Leikmenn Miami fá sektir og leikbönn 29. apríl 2006 20:40 Stutt er síðan Shaquille O´Neal þurfti að punga út annari eins upphæð fyrir að gagnrýna dómara, en honum og félögum hans í Miami væri hollara að fara að einbeita sér að liði Chicago, sem er til alls líklegt í næsta leik NordicPhotos/GettyImages Leikmenn Miami Heat hafa verið meira áberandi fyrir agabrot og kveinstafi en að spila góðan körfubolta það sem af er úrslitakeppninni í ár. Udonis Haslem hefur þegar setið af sér bann fyrir að láta skapið hlaupa með sig í gönur og nú þarf Shaquille O´Neal að opna budduna og greiða háa sekt, á meðan James Posey verður í banni í næsta leik fyrir agabrot í þriðja leik liðsins við Chicago í fyrrinótt. Shaquille O´Neal hefur verið sektaður um 25.000 dollara fyrir að gagnrýna dómarana harðlega eftir tapleikinn gegn Chicago í fyrrakvöld. O´Neal átti þar líklega einhvern lélegasta leik sinn á ferlinum og var í villuvandræðum allan leikinn. Hann skoraði aðeins 8 stig og tapaði 7 boltum í leiknum. O´Neal misbauð svo dómgæslan í leiknum að hann sagði að dómararnir hefðu niðurlægt sig með dómum sínum í leiknum og þarf nú að greiða himinháa sekt fyrir. Þess ber til gamans að geta að þó gagnrýni tröllsins á dómarana hafi vissulega farið yfir strikið - hafði hann mjög mikið til síns máls því margar ákvarðanir þeirra gráklæddu í leiknum voru vægast sagt undarlegar. James Posey verður í leikbanni í fjórða leik liðanna eftir að aganefnd fór yfir atvik sem átti sér stað undir lok þriðja leiksins þegar Posey setti öxlina í Kirk Hinrich hjá Chicago í hraðaupphlaupi og braut á honum í hreinum ásetningi. Brotið átti sér einmitt stað beint fyrir framan nefið á Stu Jackson sem var á meðal áhorfenda á leiknum, en Jackson er sá sem hefur mest að gera með úrskurði aganefndarinnar í deildinni. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Leikmenn Miami Heat hafa verið meira áberandi fyrir agabrot og kveinstafi en að spila góðan körfubolta það sem af er úrslitakeppninni í ár. Udonis Haslem hefur þegar setið af sér bann fyrir að láta skapið hlaupa með sig í gönur og nú þarf Shaquille O´Neal að opna budduna og greiða háa sekt, á meðan James Posey verður í banni í næsta leik fyrir agabrot í þriðja leik liðsins við Chicago í fyrrinótt. Shaquille O´Neal hefur verið sektaður um 25.000 dollara fyrir að gagnrýna dómarana harðlega eftir tapleikinn gegn Chicago í fyrrakvöld. O´Neal átti þar líklega einhvern lélegasta leik sinn á ferlinum og var í villuvandræðum allan leikinn. Hann skoraði aðeins 8 stig og tapaði 7 boltum í leiknum. O´Neal misbauð svo dómgæslan í leiknum að hann sagði að dómararnir hefðu niðurlægt sig með dómum sínum í leiknum og þarf nú að greiða himinháa sekt fyrir. Þess ber til gamans að geta að þó gagnrýni tröllsins á dómarana hafi vissulega farið yfir strikið - hafði hann mjög mikið til síns máls því margar ákvarðanir þeirra gráklæddu í leiknum voru vægast sagt undarlegar. James Posey verður í leikbanni í fjórða leik liðanna eftir að aganefnd fór yfir atvik sem átti sér stað undir lok þriðja leiksins þegar Posey setti öxlina í Kirk Hinrich hjá Chicago í hraðaupphlaupi og braut á honum í hreinum ásetningi. Brotið átti sér einmitt stað beint fyrir framan nefið á Stu Jackson sem var á meðal áhorfenda á leiknum, en Jackson er sá sem hefur mest að gera með úrskurði aganefndarinnar í deildinni.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn