didier Drogba inn á í þeirra stað. Mourinho kláraði svo sína þriðju og síðustu skiptingu strax í hálfleik þegar hann tók Robert Huth af velli fyrir Ricardo Carvalho. "Við vorum bara lélegir fyrstu 30 mínútur leiksins. Joe og Shaun áttu ekki góðan leik og voru ekki að tengja vængspilið við sóknina. Hernan (Crespo) var mjög einmana í sókninni. Með hverri mínútu sýndu leikmennirnir mínir engin viðbrögð í leik sínum eftir markið þannig að ég varð að gera breytingu." sagði Chelsea-stjórinn og gaf sér um leið tíma til að hrósa Chris Coleman, knattspyrnustjóra Fulham. "Fulham menn börðust mjög vel og eftir markið þá var það þeirra að halda. Um leið og ég er mjög óánægður þá samgleðst ég örlítið með Chris (Coleman) því hann er frábær náungi og frábær knattspyrnustjóri." sagði Mourinho. Um markið sem dæmt var af Didier Drogba sagðist Mourinho ekki hafa séð atvikið nógu vel en kvaðst um leið ekki hafa verið sá eini sem sá það ekki. Þrátt fyrir að sjónvarpsendursýningar sýndu að Drogba handlék boltann þá sakar Mourinho, Mike Dean dómara um að hafa látið leikmenn Fulham hafa áhrif á ákvörðun sína. "Það segja allir að Drogba hafi tekið boltann með höndinni þannig að það hlýtur að vera rétt. En ég get lofað ykkur að línuvörðurinn sá ekki atvikið. Hann var þar sem ég var og ekki sá ég það auk þess sem hann lyfti ekki flagginu og leyfði markinu að standa í fyrstu. Ákvörðinin var rétt en ekki vegna þess sem þeir sáu heldur vegna pressu frá leikmönnum Fulham." bætti Mourinho við. Hann sá heldur ekki nógu vel atvikið þegar William Gallas fékk rauða spjaldið fyrir að stíga ofan á Heiðar Helguson á lokamínútu leiksins. "Ég sá það ekki, ég var alveg í hinu horninu þannig að ég get ekki tjáð mig um það."Chris Coleman knattspyrnustjóri Fulham var í skýjunum eftir sigur sinna manna. Hann heldur því þó fram að þrátt fyrir tapið í dag muni Chelsea halda Englandsmeistaratitlinum. "Við vorum alveg meðvitaðir um að við værum að mæta meisturunum og þeir munu verða það aftur. En ég hugsaði að kannski, bara kannski að ef við sýndum góðan leik gætum við náð góðum úrslitum. Þessi frammistaða minna manna alveg stórkostleg. Þetta snerist ekki bara um 3 stig fyrir okkur heldur létti þessi sigur smá pressu af okkur." sagði Coleman en Fulham er 11 stigum frá fallsvæði, nú með 35 stig í 14. sæti. Chelsea er með 12 stiga forystu á toppi deildarinnar en Man Utd sem er í 2. sæti á leik til góða og getur minnkað muninn í 9 stig þegar 8 umferðir eru eftir af mótinu.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Nýkrýndir Evrópubikarmeistarar leika til úrslita Í beinni: Man. City - Bournemouth | De Bruyne kveður Etihad „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Eygló og Raj urðu Reykjavíkurmeistarar Tryllt eftirspurn eftir miðum Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn