Dallas valtaði yfir Miami 12. júní 2006 05:41 Avery Johnson stýrir liði Dallas eins og herforingi AFP Flestir bjuggust við að annar leikur Dallas Mavericks og Miami Heat í úrslitarimmu NBA deildarinnar yrði æsispennandi, en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Dallas-liðið var betra á öllum sviðum leiksins í nótt og vann auðveldan 99-85 sigur og hefur náð 2-0 forystu í einvíginu. Jafnræði var með liðnunum fram undir lok annars leikhluta, en Jerry Stackhouse breytti stöðunni úr 40-34 í 50-34 fyrir Dallas með ótrúlegri skotrispu. Hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á þessum kafla og heimamenn því skyndilega komnir í þægilega stöðu. Forysta Dallas jókst jafnt og þétt í síðari hálfleiknum og fór hátt í 30 stigin á kafla. Miami náði að bjarga andlitinu í lokin þegar úrslitin voru löngu ráðin, en liðið er komið í vond mál og er undir 2-0 í einvíginu. Shaquille O´Neal átti sinn lélegasta leik í úrslitakeppni á ferlinum og skoraði aðeins 5 stig. Dwayne Wade skoraði 23 stig fyrir Miami, en náði sér heldur aldrei á strik. Antoine Walker skoraði 20 stig. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 16 fráköst í liði Dallas, Jerry Stackhouse skoraði 19 stig af bekknum og hitti 4 af 5 þristum sínum, Jason Terry skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar og Josh Howard skoraði 15 stig. Fyrstu tveir leikirnir fóru fram í Dallas, en næstu þrír verða nú spilaðir í Miami. Ef með þarf fara svo síðustu tveir leikirnir fram í Dallas. Það verður að öllum líkindum allt annað Miami-lið sem stígur inn á völlinn á heimavelli sínum á þriðjudagskvöldið og er einvígið fjarri því að vera búið. Það verður þó að segjast eins og er, að Dallas-liðið er komið í ágæta stöðu og varði heimavöll sinn vel í fyrstu tveimur leikjunum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Ekki séð viðtalið við Kristófer: „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Sjá meira
Flestir bjuggust við að annar leikur Dallas Mavericks og Miami Heat í úrslitarimmu NBA deildarinnar yrði æsispennandi, en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Dallas-liðið var betra á öllum sviðum leiksins í nótt og vann auðveldan 99-85 sigur og hefur náð 2-0 forystu í einvíginu. Jafnræði var með liðnunum fram undir lok annars leikhluta, en Jerry Stackhouse breytti stöðunni úr 40-34 í 50-34 fyrir Dallas með ótrúlegri skotrispu. Hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á þessum kafla og heimamenn því skyndilega komnir í þægilega stöðu. Forysta Dallas jókst jafnt og þétt í síðari hálfleiknum og fór hátt í 30 stigin á kafla. Miami náði að bjarga andlitinu í lokin þegar úrslitin voru löngu ráðin, en liðið er komið í vond mál og er undir 2-0 í einvíginu. Shaquille O´Neal átti sinn lélegasta leik í úrslitakeppni á ferlinum og skoraði aðeins 5 stig. Dwayne Wade skoraði 23 stig fyrir Miami, en náði sér heldur aldrei á strik. Antoine Walker skoraði 20 stig. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 16 fráköst í liði Dallas, Jerry Stackhouse skoraði 19 stig af bekknum og hitti 4 af 5 þristum sínum, Jason Terry skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar og Josh Howard skoraði 15 stig. Fyrstu tveir leikirnir fóru fram í Dallas, en næstu þrír verða nú spilaðir í Miami. Ef með þarf fara svo síðustu tveir leikirnir fram í Dallas. Það verður að öllum líkindum allt annað Miami-lið sem stígur inn á völlinn á heimavelli sínum á þriðjudagskvöldið og er einvígið fjarri því að vera búið. Það verður þó að segjast eins og er, að Dallas-liðið er komið í ágæta stöðu og varði heimavöll sinn vel í fyrstu tveimur leikjunum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Ekki séð viðtalið við Kristófer: „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Sjá meira