Tilraunaskot skekur markaðinn 5. júlí 2006 10:21 Við kauphöllina í Japan. Mynd/AFP Tilraunaskot Norður-Kóreumanna í gærkvöldi skók hlutabréfamarkaði í Suður-Kóreu, Japan og í Evrópu. Fjárfestar seldu hlutabréf sín og tryggðu fjármuni sína með kaupum á gulli með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa á mörkuðunum lækkaði nokkuð. Tilraunaskotið er sagt geta haft áhrif á ákvörðun seðlabanka landanna um hækkun stýrivaxta. Gengi hlutabréfa lækkaði hratt á mörkuðum í Suður-Kóreu og Japan eftir tilraunaskot Norður-Kóreumanna. Markaðurinn jafnaði sig eftir því sem á leið og endaði í lækkun upp á 0,5 til 0,7 prósent. Sömu sögu er að segja að gengi gjaldmiðla í báðum löndunum. Gengi gulls hækkaði hins vegar örlítið fyrst í stað en lækkaði þegar á leið. Þá lækkaði gengi hlutabréfa á helstu mörkuðum í Evrópu um hálf prósentustig en fjárfestar í álfunni bíða viðbragða fjárfesta í Bandaríkjunum við tilraunaskoti Norður-Kóreumanna. Fjármálasérfræðingar telja tilraunaskotið hafa haft tímabundin áhrif á gengi hlutabréfa. Nikkei- 225 hlutabréfavísitalan í Japan lækkaði um 0,7 prósent og var þar með endir bundinn á fjögurra daga samfleyta hækkun hennar. Kospi-vísitalan í Suður-Kóreu lækkaði hins vegar um 0,5 prósent. Talsmaður seðlabanka Suður-Kóreu sagði tilraunaskotið geta haft áhrif á ákvörðun bankanna um hækkun stýrivaxta í vikunni. Fastlega er búist við að seðlabanki Japans hækki stýrivexti í næstu viku en þeir hafa staðið við núll prósent síðastliðin fimm ár. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tilraunaskot Norður-Kóreumanna í gærkvöldi skók hlutabréfamarkaði í Suður-Kóreu, Japan og í Evrópu. Fjárfestar seldu hlutabréf sín og tryggðu fjármuni sína með kaupum á gulli með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa á mörkuðunum lækkaði nokkuð. Tilraunaskotið er sagt geta haft áhrif á ákvörðun seðlabanka landanna um hækkun stýrivaxta. Gengi hlutabréfa lækkaði hratt á mörkuðum í Suður-Kóreu og Japan eftir tilraunaskot Norður-Kóreumanna. Markaðurinn jafnaði sig eftir því sem á leið og endaði í lækkun upp á 0,5 til 0,7 prósent. Sömu sögu er að segja að gengi gjaldmiðla í báðum löndunum. Gengi gulls hækkaði hins vegar örlítið fyrst í stað en lækkaði þegar á leið. Þá lækkaði gengi hlutabréfa á helstu mörkuðum í Evrópu um hálf prósentustig en fjárfestar í álfunni bíða viðbragða fjárfesta í Bandaríkjunum við tilraunaskoti Norður-Kóreumanna. Fjármálasérfræðingar telja tilraunaskotið hafa haft tímabundin áhrif á gengi hlutabréfa. Nikkei- 225 hlutabréfavísitalan í Japan lækkaði um 0,7 prósent og var þar með endir bundinn á fjögurra daga samfleyta hækkun hennar. Kospi-vísitalan í Suður-Kóreu lækkaði hins vegar um 0,5 prósent. Talsmaður seðlabanka Suður-Kóreu sagði tilraunaskotið geta haft áhrif á ákvörðun bankanna um hækkun stýrivaxta í vikunni. Fastlega er búist við að seðlabanki Japans hækki stýrivexti í næstu viku en þeir hafa staðið við núll prósent síðastliðin fimm ár.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira