Sport

Barkley, Dumars og Wilkins í heiðurshöllina

Charles Barkley lék lengst af með Philadelphia 76ers og er án efa einn litríkasti leikmaður í sögu deildarinnar
Charles Barkley lék lengst af með Philadelphia 76ers og er án efa einn litríkasti leikmaður í sögu deildarinnar NordicPhotos/GettyImages

Í gær var tilkynnt um nýjustu einstaklingana sem vígðir verða inn í körfuboltaheiðurshöllina í Bandaríkjunum og á meðal þeirra sem komust í gegn voru leikmennirnir Charles Barkley, Joe Dumars og Dominique Wilkins, sem gerðu garðinn frægan í NBA á níunda og tíunda áratugnum.

Barkley spilaði með Philadelphia, Phoenix og Houston á glæsilegum ferli sínum og skoraði 22 stig og hirti tæp 12 fráköst að meðaltali í leik. Hann var kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar árið 1993 þegar hann leiddi lið Phoenix í úrslitin.

Wilkins spilaði lengst af með liði Atlanta Hawks og vann sér það helst til frægðar að verða tvisvar troðkóngur í stjörnuleiknum. Hann var mikill skorari og var níu sinnum valinn í stjörnuliðið.

Dumars varð tvisvar NBA meistari með Detroit, árið 1989 og 1990 og var kjörinn verðmætasti leikmaður úrslitanna í annað skiptið. Hann vann svo sinn þriðja titil árið 2004 sem framkvæmdastjóri Detroit Pistons.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×