Sport

Rijkaard kallar á auðmýkt

Rijkaard er ekki hrifinn af því að Barcelona sé fyrirfram álitið sterkara liðið í úrslitaleiknum annað kvöld
Rijkaard er ekki hrifinn af því að Barcelona sé fyrirfram álitið sterkara liðið í úrslitaleiknum annað kvöld NordicPhotos/GettyImages

Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, segir að leikmenn sínir láti það ekki hafa áhrif á sig þó þeim sé almennt spáð sigri í úrslitaleik meistaradeildarinnar annað kvöld og bendir á að það sé óréttlátt að stilla hlutunum þannig upp.

"Leikmenn mínir eru mjög spenntir og einbeittir fyrir þennan leik en þeir sem halda því fram að við eigum að vinna þennan leik eru komnir á hálan ís. Menn verða að búa yfir ákveðinni auðmýkt þegar komið er í svona einvígi og við vitum að við verðum að sækja hart að Arsenal frá fyrstu mínútu leiksins. Það eina sem ég fer fram á af leikmönnum mínum er að þeir sýni að þeir geti spilað góða knattspyrnu," sagði Rijkaard, sem sjálfur hefur hampað titlinum í þrígang sem leikmaður. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×